Saga - 1990, Síða 271
RITFREGNIR
269
verður t.d. annað séð en að ágætt samstarf hafi verið með Lúðvík og Einari
Agústssyni utanríkisráðherra. Enn sem fyrr er Lúðvík þó mjög gagnrýninn á
þá sem með nokkrum hætti vildu ganga til samninga við Breta og Vestur-
Þjóðverja og slá af ýtrustu kröfum íslendinga. Hann er t.d. mjög harðorður
í garð Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra fyrir samkomulagið, sem hann
gerði við Edward Heath forsætisráðherra Breta árið 1973 og lætur að því liggja
að Ólafur hafi þar látið undan þrýstingi „Natósinna".
Þessi bók Lúðvíks Jósepssonar verður með engum hætti talin sagnfræðirit,
enda mun það aldrei hafa verið ætlun höfundar. I bókasöfnum yrði bókin að
Iíkindum flokkuð með æviminningum, en að minni hyggju ber að líta á hana
sem pólitískt uppgjör höfundar við tiltekna samtímamenn og málefni, sem
hann hafði mikil afskipti af og bar mjög fyrir brjósti. Afskipti hans af málinu
munu flestir íslendingar sammála um að hafi verið heilladrjúg, en hins vegar
er sá, sem þessar línur ritar, ekki að öllu leyti sáttur við efnistök höfundar og
framsetningu. Bókin er að sönnu hressilega skrifuð, á köflum bráðskemmti-
leg aflestrar og hefur að geyma margvíslegan fróðleik um meginefnið: það
sem gerðist bak við tjöldin í landhelgismálinu. Umfjöllun Lúðvíks um menn
og málefni er hins vegar ákaflega mótuð af pólitískum sjónarmiðum og á
köflum allt að því einstrengingsleg. Hann stillir landhelgismálinu upp í byrj-
un sem lífshagsmunamáli þjóðarinnar, sem það vissulega var (og er). í hans
huga virðist hins vegar aldrei hafa verið um að ræða nema eina leið að settu
marki og því voru þeir, sem vildu fara aðrar leiðir, eða bara hægar, úrtölu-
menn og þjónar Nató eða annarra annarlegra afla. Svona er algengt að dæma
pólitíska andstæðinga í ræðu og riti í hita leiksins en hæpið að það sé rétt-
lætanlegt þegar ró hefur færst yfir sviðið. Ég get að vísu tekið undir það með
Lúðvík Jósepssyni að þörfin á hörðum aðgerðum til verndar fiskimiðunum
var brýn, ekki síst þegar komið var fram um 1970, og að sú leið sem farin var
og hann átti mikinn þátt í að móta, var líklegust til að skila skjótum árangri.
Þar með er hins vegar ekki sagt að sú leið hafi ein verið fær og engin ástæða
er til að úthrópa þá, sem öðru vísi vildu fara að, sem hálfgerða svikara við
málstaðinn. Þeir höfðu vissulega sín rök og sín sjónarmið og þegar öllu er á
botninn hvolft réð það kannski úrslitum að tíminn var okkur hallkvæmur.
Sagnfræðingar eiga vafalaust eftir að kanna sögu Iandhelgismálsins ýtar-
lega á næstu árum og þá um leið margt það, sem Lúðvík Jósepsson heldur
fram í þessari bók og ýmsum kann að þykja harkalegt. í því efni eiga menn
þó enn erfitt um vik þar sem opinber skjöl íslensk frá tímabilinu 1950-80 eru
ekki nema að litlu leyti aðgengileg fræðimönnum og geðþóttaákvarðanir
embættismanna ráða því að mestu, hvort eða hvenær, þau eru sett á söfn.
Má geta þess í því viðfangi, að er undirritaður óskaði á næstliðnu sumri eftir
því að fá að sjá tiltekin skjöl varðandi útfærsluna í fjórar sjómílur 1952 svar-
aði undirtylla í utanríkisráðuneytinu því til að þau mál væru „of viðkvæm"
til að fólk fengi að kynna sér þau. Sem betur fór tókst að útvega skjölin úr
bresku safni, en þar í landi gilda ákveðnar reglur um leyndarskyldu opin-
berra gagna.
Þetta mál kann að virðast nokkuð á skjön við það efni, sem hér er til
umfjöllunar, en þvi er það gert að umræðuefni, að sú ringulreið sem ríkir í