Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 3
óníum ogi til að auka við f jölbreytni hljómleikanna var Brynjólf- ur oft og tíðum beðinn um að flytja einleik á hljóðfærið. Þetta þótti ágætlega af hendi leyst og var Brynjólfur á þeim árum talinn bera af öllum er fengust við að spila á slík hljóðfæri. Árið 1897 veitti Alþing Islendinga Brynjólfi styrk til utanfarar í þeim tilgangi, að hann notaði hann sér til framhaldsmenntun- ar í tónlist. Brynjólfur fór utan 1898 og verður orgelnemandi hjá pró- fessor Nebelong og hl)ómfræði lærði hann hjá P. Rasmussen. Báðir þessir kennarar Brynjólfs voru mikilsmetnir tónlistar- menn um síðustu aldamót í Kaupm.höfn — 1901 var Brynjólf- ur ráðinn söngkennari við Lærðaskólann i Reykjavík og við frá- fall Jónasar tónskálds Helgasonar Dómorganista 1903 var Brynjólfi falin organistastaðan við Dómkirkjuna og jafnframt bar honum að kenna organistaefnum þjóðkirkjunnar organleik og guðfræðinemum tón. Á næsta áratug hér frá vinnur Brynj- clfur með ofurkappi að velferð og vexti allra tónlistarmála Höf- uðstaðarins. Hann stofnar söngfélög, samkóra og karlakóra, og flytur með þeim meiriháttar tónverk. Við konungskomuna til Reykjavíkur 1907 stýrði Brynjólfur stærstu söngsveit — blönd- uðum kór — sem þá hafði sést á íslenskri grund og fékk það eitt að launum að vera talinn frábær söngstjóri. — Síðla ársins 1912 segir Brynjólfur Þorláksson öllum sínum fjölþættu ión- listarstörfum lausum og 1913 fer hann vestur um haf — til Vesturheims. — Þar dvelur Brynjólfur samfleytt í tuttugu ár einkum i Winnipeg. Samtímis þvi sem hann gerist Vesturislend- ingur byrjar hann að vinna með fullum krafti að uppbyggingu margs konar tónlistarþátta meðal landa sinna í Winnipeg. Hann stofnaði söngsveitir og stýrði þeim, kenndi söng og hljóðfæra- leik í einkatímum. Talið er, að Brynjólfur hafi vakið til lífs fjörutíu söngfélög í Islendingabyggðum vestanhafs ogi hvarvetna notið einróma álits og virðingar fyrir tónlistarstörfin. — Árið 1933 kemur Brynjólfur Þorláksson heim til fósturjarðar sinnar, og er þar með alfarinn frá Vesturheimi og settist hér að 66 ára að aldri. Á þessu aldurskeiði Brynjólfs byrjar hinn þriðji og síðasti kapi- tuli ævistarfs þessa ágæta listamanns i tónlistinni. Til Reykja- víkur kemur hann lúinn og farinn að kröftum með létta pyngju ORGANISTABLABIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.