Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 45

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 45
Myndir þessar veita ekki aðeins vitneskju um þá menningu, sem ríkti hjá hinum kristnu, heldur og list frumkristninnar. Nýársdagur 1978 rann upp. Klukkan 10 árdegis átti páfinn, sem þá var Páll 6. að flytja messu i Maríukirkjunni í Rómaborg, svo að ekki var um annað að gera en að rísa snemma úr rekkju. Hér var um einstakt tækifæri að ræða, sem ekki mátti láta ganga sér úr greipum. Búist var við miklum mannfjölda, enda var kirkjan sneisafull og mikill fjöldi utan dyra. Fyrir velvilja fulltrúa páfa var kór Akranesskirkju boðið að syngja í kirkj- unni hálftima áður en sjálf messan hæfist. Þetta var mikill he.ður fyrir kór og söngstjóra, sem uppfylltu ströngustu vonir og kröfur manna. Klukkan var nær tíu og nú var eitthvað að gerast. Inn kemur páfi borinn í sæti sínu. Sérstök fagnaðar- alda fór um hina stóru kirkju. Þar var stappað, klappað, hrópað, papa, papa, og páfinn brosti og veifaði til mannfjöldans og fagn- aðarlátum ætlaði aldrei að linna. Síðan fór messan fram að hætti kaþólskra. Eina langa ferð fóru ferðafélagarnir eða alla leið til Sorrento, en þar úti fyrir er klettaeyjan fagra, Kapri. Á þeirri leið er farið um Napoli framhjá Vesúviusi og sem leið liggur suður skagann, fögur og tilkomumikil leið. Pompei, hver kannast ekki við þá raunasögu, þegar lif þeirrar borgar slokknaði allt í einu og hún huldist ösku og vikri árið 79 e.Kr. Rústirnar, sem hafa verið grafnar upp tala sinu þögla máli, það er líkt og gengnar slóðir verði þar raktar. Þarna bjó bakarinn, þarna hljóp sendi- boðinn, þarna var bankinn, þarna voru hestarnir tjóðraðir við hestasteinana meðan lnisbændur þeirra fóru á krána eða i bað- húsin. Af mörgu má sjá, að tækni hefur verið all þróuð. Og enn gnæfir ógnvaldurinn, Vesúvius yfir og getur hvenær sem er valdið slikri tortímingu. En það er ekki okkar að vita tíma eða tíðir og ítalinn hreiðrar enn um sig í liliðum eldfjallsins. Já, Italia skilur eftir sig margar minningar og við erum hálfn- uð heim. Á Pleathrow flugvelli býður íslenska flugvélin og skilar okkur heim til ættlandsins og einhver segir, heima er best. Magnús GúSjónsson. ORGANISTABLAÐIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.