Saga - 1990, Síða 279
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1990
277
ítarleg grein fyrir því verki á aðalfundi í fyrra og miðar því nokkuð áfram, en
stefnt var að Iokum þess árið 1991. Annað verk sem fjallað var um á aðal-
fundi í fyrra og gefnar vonir um að tækist að halda áfram var þriðja bindi af
ritröðinni Safni Sögufélags á þýddum ritum síðari alda um ísland og íslend-
inga, en þetta þriðja bindi verður íslandslýsing hins kunna danska sagnfræð-
ings og lögfræðings Peders Hansen Resens frá seinni hluta 17. aldar. Dr. Jakob
Benediktsson vinnur að þessari útgáfu og standa vonir til að hann geti lokið
sínum þætti, þ.e. að skrifa inngang og skýringar, á næstu mánuðum og yrði
þá væntanlega stutt í útgáfu á þessu merka riti.
Hinn 29. mars síðastliðinn verður að telja til merkisdaga í sögu íslenskra
fræða, því að þann dag komu út síðustu bindin í endurútgáfu á farðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns, sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn
hefur staðið fyrir síðustu tíu árin, en fyrsta bindið, um Rangárvallasýslu,
kom út árið 1980. Er nú allt jarðabókarefnið komið á prent hátt í 300 árum frá
því fyrstu hlutar þess voru settir á blað árið 1702. Framgangur verksins hefur
verið með þeim hætti að á árunum 1980-88 komu út ellefu bindi þessa verks
ljósprentuð og annaðist prentsmiðjan Oddi það verk. Nú á þessu ári komu
síðan út tvö síðustu bindin, prentuð á sama stað, og er annað með ýmsu
smælki sem féll til við jarðabókarvinnuna en hitt er með atriðisorðaskrá fyrir
öll bindin.
Þó að framtak (og góður fjárhagur) Fræðafélags hafi auðvitað ráðið úrslit-
um um að þetta mikla ritverk er nú aftur fáanlegt hefur hlutur Sögufélags
verið umtalsverður og hefur sá þáttur að mestu hvílt á Ragnheiði Þorláks-
dóttur. Má segja að hún hafi á sumum stigum verksins átt dagleg símtöl við
Pétur M. Jónasson í Kaupmannahöfn um framgang þess. Þáttur Sögufélags
hefur verið í því fólginn að annast samstarf við prentsmiðju, fræðimenn hér
heima sem unnið hafa að verkinu, kynningarstarfsemi og dreifingu og síðast
en ekki síst birgðahald, sem nú er auðvitað orðið umtalsvert. Fyllir Jarðabók-
in nú stærðar herbergi frá gólfi til lofts og með skápum á gólfi. Nú við lok
verksins þakkaði forseti fyrir hönd Sögufélags þeim fræðimönnum sem að
því hafa unnið og þá einkum síðustu tveimur bindunum. Fremstur í þeim
flokki er Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur, sem bjó 13. bindið með
fylgiskjölunum til prentunar og sá um gerð atriðisorðaskrárinnar í 12. bindi.
Honum til aðstoðar við tölvuvinnu voru þeir Eiríkur Rögnvaldsson og Vil-
hjálmur Sigurjónsson íslensku- og tölvufræðingar. Þá hefur Svavar Sig-
mundsson frá byrjun verksins verið Sögufélagi innan handar með margvís-
leg ráð í sambandi við verkið.
Forseti minnti á að verði á þessari endurprentun hefur verið mjög stillt í
hóf og kostar hún nú til félagsmanna aðeins 26.500 kr., öll 13 bindin í bandi.
Tólfta bindið eitt kostar 1000 kr. en hið þrettánda 3.500 kr. í lok skýrslunnar
um útgáfumálin vék forseti að öðrum verkefnum sem félagið hefur haft með
höndum:
Ég hef nú lokið við að segja frá þeim verkefnum Sögufélags, sem ein-
hver hreyfing var á á síðasta starfsári, en önnur verkefni, sem við
gjarnan hefðum viljað vinna að en gátum ekki vegna fjárskorts eða
annarra ástæðna eru Sýslu- og sóknalýsingar Dalasýslu og Skaftafells-