Saga - 1990, Page 269
RITFREGNIR
26 7
Lúðvík Jósepsson: LANDHELGISMÁLIÐ í 40 ÁR. ÞAÐ
SEM GERÐIST BAK VIÐ TJÖLDIN. Mál og menning.
Reykjavík 1989. 333 bls. Myndir.
Þegar baráttan fyrir útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar stóð sem hæst,
mátti tíðum heyra slagorð um að landhelgismálið væri mikilvægasta mál
íslensku þjóðarinnar, mikill áfangi í sjálfstæðisbaráttunni, Iífshagsmunamál
o. s. frv. Fáir urðu til að mótmæla þessum skoðunum, en samt sem áður var
það á almanna vitorði, að oft og tíðum var mikill ágreiningur á milli stjórn-
málamanna og stjórnmálaflokka um það, hvernig staðið skyldi að útfærslunni
eða brugðist við mótmælaaðgerðum og/eða samningatillögum útlendinga.
Frá þeim átökum, sem áttu sér stað að tjaldabaki milli stjórnmálamanna og
stjórnmálaflokka, hefur hins vegar fátt og lítið verið sagt opinberlega til
þessa.
Lúðvík Jósepsson er í hópi þeirra stjórnmálamanna íslenskra, sem einna
lengst og gerst hafa fylgst með Iandhelgismálinu. Hann átti sæti á alþingi er
landgrunnslögin voru sett árið 1948, var sjávarútvegsráðherra er fiskveiði-
lögsagan var færð út í 12 mílur 1958 og í 50 mílur 1972, og hann var enn á
þingi er fært var út í 200 mílur 1975. Hann fór jafnan framarlega í flokki
þeirra, sem ákafast hvöttu til þess að fiskveiðilögsagan yrði færð út, og þegar
til deilna kom við erlend ríki, hvikaði hann hvergi. Fyrir það hlaut hann
ámæli sumra en lof flestra. Allir vissu hins vegar að hann var heill og óskipt-
ur í afstöðu sinni til málsins og kannski má segja, að landhelgismálið hafi
verið mesta hugsjónamálið sem hann barðist fyrir á löngum stjórnmálaferli.
Það var því í hæsta máta eðlilegt að áhugamenn um sögu landhelginnar og
landhelgismálsins legðu við hlustir þegar hljóðbært varð að Lúðvík hefði í
smíðum bók um afskipti sín af landhelgismálinu.
í bókinni Landhelgismálið í 40 ár rekur Lúðvík Jósepsson sögu íslensku fisk-
veiðilögsögunnar frá því fært var út í fjórar sjómílur 1952 og þar til síðustu
bresku togararnir sigldu út úr landhelginni árið 1976. Tímabilið, sem um er
fjallað, spannar því um hálfan þriðja áratug, ekki fjóra, eins og þó mætti ráða
af titli bókarinnar. Þessi ónákvæmni skiptir þó litlu máli við mat á bókinni,
þar hlýtur að ráða mestu hvernig höfundur tekur á efninu, hvernig hann
fjallar um ýmsa þætti málsins og þá menn, sem þar komu við sögu.
I inngangi gerir Lúðvík fyrst stutta grein fyrir þróun landhelgismálsins og
fjallar síðan nokkuð um eigin afstöðu. Þar segir m.a.:
Ég sem hér segi frá geri mér fulla grein fyrir að ég á ekki hægt um vik
að segja frá atburðum í landhelgismálinu sem hlutlaus áhorfandi.
Slík er staða mín ekki. Ég var beinn aðili að málinu allan þann tíma
sem frásögn mín nær til.
í lok inngangsins segir síðan:
Frásögn sú er hér birtist á bók er eflaust Iituð af skoðunum mínum og
sjónarmiðum eins og þau voru á þessum tíma. Mat mitt á mönnum
og málefnum geta menn deilt um. Það hefir orðið til á löngum tíma
og við ýmsar aðstæður. Ég reyni í frásögn minni að segja frá atburð-
um á þann hátt sem ég tel sannast og réttast.