Organistablaðið - 02.12.1978, Page 46

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 46
JÓHANNA VIGFÍJSDÓTTIR 50 ÁRA STARFS AFMÆLI Hinn 25. febrúar sl. voru liðin 50 ár frá því að frú Jóhanna Vigfúsdóttir, Munaðarhóli, Hellissandi, var ráðin organisti að Ingjaldshólskirkju, Snæfellsnesi, þá sextán ára að aldri. Til undirbúnings þeim starfa hafði hún notið nokkurra mánaða kennslu Sigfúsar Einarssonar dómorganista í Reykjavík. Lík- lega þætti sú kennsla, sem henni var veitt ekki löng nú á tímum siaukinnar tónlistarfræðslu, né aldur hennar hár, sem þarna var falið að takast á hendur sú mikla ábyrgð, sem störf organ- istans er. En þeim, sem þekkja til bernskuheimilis hennar að Gimli, Hellissandi, mun ljóst, að þar hafði verið lagður öruggur grunnur að því starfi. Bæði voru foreldrarnir söngelsk og hljóð- færaleikur og söngur í hávegum hafður á heimili þeirra og tíð- um fundu vinir og grannar sér tilefni til samsöngs þar, sem barnahópurinn stóri að Gimli tók heilshugar þátt í, ekki síst elsta dóttirin, Jóhanna. Vigfús Jónsson, faðir hennar, var og stoð og stytta kirkjukórsins að Ingjaldshóli á uppvaxtarárum hennar, en hann stóð á sönglofti í fulla hálfa öld. Ganga í guðs- hús á helgum og hátiðum var börnunum frá Gimli því sjálf- sögð og ekki voru þau há í lofti er þau voru orðin kirkjuvön vel. Það lið, sem kirkjusöngur víða i sóknum hefur síðan átt að 46 ORGANISTABLAÐIÐ i

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.