SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Síða 25

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Síða 25
10. janúar 2010 25 Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum. Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar og sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa. Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta. Átt þú rétt á bótum eftir slys? Gylfi Thorlacius hrl. Svala Thorlacius hrl. S. Sif Thorlacius hdl. Kristján B. Thorlacius hdl. Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. www.fortis.is K R A F T A V E R K Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími: 520 5800 • fortis@fortis.is Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu! skóla. Við hjónin búum í Kaupmannahöfn og þar er gott að vera.“ Ef þú ættir að lýsa því í stuttu máli hvað þú hefur verið að fást við í öll þessi ár hverju myndirðu svara? „Ég er búin að skrifa um ýmislegt. Í doktorsriti mínu var ég að lýsa því hvernig Ari fróði og Sæmundur fróði reikn- uðu út tímatal, við hvaða rit þeir studdust, hvernig þeir nýttu sér þau og hvaða viðmið þeir höfðu. Ég fjallaði um tímasetningu kristnitökunnar á Íslandi og kenning mín er sú að hún hafi átt sér stað árið 999 en ekki árið 1000. Þó að ég segi sjálf frá þá fékk ég mikla athygli út á þetta rit og það leiddi til endurskoðunar á tímatali og nýrra tímasetninga. Ég hef skrifað mikið um tímatalsfræði og mig langar til að skrifa bók fyrir Englendinga um þetta efni. Þegar ég var þar í námi sagði prófessorinn minn við mig að ég ætti að skrifa fyrir Englendinga. Ég hef fjallað mikið um norska miðaldasögu og sögu norskra biskupa, konunga og jarla en þær frásagnir eru flestar samdar af Íslendingum. Ég hef einnig skoðað sögu norrænna kvenna á miðöldum. Þessa stundina er ég að skrifa bók um víkingaöldina sem kemur út í Noregi. Þar fjalla ég bæði um Ísland og Noreg. Því meiri þekkingu sem ég öðlast á sagnfræði því meir dáist ég að Íslandi. Það sem við vitum um íslensku þjóðina fram að 1300 er dæmi um heimsmenningu. Meðal annars vegna þess ætla ég að skrifa bókina á ensku. Ég ætla að flétta inn í hana lögfræði og mannfræði.“ Skiptir það þig máli að hafa fengið heiðursdokt- orsnafnbót við Háskóla Íslands? „Það gleður mig afar mikið að vera viðurkennd. Það særði mig mjög á sínum tíma þegar hér heima var gert var grín að mér og talað eins og ég væri í einhverjum kjána- skap og vitleysu vegna þess að ég lagði stund á forn- leifafræði. Líka var gert grín að skrifum mínum um tíma- talsfræði og talað um þau eins og þarna væri á ferðinni sérvitur kona sem vildi ekki viðurkenna að kristnitakan hefði átt sér stað árið 1000. Það var gott að koma inn í fullan sal í Háskóla Íslands og vera kysst þúsund kossum en það albesta var að vita af því að ég væri orðin viðurkennd. Þótt ég hafi búið fjarri ætt- jörðinni í áratugi hef ég alltaf viljað vera góður Íslend- ingur. Um tíma fannst mér eins og það væri of mikil fjar- lægð milli mín og landsins míns. En nú er ég aftur orðin Íslendingur.“ Morgunblaðið/Kristinn Hér heima var gert grín að mér þegar ég kom heim eftir að hafa tekið gott próf í fornleifafræði, fyrst ís- lenskra kvenna. Ég var kölluð moldarkerling og spurt var: Af hverju giftirðu þig ekki og verður almennileg frú? Ólafía er fædd 28. júlí 1924 og er doktor í tímatals- aðferðum í fornum og íslenskum heimildum. Hún stundaði nám í fornleifafræði í London og lauk prófi árið 1948. Síðan tók við sagn- fræðinám við háskólann í Lundi þar sem hún lauk prófi 1951. Eftir það lauk hún prófi við sama háskóla í miðalda- sögu og starfaði sem vísindalegur aðstoðarmaður til 1960. Hún varð dósent við háskólann í Lundi og varði þar doktorsritgerð sína árið 1964. Hún varð lektor við Hafnarháskóla í Kaupmanna- höfn og síðan dósent til ársins 1987 en þá lét hún af föstu starfi. Brautryðjandi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.