Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 55

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 55
Forðum tíð 3. UM SÖNGKENNSLU TIL SVEITA Eftir séra Eyjólj K. Eyjóifsson á Staðarbakka. Nú á hinum síðari árum hefur töluvert verið rætt um alþýðu- menntun bæði í dagblöðum og víðar, og ekki verður því heldur neitað, að allmikið hefur verið gert til þess að mennta alþýðu, og þótt þetta sé ekki i eins góðu lagi og það ætti að vera og gæti verið, þá er hér þó um verulegar framfarir að ræða. En það er ein lærdómsgrein, sem verulega hefur orðið út undan bæði i oroi og á borði, og það er söngurinn, einkanlega til sveita. Að visu hefur hr. Jónas Helgason lagt góðan grundvöll til þessa máls og nokkrir fleiri hafa styrkt að því, að opna mönnum aðgang til sönglistarinnar. Þó eru þau byggðarlög allmörg á landinu, að þau eiga engan söngfróðan mann, hvað þá heldur, að almenningur kunni söng. Um verulega söngkennslu til sveita er alls ekki að ræða, þar sem ég þekki til. Söngurinn er þó sann- arlega bæði skemmtandi og siðbœtandi, ef hann er rétt um liönd hafður, svo i þessu máli er mikil nauðsyn á framförum. Söng- urinn er eins og aðrar námsgreinar, að því leyti, að hann lær- ist ekki án kennslu. Þegar vér hugsum til þess, hve lítið er kennt í söng, þá þarf oss ekki að furða á því, þótt kirkjusöngur fari viða í litlu lagi og sé mjög ófullkominn og áhrifalítill. Sumstaðar, þar sem orgel hafa komið í kirkjur, eru að eins Örfáir, sem geta sungiö með, og þeir sem syngja, sjmgja vana- lega allir sömu rödd; og víða drottnar sá ósiður, að kvenfólk syngur alls ekki í kirkjum, þótt það geti. Sumstaðar, þar sem orgel hafa verið keypt handa kirkjum, er áhugaleysi safnað- anna svo mikið, að þeir láta orgelin standa ónotuð árum saman, svo kirkjurnar eru engu byrgari með söng, en þótt ekkert orgel væri. Á fjöldamörgum heimilum er aldrei tekið lagið svo árum skiptir, og söngur til húslestra mun allvíða gersamlega lagður niður. Helzta ráðið til þess að bæta úr söngvankunnáttu sveitamanna, alít ég að sé, að stofna sérstaka söngskóla handa unglingum. ORGANISTAltLAÐIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.