Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 30
hefur Jón starfað og verið söngstjóri. Með störfum sínum að söngmálum hér í héraði hefur Jón Björnsson verið frumherji og forystumaður að heilbrigðu og mannbætandi félags- og menn- ingarlífi og eigum við Skagfirðingar honum stóra skuld að gjalda. Jón hefur samið mikinn fjölda tónsmíða og eru mörg söng- laga hans þjóðkunn. Mörg eru lög Jóns fögur og skemmtilega sönghæf. Á seinustu misserum hafa komið út a. m. k. þrjú hefti með lögum Jóns. Er þar að finna einsöngslög, lög fyrir karla- kóra og blandaða kóra. Ég á Jóni frá Hafsteinsstöðum margt og mikið að þakka. Hann hefur verið organisti í tveimur kirkjum mínum alla prestsskap- artið mina og samstarf okkar verið með ágætum. — Engum mönnum eigum við prestarnir fremur þakkir að gjalda en org- anistunum okkar og mikils virði er mér vinátta Jóns. Ég gladd- ist þegar honum voru úthlutuð listamannalaun, vel átti hann þau skilið, og bágt átti ég að skilja, hvers vegna þau voru af honum tekin í ár. Er hann slikur skilningur úthlutunarmanna á merkum menningarstörfum, sem unnin eru í strjálbýlinu, og fyrir okkur, sem þar lifum, og þar viljum vera? En hvað um það. Jón Björnsson lifir án þessarar viðurkenningar frá þeim þar syðra, og ég bið honum blessunar í bráð og lengd. Gunnar Gíslason. Hljóðfterameistarinn frægi, Joh. Seb. Bach, var einhvern sunnudag á ferð í Altenburg, þar sem Krebs, gamall lærisveinn hans var organleikari. Bach var að reika úti skammt frá kirkjunni og sá að fólkið var að streyma þangað, og kom honum þá til hugar að fara til kirkj- unnar líka og heyra einu sinni hvern- ig Krebs spilaði, en vildi þó ekki láta bera á sér; fór hann því inn í mannþröngina og tók sér sæti utar- lega i kirkjunni og hélt að þar mundi enginn taka eftir sér. En Krebs þekkti hann fljótt og þótti ánægja mikil að sjá þar kennara sinn. Eftir örlitla stund settist hann við orgelið og lék á það „fúgu" fléttaða saman af nafn- inu Bach. Að snarræði þessu dáðist Bach og sagði síðan: ,,í læknum min- um er ekki fiskakyn; þar hef ég fund- ið einn einasta krabba." Bach = lækur; Krebs = krabbi. Hljómlistin 1913. 30 ORGANISTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.