Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 7
VIÐHALD ORGELA Organleikur er ung listgrein á Islandi. — Upp úr 1920 kom fyrsti lærði íslenski organistinn fram á sjónarsviðið, dr. Páll Isólfsson, og var hann lengi vel einn að störfum sem slíkur. Upp úr 1930 fóru fáeinir nemendur hans að starfa við helstu kirkjurnar, en það var eftir 1950 að hópur organista var orð- inn það stór að fært þótti að mynda stéttarfélag og F.Í.O. var stofnað árið 1951 með 12 stofnfélögum. — Fáir lærðir organist- ar hafa bætst í hópinn síðan og mun ástæðan vera helst sú, að starfið þykir ekki lífvænlegt. Þó hafa all mörg orgel verið keypt í kirkjur landsins og munu þau nú vera milli 30 og 40. Flest eru þessi orgel litil, enda söfnuðir fámennir og kirkjur litlar en orgelin hins vegar dýr. Fáir organistar hérlendir hafa lært meðferð og umönnun hljóðfæranna þótt allmargir hafi lært að leika á þau. 1 tónlistarskólum erlendis er orgelvarsla sérstök námsgrein og sums staðar svo viðamikil að orgelnemendur hafa að námi loknu getað smiðað sjálfir lítil orgel með góðum árangri. Ástand orgela í kirkjum landsins er víða mjög slæmt enda fáir til eftirlits og viðgerða og enginn fulllærður orgelsmiður til i landinu. Viðgerðir og viðhald byggist á því að hingað komi erlendir fagmenn og yfirfari orgelin en það er kostnaðarsamt og stopult. Reynt hefur verið að fá erlenda orgelsmiði til að setjast hér að, en ekki tekist, þeim þykja vinnuskilyrði ekki nógu góð. Margt mætti laga ef organistar og sóknarnefndir hefðu betri skilning og einhverja undirstöðuþekkingu á hljóð- færum sínum. Orgel i góðri vörslu á að geta enst í 100—300 ár. Slit er ekki teljandi nema hjá þunghentum og þungstígum org- anistum, en þeir eru til þó lærðir séu og ef viðvaningar eða „óviðkomandi" fá að skarka á hljóðfærin, og dæmi eru um að ófaglærðir „viðgerðarmenn" hafi skemmt pípur við stillingar án réttra tækja (stillihorn o. fl.). Það er nauðsynlegt að góðir fagmenn annist stillingar og viðgerðir og fúskarar komi þar ekki nærri. Þá má minna á að nauðsynlegt er að láta fagmann hreinsa og yfirfara allt orgelið á 15—20 ára ára fresti. — Mestan skaða gerir þurrkur og mishitun i kirkjunum. Rakastig i kirkju ORGANISTABLAÐIB 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.