Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 41

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 41
ÍSRAEL—ITALÍA FERÐ KIRKJUKÖRS AKRANESS Jól í Landinu helga. I huga kristins manns er það aðeins eitt Gyðingaland, sem í dag nefnist Israel. Flestir íslendingar hafa einhvern tíma ævinnar látið sig dreyma um þetta land og hversu gaman væri að koma þangað, þó ekki væri nema einu sinni á ævinni. Fram eftir öldum voru þeir sárafáir, sem gátu látið þann draum rætast, landið langt undan, dýr og erfið ferðalög. En nú er öldin önnur en þegar Björn Jórsalafari gerði sina frægu reisu. Nú er flestum hindr- unum úr vegi rutt, svo er rétt snertispölur að bregða sér þangað. Þetta sólbrennda land í suðri er ekki lengur fjarlægur draum- ur heldur veruleiki. Og nú eru þeir orðnir margir Jórsalafar- arnir frá Islandi. Meðal þeirra erum við, sem lentum á Ben- Guríon flugvellinum snemma morguns 22. des. 1977 í miklu þrumuveðri og einu því mesta skýfalli, sem ég man eftir, það var rétt eins og allar flóðgáttir himinsins opnuðust. Hér var kominn kirkjukór Akraness með söngstjóra sinn Hauk Guð- laugsson, söngmálastjóra í fararbroddi. Ennfremur nokkrir til uppfyllingar, þar á meðal læknir, sem sa um líkamlega vellíðan hópsins og þrir geistlegir, sem eflaust áttu að gæta andlegrar velferðar ferðalanganna og tókst vonum betur, enda hermenn á hverju strái. Sérstök tilfinning er að vera i Landinu helga um jólin. Þá verða allir staðirnir, sem við sáum á glansmyndum i skini jóla- Ijósanna heima á gamla Fróni að veruleika. Betlehem, fæðingar- kirkjan, hellirinn, þar sem fjárhirðarnir dvöldust þessa örlaga- þrungnu nótt, þarna á völlunum hljómaði í fyrsta sinni fagn- aðarboðskapurinn mikli: „Verið óhræddir, þvi sjá ég boða yð- ur mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Daviðs." Hirðarnir fóru til borgar Davíðs, Betlehem, fundu allt eins og engillinn hafði sagt þeim. ORGANISTABLAÐIB 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.