Organistablaðið - 02.12.1978, Page 29

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 29
JÓN BJÖRNSSON organisti jrá HafsteinsstöSuni 7 5 Á R A Þann 23. febrúar síðastliðinn varð Jón Björnsson, organisti og tónskáld frá Hafsteinsstöðum 75 ára. Fáir munu þeir menn i þjóðfélagi okkar, sem lengur liafa gegnt organistastörfum en Jón Björnsson, því að nær samfellt frá árinu 1922 hefur hann rækt þetta starf, lengst við Glaumbæjarkirkju, þá við Reyni- staðarkirkju og nú sex seinustu árin einnig við Sauðárkróks- kirkju, og enn er Jón organisti við kirkjur þessar allar og verð- ur vonandi um sinn. Þá leikur hann einnig við kirkjulegar at- hafnir í Hvamms- og Iíetukirkjum. Jón frá Hafsteinsstöðum hefur alla tíð verið mikill áhuga- og athafnamaður. Hann var í áratugi í hópi dugmestu bænda Skaga- fjarðar, en drjúgan og ef til vill drýgstan hlut í eðli hans, lífi og starfi hefur tónlistin átt. Hann stundaði ungur maður söng- nám hjá sr. Geir Sæmundssyni vigslubiskupi á Akureyri og nam organleik hjá Sigurgeir Jónssyni, organista á Akureyri, og þó að þessi námstími væri ekki langur, þá notaðist hann Jóni vel og með mikilli vinsemd og virðingu minnist hann þessara merku kennara sinna. Auk starfa sinna við ofannefndar kirkjur var Jón forystumaður í öðru tónlistarstarfi hér í héraði. 1 ára- tugi var hann söngstjóri Karlakórsins Heimis og fátt hélt því tnerka söngfélagi betur saman en eldlegur áhugi Jóns og eftirT minnilegur dugnaður og skyldurækni, og i fleirum söngfélögum ORGANISTABI.AÐIB 29

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.