SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 9
10. janúar 2010 9 M acaulay Culkin er ein stærsta barnastjarna sem kvik- myndabransinn hefur alið af sér. Foreldrar hans komu honum á framfæri árið 1984, þegar hann var aðeins 4 ára, og tók faðir hans að sér starf umboðsmanns. Culkin hóf feril sinn í leik- húsi en vakti fyrst athygli eftir að hann lék í Uncle Buck á móti John heitnum Candy. Hann sló þó all- rækilega í gegn í Home Alone 1 & 2 en hann var valinn úr hópi 200 drengja til að fara með hlutverk hins úrræðagóða Kevins McCallisters. Á svipuðum tíma og fyrri Home Alone-myndin kom út urðu Culkin og Michael Jackson nánir vinir og lék Culkin m.a. lítið hlutverk í myndbandinu við „Black or White“. Jackson var dug- legur að gefa Culkin gjafir, þeir fóru saman í frí auk þess sem Culkin gisti reglu- lega á Neverland, búgarði Jacksons. Vinátta þeirra varði lengi og var Culkin m.a. guðfaðir allra barna Jacksons. Þegar réttað var yfir Jackson vegna gruns um barnamisnotkun bar Culkin vitni og sagði að þrátt fyrir að hafa ótal sinn- um sofið uppi í rúmi með Jackson hefði hann aldrei misnotað sig kynferðislega eða snert á óviðeigandi hátt. Culkin reyndist erfitt að fylgja eftir jafnvinsælum myndum og Home Alone og My Girl, sem ófáar stúlkur felldu tár yfir á sínum tíma. Hann kom mörgum á óvart með því að leika hlutverk óþokkans í The Good Son en fór fljótt aftur í hlutverk sæta, snjalla stráksins í Getting Even With Dad og Richie Rich. Þær myndir gengu ekki eins vel og von- ast hafði verið eftir. Að frátöldu hlutverki í tónlistarmyndbandi stóð Culkin ekki aftur fyrir framan kvikmyndatökuvél- arnar fyrr en 2003 – tæpum áratug eftir að Richie Rich kom út. Lítið fór fyrir hon- um á þessum tíma nema þegar hann ákvað að gifta sig, aðeins 17 ára gamall. Hann sagðist í blöðunum hafa fundið sálufélagann sinn en þrátt fyrir það var hann skilinn aðeins tveimur árum síðar. Culkin hafa boðist fá hlutverk und- anfarin ár og engin í líkingu við þau sem honum buðuðst í barnæsku. Er það helst að fólk muni eftir hinum full- orðna Culkin úr einum þætti af Will & Grace, nú nema það hafi horft á hina króatísku Jerusalemski sindrom, en fyrir flestum verður hann alltaf Kevin McCallister, öskrandi með hendur á kinnum. ylfa@mbl.is Macaulay Culkin eins og flestir muna eftir honum. Lítið hefur farið fyrir Culkin á fullorðinsárunum. Hvað varð um … Macaulay Culkin? Er það helst að fólk muni eftir hinum fullorðna Culkin úr einum þætti af Will & Grace, nú nema það hafi horft á hina króa- tísku Jerusalemski sindrom ... Tilb kr 379.000 DUX CLASSIC 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm og fætur DUX VISTA CLASSIK PAKKI 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/ Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur. Tilb kr 479.000 Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.