Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 50

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 50
THORALD JERICHAU: UM ERLEND ORGEL Eítirfarandi grein birtist í dönsku tónlistarblaði árið 1888. Hef ég undirrit- aður tekið mér fyrir hendur að þýða grein þessa, ef það mætti verða til gagns og gamans fyrir einhverja. Ég fæ ekki betur séð en lýsing sú er fram kemur á orgelum eigi alveg við orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík, enda byggt af Sauer verksmiðjunni 1926. Höfundur þessarar greinar er Thorald Jerichau danskur organisti og tón- skáld fæddur 1. nóv. 1848 og dáinn 24. des 1909. Hann var við tónlistarnám í Dresden og hjá Matthison-Hansen, Thorald Jeriehau var organisti í Assens á Fjóni og Horsens á Jótlandi og í Baitimore, Bandaríkjunum. — Hann hélt konserta í Austur-Indfum, Danmörku, Þýska- landi og í Bandaríkjunum. — Tónverk eftir hann er m. a. „Et Jule-Festspil". Ritverk eftir hann er „Tillaga um endurbætur á nótnaskriftinni" (þriggja linu kerf ið). Á hljómleikaferðum mínum meðal þýskra í byrjun vetrar, fékk ég til afnota þau bestu orgel, sem völ var á. 1 Berlín valdi ég orgelið í „Netie Kirche" (Deutscher Dom), vegna þess að það var besta orgelið, sem ég hafði séð og það hafði nýjan „mekan- isma", sem ég vildi mjög gjarna kynnast nánar. Kosturinn við það er svo augljós að það ætti að vera áhugamál sérhvers orgel- vinar að heyra um það. Eins og kunnugt er krefst þessi nýtískulegi organleikur allt öðruvísi og margbreytilegri notkunar registreringar (þ e. breyt- ingar á mismunandi hljómbrigðum, sem koma fram við það að maður opnar eða lokar fyrir útdragarana eða registrin). Gamli orgelleikurinn krefst ekki mikilla registurbreytinga, en við það verður stíllinn stirður og einhliða, en einmitt á sinn hátt stórfenglegur og tilkomumikill. Til samanburðar má segja að hinn nýtiskulegi organleikur nálgist eiginleika hljómsveitar, og fullkomleiki þess er undir því kominn hve æfður og leikinn organistinn er i að registrera og einnig í því hve auðvelt og þægilegt er að registrera orgelið. Við þau orgel, sem við eigum að venjast eru erfiðleikar sam- fara því að registrera, því það verður að flytja aðra hendina af hljómborðinu á meðan, eftir þörfum. 50 ORGANISTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.