Saga - 1990, Síða 275
Aðalfundur Sögufélags 1990
Fundurinn var haldinn í Geirsbúð niðri laugardaginn 5. maí og hófst kl. 14.
Heimir Þorleifsson, forseti félagsins, setti fund og bauð fundarmenn vel-
komna. Næst var minnst þeirra félagsmanna, sem stjórninni var kunnugt
um að látist hefðu á árinu, en þeir voru þessir: Aðalsteinn Halldórsson toll-
vörður og ættfræðingur, Andrés Kristjánsson ritstjóri, Ásgeir S. Björnsson
lektor, Grímur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar Landsbóka-
safns, Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi, Magnús G. Jónsson menntaskóla-
kennari, Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingur, Ólafur M. Ólafsson mennta-
skólakennari, Stígur Guðmundsson bóndi á Steig í Mýrdal.
Þá var kjörinn fundarstjóri, Benedikt Blöndal, og fundarritari, Gunnar F.
Guðmundsson. Var síðan gengið til dagskrár.
Skýrsla stjórnar. Stjórn Sögufélags kom saman til fyrsta fundar síns á starfsár-
inu 7. júní og skipti þar með sér verkum eins og sagt er fyrir um í 3. gr. í lög-
um félagsins. Forseti var kjörinn Heimir Þorleifsson, ritari Sveinbjörn Rafns-
son og gjaldkeri Loftur Guttormsson. Aðrir í aðalstjórn á starfsárinu voru
Björn Bjarnason og Anna Agnarsdóttir. Anna fór til langdvala í Kanada í
september og gat ekki setið stjórnarfundi eftir það. í varastjórn voru Þórunn
Valdimarsdóttir og Magnús Þorkelsson.
Formlegir stjórnarfundir á starfsárinu voru tíu eins og árið áður auk nokk-
urra funda, sem einstakir stjórnarmenn sátu með aðilum utan stjórnar vegna
sérstakra viðfangsefna. Sem fyrr sátu varamenn alla stjórnarfundi og einnig
ritstjórar Sögu og Nýrrnr sögu. Ritstjórarnir voru Sigurður Ragnarsson og
Sölvi Sveinsson fyrir Sögu til áramóta, en þá lét Sölvi af störfum og við tók
Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Ragnheiður Mósesdóttir og Már Jónsson létu af
ritstjórn Nýrrar sögu síðastliðið haust og tók Gunnar Þór Bjarnason við því
starfi. Þá hefur verslunarstjóri félagsins, Ragnheiður Þorláksdóttir, setið alla
stjórnarfundi svo sem tíðkast hefur frá því að hún kom til starfa hjá félaginu.
Eins og árið á undan hvíldi dagleg starfsemi félagsins nær eingöngu á Ragn-
heiði og var aðeins fenginn annar starfsmaður á meðan hún var í sumarleyfi.
Starfsemi Sögufélags hefur á síðasta starfsári að mestu leyti beinst að því
að gefa út tímarit félagsins tvö og mátti nú heita að þau kæmu bæði út á þeim
tíma, sem Sögufélag telur réttan, Ný saga í maí og Saga í nóvember.
Ný saga var að þessu sinni um 100 lesmálssíður auk þó nokkurra auglýs-
ingasíðna. Voru í tí'maritinu fimm Iengri greinar auk afmælisgreinar um
frönsku stjórnarbyltinguna, viðtals við franska sagnfræðinginn Jacques Le
Goff o.fl. Að venju var reynt að gera efnið sem aðgengilegast með því að nota
18-SAGA