Saga - 1990, Qupperneq 270
268
RITFREGNIR
Hér er komið að kjarna málsins. Lúðvík Jósepsson hefur aldrei verið þekktur
fyrir að liggja á skoðunum sínum og flestum landsmönnum var á sínum tíma
vel kunnugt um hvaða skoðanir hann hafði á landheigismálinu. Þær hafa,
sem betur fer, lítið breyst og frásögn hans í þessari bók ber þeim glöggt vitni.
Hann er víða mjög harðorður um pólitíska andstæðinga sína og aðra þá, sem
hann telur hafa hvikað í landhelgismálinu. Fá margir þeirra hina herfilegustu
útreið en þó enginn sem Guðmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðherra í
vinstri stjórninni 1956-58, minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1959 og við-
reisnarstjórninni á fyrstu árum hennar. Þeir Lúðvík og Guðmundur deildu
oft hart í vinstri stjórninni og varð Hermann Jónasson forsætisráðherra oft að
ganga á milli. Fyrst og mest var deilt um það hvenær ætti að færa út, þá um
það hvor þeirra ætti að sjá um landhelgismálið, þ.e. hvort það væri fremur
sjávarútvegsmál eða utanríkismál, og síðan um það hvort, og þá með hvaða
hætti, skyldi samið við erlend ríki, einkum Breta. Það sem ágreiningnum olli
var þó ekki persónulegt ósætti þeirra tveggja, heldur það að flokkar þeirra
voru ekki sammála um útfærsluna eða hvernig skyldi að henni staðið. Lúð-
vík og hans bandamenn, þ.á m. framsóknarmenn með forsætisráðherra í
broddi fylkingar, vildu færa út einhliða, eins og gert var, Guðmundur og
hans menn drógu hins vegar Iappirnar, vildu sumir semja áður en fært yrði
út, og nutu til þess fulltingis sjálfstæðismanna, sem voru í stjórnarandstöðu.
Sjálfstæðismenn virðast þó ekki síst hafa hugsað um að nota málið til að reka
fleyg á milli stjórnarflokkanna og splundra stjórnarsamstarfinu, enda kemur
fram í frásögn Lúðvíks að hann var kominn á fremsta hlunn með að gefa út
reglugerð um útfærsluna og láta stjórnarsamstarfið springa á því, ef svo bæri
undir.
Eins og allir vita leiddi útfærslan 1958 til harðra deilna við Breta, sem
sendu herskip inn í landhelgina, og breskur blaðamaður fann upp hugtakið
þorskastríð. Þegar viðreisnarstjórnin var komin til valda var fljótlega samið
við Breta. Sá samningur, sem gerður var 1961, var fjarri því að vera hagstæð-
ur íslendingum, og olli þar mestu ákvæði um að skjóta bæri málinu til al-
þjóðadómstólsins í Haag, ef íslendingar hygðust færa út á ný og Bretar sættu
sig ekki við þá aðgerð. Stjórnarandstaðan lýsti því þegar yfir, að hún teldi sig
ekki bundna af ákvæðinu og gekk það eftir þegar vinstri stjórn komst til
valda á ný árið 1971 og færði fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur.
Eins og vænta má er Lúðvík Jósepsson harðorður í garð þeirra, sem gerðu
samninginn 1961. Hann segir samningaumleitanir hafa staðið með litlum
hléum árin 1959 og 1960 og sýnir fram á, svo ekki verður um villst, að íslensk
stjórnvöld fóru með ósannindi er þau héldu því fram á árinu 1960, að engar
samningaumleitanir hefðu farið fram. Af frásögn Lúðvíks virðist svo sem
þeir, er höfðu forystu fyrir íslendingum í þessu máli eftir 1959, hafi haldið
harla klaufalega á málinu og því orðið að ganga að hálfgerðum nauðungar-
samningi að lokum. Hvað olli og hvort undansláttur við sjónarmið Atlants-
hafsbandalagsins réð mestu um þessi úrslit, eins og Lúðvík lætur í veðri
vaka, treysti ég mér ekki til að dæma um. Til þess skortir fleiri heimildir.
Frásögnin af útfærslunni í 50 sjómílur er með líkum hætti, að öðru leyti en
því að þá var meiri eindrægni innan ríkisstjórnarinnar um málið og ekki