SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Qupperneq 4
4 10. janúar 2010 Sérfræðingar í umferðaröryggismálum í Bandaríkj- unum hafa varað við áformum hátæknifyrirtækja sem hafa fundið nýjan stað fyrir nettengdar tölvur: mælaborð bíla. Hátæknirisar á borð við Intel og Google hafa þróað slíkar tölvur í samstarfi við bíla- framleiðendur og sjá gríðarlega gróðamöguleika á þessum markaði. Fyrirtækin kynntu tölvurnar á árlegri tæknisýningu í Las Vegas, sem lýkur í dag, og ætla að setja bún- aðinn á markað síðar á árinu. Talið er líklegt að slík- ar tölvur verði staðalbúnaður í mörgum bílum áður en langt um líður, að sögn dagblaðsins The New York Times. Ekki verður hægt að horfa á hreyfimyndir eða spila leiki í tölvunni á meðan bíllinn er á ferð en bílstjórinn getur gert ýmislegt annað, til að mynda vafrað á net- inu, meðal annars til að leita að upplýsingum um veitingahús eða aðra ákvörðunarstaði. Sérfræðingar í umferðaröryggismálum segja þetta enn eina við- bótina við tæki á borð við farsíma sem dragi athygli bílstjóra frá akstrinum og valdi þannig bílslysum. „Þetta er í besta falli ábyrgðarlaust og í versta falli banvænlegt,“ hafði The New York Times eftir einum sérfræðinganna um þessa nýju græju. Hann sakaði fyrirtækin um að taka gróðavonina fram yfir öryggi bílstjóra og annarra vegfarenda. Mótmæla nettengdum tölvum í mælaborð bíla Hættuleg græja? Óttast er að nettengdar tölvur í mælaborðum dragi athygli bílstjóra frá akstrinum. L íkurnar á því að demókrötum takist að halda nægum meirihluta til að hindra málþóf í öldungadeild Banda- ríkjaþings minnkuðu verulega á dög- unum þegar tveir gamalreyndir öldungadeild- arþingmenn demókrata tilkynntu að þeir hygðust draga sig í hlé og ekki gefa kost á sér í þingkosningunum í nóvember. Þingmennirnir hafa báðir átt undir högg að sækja í heimaríkjum sínum og ólíklegt var að þeir næðu endurkjöri í komandi kosningum á miðju kjörtímabili Baracks Obama forseta. Sú ákvörðun þeirra að draga sig í hlé endurspeglar áhyggjur þingmanna demókrata af minnkandi fylgi flokksins frá síðustu kosningum og þeir óttast að hann bíði mikinn ósigur í nóvember. Það gæti síðan komið niður á Barack Obama og torveldað honum að knýja fram stefnu sína á þinginu, til að mynda í loftslagsmálum. Hversu stór verður ósigurinn? Ákvörðun þingmannanna tveggja staðfestir að meðbyrinn, sem demókratar hafa haft frá sögulegum sigri Obama í forsetakosningunum, er horfinn. Hugsanlegt er að fleiri þingmenn demókrata, sem eiga á brattann að sækja, fari að dæmi þingmannanna tveggja. Þessi umskipti eru einkum rakin til óánægju almennings með þróunina í efnahagsmálum, mikils atvinnuleysis og deilnanna um breyt- ingar á sjúkratryggingakerfinu. Í kosningunum verður tekist á um öll sætin 435 í fulltrúadeild þingsins, þriðjung 100 sæta öldungadeildarinnar, auk 37 ríkisstjóraemb- ætta. Demókratar eru nú með 58 sæti í öld- ungadeildinni og njóta stuðnings tveggja óflokksbundinna þingmanna þannig að þeir hafa nógu mörg atkvæði til að hindra málþóf repúblikana, til að mynda í deilunum um sjúkratryggingakerfið. Talið er nú nánast öruggt að demókratar missi þennan tíu sæta meirihluta í nóvember. Jafnvel bjartsýnustu demókratar óttast veru- legan ósigur í kosningunum í nóvember og spurningin er aðeins hversu stór ósigurinn verður, að sögn fréttaskýranda The Wash- ington Post. Demókratar eru nú með 79 sæta meirihluta í fulltrúadeildinni og margir stjórn- málaskýrendur í Bandaríkjunum telja að flokk- urinn tapi að minnsta kosti 20-25 sætum í deildinni. Repúblikanar spá því einnig að þeir verði með meirihluta ríkisstjóraembættanna eftir kosningarnar í nóvember. Vonast eftir efnahagsbata Daginn áður en þingmennirnir tveir tilkynntu að þeir hygðust draga sig í hlé sagði Michael Steele, formaður landsnefndar repúblikana, að ólíklegt væri að flokkurinn fengi meirihluta í fulltrúadeildinni í nóvember. Sú yfirlýsing sætti gagnrýni flokksbræðra hans og ákvörðun demókratanna tveggja gaf Steele tækifæri til að draga orð sín til baka og lýsa yfir því að flokk- urinn gæti náð meirihluta í deildinni þótt til þess þyrfti fylgissveiflu sem jafnaðist á við sögulegan stórsigur repúblikana í kosning- unum árið 1994 þegar þeir náðu meirihluta í báðum deildum þingsins. Margt kann þó að breytast fyrir kosningarnar og ráðgjafar Obama telja að staða hans og demókrata verði betri í haust ef forsetanum tekst að knýja fram breytingar á sjúkratrygg- ingakerfinu nú í vetur og ef efnahagurinn batn- ar. Ólíkt kosningunum árið 1994, þegar repú- blikanar komu demókrötum í opna skjöldu, hefur þinglið demókrata enn nægan tíma til að búa sig undir þennan mikilvæga kosningaslag. Flótti í liði demó- krata? Óttast ósigur á miðju kjörtíma- bili Obama Christopher Dodd tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri í öldungadeildina. Dóttir hans hallar höfðinu að öxl hans. Reuters Vikuspegill Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Demókratinn Byron Dorgan, sem hefur átt sæti á Banda- ríkjaþingi í 28 ár fyrir Norður-Dakóta, tilkynnti á miðviku- dag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri í kosn- ingunum í nóvember. Talið er nær öruggt að frambjóðandi repúblikana fái sæti Dorgans í öldungadeild Bandaríkja- þings í kosningunum. Christopher John Dodd hyggst einnig draga sig í hlé eftir að hafa setið á Bandaríkjaþingi í 35 ár, en hann var fyrst kjörinn í fulltrúadeildina árið 1974 og hefur átt sæti í öld- ungadeildinni frá 1981. Talið er að frambjóðandi demó- krata eigi góða möguleika á að taka við af Dodd sem ann- ar þingmanna Connecticut í öldungadeildinni. Reyndir öldungar kveðja Byron Dorgan    ER HAFIN ÚTSALAN

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.