Saga - 1990, Page 277
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1990
275
sem ekki eiga alla eldri árganga Sögu upp á að eignast þá á mjög vægu verði
eða kr. 200 stk. Pá verður sérstakt afmælistilboð í gangi út þetta ár á fyrstu
fimm árgöngunum af Sögu með núverandi útliti, þ.e. 1984-88. Verður útbú-
inn sérstakur bókapakki með þessum fimm heftum og hann boðinn nýjum
félagsmönnum á 2500 krónur.
Fyrir utan tímaritin tvö kom aðeins eitt rit út á starfsárinu undir nafni
Sögufélags, en það var Ármannsbók, afmælisrit helgað Ármanni Snævarr,
fyrrverandi háskólarektor og hæstaréttardómara, í tilefni af sjötugsafmæli
hans 18. september 1989. Það voru tveir lögfræðingar úr hópi félagsmanna
Sögufélags, Benedikt Blöndal og Guðrún Erlendsdóttir, sem óskuðu eftir því
við félagið, að það stæði að útgáfu þessa rits. Var orðið við þeim tillmælum,
enda hafði Ármann Snævarr unnið gott starf fyrir félagið við útgáfu Lands-
yfirréttar- og hæstaréttardóma, sem nú er lokið. Lögfræðingarnir Benedikt
Blöndal, Guðrún Erlendsdóttir, Drífa Pálsdóttir og Gunnar G. Schram skip-
uðu ritnefnd Ármannsbókar en Helgi Sigurðsson var ritstjóri. Pau sáu um að
afla efnis, en hlutverk Sögufélags var að annast að mestu áskrifendasöfnun,
umsjón í prentsmiðju, prófarkalestur og dreifingu. í Ármannsbók eru 18
greinar um lögfræðileg og réttarsöguleg efni og er helmingur þeirra eftir
íslenska fræðimenn en helmingur eftir aðra norræna fræðimenn og eru
margir þeirra í hópi kunnustu lögfræðinga á Norðurlöndum. Forseti nefndi
sérstaklega þrjár greinar, sem höfða til áhugafólks um íslenska sagnfræði, en
það eru grein Baldurs Möllers „Um ættleiðingu að fornu og nýju", grein
Benedikts Blöndals „Eftir orðanna hijóðan", en hún fjallar um valdahlutföll
milli konungs eða forseta íslands annars vegar og hins vegar ráðherra, eins
og þau hafa birst í stjórnarskrá íslands, og grein Pórðar Björnssonar, sem
nefnist: „Um vígsakir á íslandi á 14. öld", en hún fjallar um vegendur, vegna
og orsakir víga á þessari líttkönnuðu öld íslandssögunnar.
Á fjöldamörgum aðalfundum Sögufélags hefur verið fjallað um væntan-
lega útgáfu á tslandssögu í einu bindi, sem kennd hefur verið við aðalhöfund-
inn, Björn Þorsteinsson. Fyrir einu ári var því lýst að þessi bók kæmi út síð-
astliðið haust, ef handirt yrði tilbúið nægilega snemma og fjárhagsgrundvöll-
ur þessarar útgáfu væri nægilega traustur. Hvorugt þessara atriða gekk upp
og þetta rit er ekki komi út enn. Nú er staðan sú, að verkið er í umbroti og
gæti þess vegna komið út snemma í haust, en þá þarf að huga að þeim
umdeilda virðisaukaskatti, sem leggst á bækur fram til 15. nóvember. Ljóst
er, að félagið mun taka á sig verulega skuldabyrði með þessari útgáfu og ríð-
ur á, að unnt verði að létta á henni sem fyrst eftir útkomu bókarinnar með
góðri sölu. Hún verður hins vegar varla mikil fyrr en eftir niðurfellingu virð-
isaukaskattsins, 15. nóvember. Stefnir því í það, að íslandssaga Sögufélags
komi út skömmu eftir þennan umrædda 15. nóvember 1990. í sambandi við
þessa útgáfu gat forseti þess að síðustu mánuði hefur mikið mætt á einum
stjórnarmanni Magnúsi Þorkelssyni, en hann hefur haft umsjón með verk-
inu í prentsmiðju. Þá hafa þeir Helgi Skúli Kjartansson og Gunnar F. Guð-
mundsson unnið við þetta verk. Fram kom hjá forseta, að Þjóðhátíðarsjóður
veitti félaginu góðan styrk til myndaöflunar í íslandssöguna og kann félagið
stjórn sjóðsins þakkir fyrir það.