Saga - 1990, Side 285
HÖFUNDAR EFNIS
283
kennaraháskólann 1973-74. Doktorspróf frá HÍ 1990 fyrir rannsóknarverk-
efnið „Uppeldi og samfélag á íslandi á upplýsingaröld". Kennari við gagn-
fræðastigið í Reykjavík 1964-67. Kennari í sögu og félagsfræði við KÍ 1967-
71. Lektor í félagsfræði við KHÍ frá 1971, nú dósent. Rit: Mannkynssaga. Tutt-
ugasta öldin 1. 1914-45 (meðhöfundur; 1981). Bernska, ungdómur og uppeldi á
einveldisöld. Tilraun til félagslegrar og lýðfræðilegrar greiningar (1983). Ýmsar
ritgerðir um sagnfræðileg efni í tímaritum og safnritum, einkum á sviði
félagssögu. Þýðingar: P. Berger: lnngangur aö félagsfræði (1968). A. Mathiez:
Franska byltingin I—II (1972).
Lýður Björnsson, f. 1933. Stúdent frá MR 1954. BA próf (mannkynssaga,
landafræði) frá HÍ 1957. Próf í uppeldis- og sálarfræði frá Hl sama ár.
Cand.mag. próf í sagnfræði frá HÍ 1965. Kennari við Vogaskóla 1957-65,
Verslunarskóla íslands 1965-76, stundakennari síðan. Stundakennari við KÍ,
síðar KHÍ, 1967-76, lektor 1976-84, dósent 1984-88. Hefur síðan haft rann-
sóknir og ritstörf að aðalstarfi. Varaformaður Sagnfræðingafélags íslands
1972-74, formaður 1974-75. Rit: Skúli fógeti (1966), Hagræn landafræði (1969),
Saga sveitarstjórnar á íslandi I—II (1972 og 1979), Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbar-
áttu (1973), Bjöm ritstjóri (1977), Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttan (1981), Frá
samfélagsmyndun til sjálfstæðisbaráttu (1983), Grunnvíkingabók II (1989) og
Steypa lögð og steinsmíð rís. Safn til lðnsögu fslendinga (1990). Auk pess ýmsar rit-
gerðir í tímaritum og safnritum. Útgefandi: Kaupstaður í hálfa öld (1968), Bæjar-
stjórn í mótun (1971) og Kennimark kölska (1976).
Magnús Guðmundsson, f. 1952. Skjalavörður Háskóla Islands frá 1988. Rit: Ull
verður gull (1988). Sjá annars Sögu 1987, bls. 280.
Sigfús Haukur Andrésson, f. 1922. Stúdent (utanskóla) frá MA 1947. Nám í
sagnfræði og tungumálum við Hafnarháskóla, Sorbonne í París og HÍ frá
1948. Fyrrihlutapróf í sagnfræði frá Hafnarháskóla 1950. Próf í uppeldisfræði
frá HÍ 1954. Cand.mag. próf (saga aðalgrein) frá HÍ 1955. Kennari við Gagn-
fræðaskóla verknáms 1955-60. Stundaði sagnfræðirannsóknir í Khöfn 1960-
62 sem styrkþegi Vísindasjóðs. Skjalavörður í Þjóðskjalasafni frá 1963. Rit:
Þjóðskjalasafn íslands. Ágrip af sögu þess og yfirlil urn heimildasöfn þar (1979; 2.
útg. endurskoðuð 1982), Verzlunarsaga fslands 1774-1807. Upphaf fríhöndlunar
og almenna bænarskráin I—II (1988). Margar ritgerðir í tímaritum og safnritum.
Sveinbjörn Rafnsson, f. 1944. Stúdent frá MR 1964. Fil.kand. (sagnfræði og
fornleifafræði) frá háskólanum í Lundi 1968. Framhaldsnám í miðaldaforn-
leifafræði til 1969. Fil.lic í sagnfræði 1974 og fil.dr. í sagnfræði sama ár við
sama háskóla. Auk stundakennslu við HÍ frá 1974 styrkþegi við Stofnun
Árna Magnússonar 1976-80. Prófessor í sagnfræði við HÍ frá 1980. Formaður
fornleifanefndar frá 1990. Rit: Studier i Landnámabók. Kritiska bidrag till den
isldndska fristatstidens historia (doktorsrit, 1974), Skrift, skjöl og skjalasöftt. Ágrip
af skjalfræði (1980). Útgáfu- og ritstörf við: Frásögur um fornaldarleifar 1817-
1823 (1984), Skaftáreldar 1783-1784. Ritgerðir og heimildir (1984). Ýmsargreinar