Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 62

Organistablaðið - 02.12.1978, Blaðsíða 62
Kirkjukór Hólancskirkju 25 ára, 1978. Fréttir úr Húnaþingi. Kirkjukór Hólaneskirkju 25 ára. Þann 20 apríl (sumardaginn íyrsta) 1978 minntist Kirkjukór Hólanes- kirkju 25 ára afmælis sins með af- mælishófi í Fellsborg á Skagaströnd, að viðstöddum kórfélögum, styrktar- félögum og gestum. Veislustjóri var núverandi formaður kórsins Sævar Bjarnason. Undir borðum voru fluttar ræður og voru ræðumenn þeir. sr. Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur og Björgvin Jónsson, er flutti kveðjuræðu, en hann og kona hans frú Þorgerður Guðmundsdóttir eru að flytja til Ak- ureyrar, en þau voru félagar í Kirkju- kór Hólaneskirkju. Kirkjukór Hólaneskirkju var stofn- aður 20. apríl 1953 af Kjartani Jóhann- essyni söngkennara frá Stóra-Núpi í Árnessýslu, en hann var fenginn til þess að þjálfa kórinn. Fyrsta stjórn kórsins var þannig skipuð: Sigríður Helgadóttir formaður, Ingibjörg Sæ- mundsdóttir varaform., Jón Kristins- son ritari og Guðmundur Kr. Guðna- son gjaldkeri. Organleikari og söng- stjóri var Páll Jónsson skólastjóri, en hann lét af störfum árið 1965. Á þessu 25 ára tímabili hefur kórinn sungið við guðsþjónustur og aðrar kirkjuleg- ar athafnir, og hefur auk þess sungið við fermingar í nágrannakirkjunum á Höskuldsstöðum og Hofi, tekið þátt í kirkjukóramóti á Blönduósi 1963 og Þjóðhátiðarkór í Kirkjuhvammi 1974. í afmælishófinu söng kórinn nokk- ur lög undir stjórn Kristjáns A. Hjart- arssonar organleikara og söngstjóra. Þá söng karlakvartett við undirleik Steinunnar Berndsen sem er efnileg- ur og upprennandi píanóleikari. — Kvartettinn skipa þessir menn, Sig- urður Bjarnason, Sævar Bjarnason, Sigmar Jóhannesson og Einar S. Helgason. Þá heiðraði kórinn eftir- 62 ORGANISTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.