Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 4

Organistablaðið - 02.12.1978, Síða 4
sér til lífsafkomu en vel hress i anda. Hann hafði ævinlega gleymt, svo sem marga he'fur hent, að spyrja fyrirfram um launin fyrir þetta og allt hitt. Hundraðfaldar vinnustundir hurfu út í tómið án greiðslu í fjármunum en gleði og varanlega hamingju fékk Brynjólfur vel mælda þá hann sannfærðist um frábæran árangur í starfi og eldtrausta tryggð og vináttu allra hinna mörgu sísyngjandi vina og félaga til allra átta Vestanhafs. Síðla sumars 1933 hittumst við Brynjólfur Þorláksson í fyrsta sinn. Skólanefnd grunnskóla Reykjavíkurborgar réði Brynjólf til barnaskólanna að nokkru leyti sem söngkennara en öllu frem- ur sem umsjónarkennara með námsefninu. — Okkur Brynjólfi varð tíðrætt um tónlistarmálin og rikjandi kennsluhætti í grunn- skólunum enda ofur eðlilegt þar sem ég var annar af tveim er bar ábyrgð á kennslugmninni við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Ég minnist enn margra viðræðufunda með Brynjólfi en eink- um þeirra er hann með frábærri snilld við hljóðfærið lét mig njóta hæfni sinnar ásamt meðfæddum eiginleikum til unaðs- ltgrar útfærslu tónverka. Innsta köllun hans var að skila kjarn- anum ómenguoum til hlustendanna, hann kunni ráð til þess að láta perlurnar að baki tónstefjunum leiftra frá hljóðfærinu. — Brynjólfur gerði miskunnarlausar ltröfur til sjálfs sín varðandi allan tónlistarflutning enda ógleymanlegur öllum, sem áttu þess kost að njóta hans í tónlistinni. Brynjólfur Þorláksson safnaði mörgum sígildum tónverkum og gaf þau út í tveim heftum undir nafninu Organtónar. Þessi hefti urðu mjög vinsæl og eru enn. Þau munu vera til á flest- um heimilum landsins, þar sem hljóðfæri eru og tónlist iðkuð. ■— Söngvasafnið Svanurinn gaf Brynjólfur út 1906 og um líkt leyti forleiki og sorgarlög undir nafninu Harmonía. Einnig þetta tillegg Brynjólfs til tónbókmenntanna var ágætlega þegið af tórdistarmönnum landsins en fyrst og fremst af organistum þjóðkirkjunnar. Líklegt er, að Brynjólfur hafi haft þessa stétt þjóðfélagsins í huga, þá hann hratt þessari bókaútgáfu af stað —■ Harmónía, þrjátiu prelúdíur og sorgarslagir — með hjálp bókaútgefandans Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavik. — Vest- anhafs handskrifaði Brynjólfur á stensla nokkurt safn af karla- kórslögum er hann tileinkaði Karlakór Vcsturíslendinga í Winnipeg, en þann kór stofnaði Brynjólfur og stýrði árum sam- 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.