Organistablaðið - 02.12.1978, Page 43

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 43
völdu þjóð. Hún verður ekki greidd á annan hátt, en segja henni frá frelsaranum, sem fæddist á jólanóttina suður í Betlehem, þá frekar litlum bæ, eða eins og spámaðurinn segir: „Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal Drottnari i Israel“. Spádómur um Jesúm Krist. Nú er Betlehem vaxandi bær og fagur. Myrkur suðursins skellur á, en ljósadýrðin mikil og fögur. Hugir flestra hafa eflaust verið óralangt í burtu hjá þeim, sem voru nú að halda jólin hátíðleg heima. Jóladagur rann upp. Síðla þess dags voru ferðalangarnir á göngu á öngstrætum fyrir innan múra Jerúsalemsborgar. Marg- ar verslanir voru opnar, en kristnir héldu þó daginn hátiðlegan. Ferðin beindist að hluta um Via dolorosa, þjáningaleiðina í átt til evangelisk lúthersku kirkjunnar, en hún er all nærri Grafarkirkjunni. Nú var að renna upp sögulega séð stór stund. Fyrsta alíslenska guðsþjónustan i Landinu helga var að héfjast. Guðsþjónustuna önnuðust prestarnir þrír og ekki skorti söng- kraftana, bæði kórsins og annarra, sem sungu sína þekktu jóla- sálma af mikilli gleði. Einnig fór fram fyrsta alíslenska hjóna- vígslan í Landinu helga, síra Björn Jónsson, sóknarprestur á Akranesi framkvæmdi hana. Ég ímynda mér, að þeir sem voru í kirkju gleymi þeirri stundu seint. Að kvöldi þessa dags voru hljómleikar í Þjóðleikhúsinu í Jerú- salem. Það hús er kapituli út af fyrir sig, einstaklega falleg bygging, sem vissulega ber vott um mikla snilli Gyðinga, ytra sem innra. — Þarna komu fram margir kórar og hljómsveitir. En ég held, að enginn hafi átt hug og hjarta eins og íslenski kórinn og einsöngvarar hans, þó að hann gæti ekki lokið að öllu við söngskrá sina vegna fagnaðarláta, ekki síst kom það fram, þegar sungið var hið undurfallega þjóðlag Israelsmanna: Hevenu shalom alechem. Við óskum ykkur öllum friðar. Kannske friðarumleitanir Sadats og Begins hafi átt einhvern þátt i þessu Hvað um það. Þessir hljómleikar gleymast seint. Tónlistar- kempa Gyðinga herra Propes, sem lést skömmu síðar lét þau orð falla að tjaldabaki við söngstjórann: „Aðalatriðið er ekki að syngja mikið, heldur vel.“ Þessi orð rættust bókstaflega. En ferðin var meira en hljómleikar, þó að mér verði eðlilega nokkuð tíðrætt um þá í þessu blaði. ORGANIS'I'ABKAÐIÐ 43

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.