SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Side 28
28 10. janúar 2010
M
arga hefur undrað hvað viðbrögð er-
lendis við synjun forseta á lögum um
ríkisábyrgð voru í raun hófstillt.
Þessi byrjun á bréfinu kann að koma
mönnum á óvart eftir hamagang fjölmiðla, ekki
síst þess sem ætti öðrum fremur að gæta hófs og
jafnvægis, en dró upp þá mynd að veröldin stæði
á öndinni yfir vonsku Íslendinga, þrjóta, sem
hlypu frá „skuldbindingum“ sínum eins og
hverjir aðrir ómerkingar. Auðvitað gátu fjöl-
miðlar og aðrir sem vildu fiskað upp skrif af þessu
tagi á vef- og bloggsíðum, sem að öðru jöfnu fjalla
lítið um Ísland. En áhuginn á málinu var mjög
takmarkaður og stóð stutt þar sem þó örlaði fyrir
honum.
Af hverju svona lítill áhugi?
Hvernig skyldi standa á því að mál sem hefur
haldið íslenskri þjóð í heljargreipum svo lengi
skiptir umheiminn þegar til kastanna kemur
svona litlu? Lítum nánar á málið. Það er eitt aðal-
einkenni ríkisábyrgðarlaganna að þar kemur ekki
fram hvaða fjárhæð er verið að ábyrgjast. Hafi
forseti Íslands svokallað synjunarvald, og hann
viljað nýta það málefnalega, hefði þetta atriði eitt
átt að nægja til synjunar. Á þetta hafa virtustu
fræðimenn okkar bent og talið að þessi mála-
tilbúnaður fengi naumast staðist stjórnarskrá.
Forsetinn hefur í viðurvist þjóðarinnar lagt eið að
stjórnarskránni. Það er hátíðlegasta og merking-
arfyllsta stund við innsetningu hvers forseta.
Stjórnarskráin ætti því að vega þyngra við
ákvörðun hans en undirskriftalistar og skoð-
anakannanir, með fullri virðingu fyrir slíku. En
þótt þessi fjárhæð, sem þjóðinni er ætlað að
ábyrgjast, liggi ekki fyrir er ekki umdeilt að hún
er feikilega há á hvaða mælikvarða íslensku þjóð-
arinnar sem litið er. Við verstu útkomu gætu
byrðarnar sem felldar yrðu á hana nálgast 500
milljarða króna, en þar sem vextir eru þegar byrj-
arðir að hlaðast upp um rúma 40 milljarða á ári
samkvæmt ólánssamningunum er óhætt að segja
að lágmarksáhættan við bestu skilyrði geti naum-
ast verið lægri en 250 milljarðar króna. Ákvörðun
um að greiða slíka „skuld“ án þess að skyldan til
þess liggi dæmd fyrir er sama ákvörðunin og að
reisa tvær Kárahnjúkavirkjanir án þess að til
standi að selja nokkru sinni úr þeim rafmagnið.
Væri hægt að fá nokkurn viti borinn mann á Ís-
landi í slíka framkvæmd? Skuldbindingin, sem
þjóðin er látin taka á sig, er sem sagt yfirþyrm-
andi, hvernig sem á hana er litið. Og því segja
menn að skiljanlegt sé að Bretar og Hollendingar
séu æfir yfir að þeir fái ekki „sína peninga“ eins
og utanríkisráðherrann orðaði það svo ógætilega
nú á dögunum.
Sáralitlir hagsmunir Breta og Hollendinga
En skoðum stöðuna ögn betur. Missi Íslendingar
slíka upphæð frá sér er það ávísun á mikla kaup-
máttarminnkun, samdrátt og fátækt. Upphæðin
er svo há að hún bítur inn að beini. Bretar eru 250
sinnum fjölmennari en við og efnahagurinn hlut-
fallslega ekki ólíkur. Ef þeir gætu ekki þvingað
þessar ólögmætu greiðslur til sín með hótunum
væri „efnahagsáfall“ þeirra samsvarandi því að
Íslendingar yrðu af einum milljarði króna. Ekki
ómyndarleg fjárhæð, en sem þjóð myndum við
ekki finna mikið fyrir því að missa hana út úr
þjóðarbúskapnum. Það er fjárhæðin sem við
hentum í heimskulega aðildarumsókn að örygg-
isráðinu á sama tíma og bankarnir voru að hrynja.
(Opinberu tölurnar eru að vísu helmingi lægri en
standast ekki.) Sóunin á milljarðinum í öryggis-
málaráðsvitleysuna er svo sem ekki góð, en ekki
er þó hægt að segja að hún hafi umtalsverð áhrif á
íslenskan efnahag. Þetta er skýringin á því að við-
brögðin urðu svo lítil í Bretlandi sem raun var á. Á
þeirra mælikvarða er um hreint smámál að ræða.
Það hittist svo á að þegar fréttirnar höfðu borist
til Bretlands um synjun á ríkisábyrgðarlögum
stóð forsætisráðherra þess fyrir svörum í þinginu.
Fjögur hundruð þingmenn eða fleiri voru í saln-
um. Það var spurt um ýmsa þætti efnahagsmála
og síðan um hitt og þetta smálegt og allt niður í
spurningar um snjómokstur. Hinir stóru atburðir
á Íslandi sem RÚV sagði að hefðu skekið megin-
landið náðu ekki að setja stórmál eins og snjó-
mokstur í Bretlandi til hliðar. Hinu skulu menn
átta sig á, að hefðu hagsmunirnir þarna verið þeir
sömu og hjá okkur, ígildi 250 milljarða en ekki
eins milljarðs, þá hefði auðvitað flest orðið að
víkja úr umræðunni og margs hefði Brown verið
spurður. Þessa stöðu hefur ríkisstjórn Íslands,
sem er hin klaufskasta í samskiptum við erlenda
útsendara og viðsemjendur, metið kolrangt og
virðist kjarkleysi og ótti sífellt villa henni sýn.
Icesave nýtt Falklandseyjastríð!
Eftir að synjun forsetans lá fyrir voru spekingar
fengnir til að spjalla og skýra málið fyrir illa upp-
lýstum almenningi, eins og það er kallað. Var
stundum töluverð raun að fylgjast með því. Og
hafi vesalings skattborgarar þessa lands, sem eiga
að fá reikninginn, verið óvissir um hvað væri að
gerast og hvað væri í húfi urðu þeir illa áttavilltir
eftir spjall spekinganna. Væri ekki ónýtt að gera
úttekt á því hvað þessir spekingar segja á hverjum
tíma og bera saman við veruleikann eins og hon-
um vindur fram. Stjórnmálafræðaprófessor sagði
efnislega á þá leið að þessi atburðarás á Íslandi
kynni að gagnast Brown í sama mæli og Falk-
landseyjastríðið gagnaðist frú Thatcher! Það væri
jú þekkt að ekkert hjálpaði stjórnmálamanni í
þröngri stöðu betur en að geta sameinað þjóðina
gegn utanaðkomandi óvini. Hann lagði sem sagt
synjun forsetans og hugsanlega höfnun þjóð-
arinnar á ólánssamningunum í atkvæðagreiðslu
að jöfnu við stríð sem Bretar háðu órafjarri sínum
ströndum og þar sem fjöldi manns féll úr liði
hvorra tveggja.
Prófessorinn hafði ekki áttað sig á að efnahags-
lega deilumálið við Íslendinga var fyrir Breta eins
og þræta upp á einn milljarð væri fyrir okkur. Og
svo gleymdi hann því líka að Bretar eru búnir að
greiða þeim innistæðueigendum, sem í hlut áttu,
sína peninga út, þannig að þeir eru ekki með
nokkurn huga við þetta mál. Söngurinn hér
heima um „alþjóðasamfélagið“ sem sé að fara á
taugum yfir okkur er bara raus bullukolla og
reyksprengjur rúvfréttamanna, sem annaðhvort
eru í beinum erindrekstri fyrir Samfylkinguna
eins og vant er eða hafa ekki grænan grun um um
hvað málið snýst. Erfitt er að dæma um hvort er
verra.
Lítil viðbrögð erlendis: Hvers
Reykjavíkurbréf 08.01.10
Forsetar undirrita eiðstafinn, frá vinstri Ásgeir Ásgeirsson, Sveinn Björnsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson.