Morgunblaðið - 30.12.2009, Qupperneq 52
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*+,*
*--,.
)*-,**
*.,*..
*),/00
)0,..)
)*),10
),1/.+
)2/,*+
)3-,./
456
4 *2" 5 *--2
)*+,
*--,3
)*-,+
*.,1)
*),0.
)0,.2
)*),0
),1/3
)2/,3
)3-,2
*11,3++
%
78 )*+,3
*-),13
)*-,2*
*.,13/
*),3-+
)0,+.1
)**,-+
),10*+
)20,.)
)3),./
Heitast -2°C | Kaldast -16°C
N 8-13 og él eða snjó-
koma N- og NA-lands,
en léttskýjað að mestu
annars staðar. Kaldast í
innsveitum nyrðra. » 10
Samdráttur í sölu
á íslenskri tónlist
virðist ekki ætla að
verða eins harkaleg-
ur og menn óttuðust
í haust. »43
TÓNLIST»
Ekki svo
harkalegur
NETIл
Twitter og Facebook uxu
gríðarlega á árinu. »49
Saga fyrirtækja sem
sameinuð voru í
Orkuveitu Reykja-
víkur fyrir áratug er
rakin í þremur veg-
legum ritum. »43
BÆKUR»
Orka í þrem-
ur ritum
FÓLK»
Hverjir eru Íslandsvinir
ársins? »45
KVIKMYNDIR»
Avatar færir Fox gríðar-
legar tekjur. »45
Menning
VEÐUR»
1. Barn datt á milli hæða
2. Myndin ekki af Kennedy
3. Tiger og Rachel saman um jólin
4. Van der Sar við sjúkrabeð …
Íslenska krónan styrktist um 0,3%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Hann lætur ekki
deigan síga hann
Helgi Daní-
elsson, sem Kven-
félagið Baugur í
Grímsey kaus fyrir
nokkru Gríms-
eying númer eitt.
Nú hefur Helgi í annað sinn gefið út
dagatal og á því er að finna ljós-
myndir af gömlum bæjum í eyjunni
fögru við heimskautsbaug. Allur
ágóði verður notaður til að efla Ljós-
myndasafn Grímseyjar. Vefurinn
ljosmyndir.grimsey.is hefur ekki
verið opnaður formlega en nú þegar
er hægt að skoða þar fjölda mynda.
ÚTGÁFUSTARFSEMI
Ágóði af dagatali kemur
Grímseyingum til góða
Árið 2010 hefst
með látum en X-ið
977 stendur fyrir
tónleikum í Af-
leggjararöð sinni á
Sódómu Reykjavík
1. janúar. Þar
verða drengirnir í
Ensími, með Hrafn Thoroddsen í
broddi fylkingar, helsta númerið en
þeim til halds og trausts verða Cliff
Clavin og Cosmic Call. Hin goð-
sagnakennda Ensími lék af plötu
sinni Kafbátamúsík fyrir fullu húsi á
NASA í sumar og komust þá færri
að en vildu. Miðasala er hafin á
midi.is og er miðaverð 1.800 kr.
TÓNLIST
Árið 2010 byrjar með góðu
og klassísku rokki
„Það er allt við
það sama, og ég
get alveg eins
reiknað með því að
verða þrjá mánuði
til viðbótar að jafna
mig alveg,“ sagði
Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir, landsliðskona í
knattspyrnu og leikmaður Djur-
gården í Svíþjóð, við Morgunblaðið í
gær. Hún er enn að jafna sig af höf-
uðhögginu sem hún fékk í leik Ís-
lands og Frakklands í úrslitakeppni
EM í Finnlandi í lok ágúst. Guðrún
hefur verið frá æfingum og keppni
síðan í september.
FÓTBOLTI
Guðrún er enn að jafna sig
eftir höfuðhöggið á EM
,,ÉG er hrikalega ánægður og stolt-
ur og ég lít á þetta val sem mikla við-
urkenningu. Það er draumur allra að
vera valinn í landsliðið,“ sagði Ólafur
Guðmundsson við Morgunblaðið í
gær en hinn 19 ára gamli leikmaður
FH er eini nýliðinn í 17 manna æf-
ingahópi íslenska landsliðsins fyrir
Evrópumótið sem fram fer í Aust-
urríki í janúar á næsta ári.
Spurður hvort hann hefði átt von
á því að verða valinn sagði Ólafur:
,,Það væri mikill hroki að segja að ég
hefði átt von á þessu. Landsliðið
okkar hefur sjaldan verið jafn sterkt
og mikið af mönnum úr að velja. Ég
var í 18 manna æfingahópi fyrr í vet-
ur og mér fannst ég standa mig
ágætlega þar og ég hef staðið mig
nokkuð vel í vetur. Þar af leiðandi
fannst mér ég alveg vera inni í
myndinni.“ | Íþróttir
„Hrikalega
ánægður
og stoltur“
19 ára nýliði í lands-
liðshópi Guðmundar
Morgunblaðið/Ómar
NÝ kvikmynd
leikstjórans Frið-
riks Þórs Frið-
rikssonar,
Mamma Gógó,
verður frumsýnd
á nýársdag en
leikstjórinn segir
hana lauslega
byggða á reynslu
sinni af því er
móðir hans greindist með Alzheim-
er-sjúkdóminn. „Hún er kannski
léttari en fyrri myndir mínar, þann-
ig, en það er svipaður andi í þeim öll-
um, sömu fingraförin á þeim. Ef
maður vill teljast kvikmyndahöf-
undur ætti maður að vera búinn að
knýja fram eitthvað sem mætti kalla
höfundareinkenni,“ segir Friðrik,
spurður að því hvernig myndin sé í
samanburði við fyrri verk hans. | 44
„Léttari en
fyrri myndir“
Friðrik Þór
SOFFÍA Anna Sveinsdóttir braut-
skráðist af pípulagningabraut Iðn-
skólans í Hafnarfirði þann 19. des-
ember ásamt 19 samnemendum
sínum. Þeir voru allir karlar. Varð
Soffía önnur konan á Íslandi til að
taka sveinspróf í pípulögnum og sú
fyrsta um margra ára skeið.
Soffía segir að það hafi verið
hreint ágætt að vera eina stelpan í
strákabekk. „Þeir voru skrítnir fyrst
en svo urðu þeir voðalega ljúfir,“
segir Soffía um það hvernig sam-
nemendurnir tóku henni og ber þeim
söguna vel. Bendir hún réttilega á að
kyn pípulagningamanns skipti ekki
öllu og segist hún því ekki kvíða því
að starfa í fagi þar sem karlar eru í
eins miklum meirihluta og raun ber
vitni. Er hún meira uggandi yfir
horfum í atvinnumálum sínum vegna
efnahagsörðugleikanna.
Kveikti í sér í sveinsprófinu
Soffía er ánægð með námið við
Iðnskólann í Hafnarfirði þó það hafi
ekki gengið alveg slysalaust fyrir
sig: „Ég kveikti í mér í sveinspróf-
inu,“ segir Soffía og útskýrir að
pakkning á logsuðutæki hafi ekki
verið fullþétt. „Þannig að það kvikn-
aði aðeins í bolnum mínum og próf-
dómararnir urðu pínulítið smeykir,“
segir hún og hlær. Óhappið hafi þó
ekki dregið hana niður og bara lífgað
upp á prófið.
Hugur Soffíu stendur til frekara
náms í pípulögnum og stefnir hún að
því að læra til pípulagningameistara
síðar meir. Með því fetar hún í fót-
spor bróður síns, föður og afa en þeir
eru allir pípulagningameistarar. Má
því segja að pípulagnirnar gangi í
ætt hennar. Hún reiknar þó ekki
með að það verði alveg á næstunni
heldur ætlar hún sér að ferðast til út-
landa og skoða sig um áður en til
þess kemur. skulias@mbl.is
Píparar í þrjá ættliði
Fyrsta konan í fjölda ára tekur sveinspróf í pípulögnum
Bróðir Soffíu Önnu, faðir og afi eru pípulagningameistarar
Morgunblaðið/Ómar
Með bros á vör Soffía Anna hugar að því að allt sé í lagi með lagnirnar.
FÆÐINGAMET hefur verið slegið á Landspítalanum
en í gær var tekið á móti 3785. barninu á árinu. Fyrra
metið var sett á síðasta ári en þá komu í heiminn 3.749
börn á fæðingardeildinni. Kvenfélagskonur komu við á
deildinni í gær og færðu nýfæddum börnum prjónaðar
húfur að gjöf. Öll börn fædd á næsta ári fá slíka.
Fæðingamet á Landspítalanum
Morgunblaðið/RAX