Organistablaðið - 02.12.1978, Page 11

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 11
maður þeirrar starfsemi, sem nefnd var Musica Sacra, en það voru kirkjuhljómleikar, sem haldnir voru á vegum F.l.O. um árabil. Auk þess var Sigurður aðstoðarmaður Páls bróður síns, þegar á þurfti að halda og því var við komið. Sigurður lék einnig við þær guðsþjónustur sem frjálslyndi söfnuðurinn hélt á meðan hann var til húsa í Fríkirkjunni. Sigurður hefur unnið mikið og heillaríkt starf fyrir söfnuð sinn. Hann hefur af trúmennsku og alúð sinnt starfi öll þessi ár og e'nnþá situr hann við Sauer orgelið sitt í Frikirkjunni og laðar fram fallega tóna og stýrir söng Guði til dýrðar. Við sem stöndum að þessu blaði hyllum þennan starfsbróður okkar og félaga á þessum tímamótum og flytjum honum og hans ágætu konu Rósamundu Ingimarsdóttur hugheilar óskir um bjarta framtíð. Gústaf Jóhannesson. FRÁ STJÓRN F.l.O. Eins og getið er um annars staðar í blaðinu, var samþykkt all- mikil hækkun áskriftargjalds Organistablaðsins á síðasta aðal- fundi F.l.O. Gjaldið verður nú 2500 kr. fyrir árganginn. Á undanförnum árum hefur gjaldið verið afar lágt og dugði nú ekki lengur fyrir burðargjöldum, umslögum og gíróseðli fyrir sjálfu sér. Af þessum sökum aðallega, hefur ekkert blað komið út í ár, fyrr en nú, að gefið er út 1. til 3. tölublað í einu lagi, enda þrefalt stærra en venjulegt blað. Þeim sem að útgáfu Organistablaðsins standa þykir það nokk- uð ljóst, að sá hópur fólks, sem kaupir það, sé meira en viljugur til að styrkja útgáfuna með þessum hætti ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.