SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Page 38

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Page 38
38 10. janúar 2010 B enedikt Bragason hefur haft unun af ferðalögum um hálendið síðan hann var ungur og hefur áhugi hans vaxið svo með árunum að hann rekur nú ferðaþjónustuna Arcanum sem sérhæfir sig í vélsleðaferðum upp á Mýr- dalsjökul. Það sem Benedikt heillast þó helst af eru íshellar. „Áhuginn kviknaði í gamla daga þegar ég var að alast upp á Egilsstöðum og fékk að fara með ferðaköllum sem þar voru inn á hálendið. Ég fór með þeim inn í þekktan íshelli í Kverkfjöllum, fyrir innan Sigurðarskála. Þar rann heitur lækur í botn- inum og maður gat farið inn og baðað sig. Það kveikti áhugann á íshellum ásamt ferða- lögum almennt að vetri til þegar landið er snævi þakið og fallegt.“ Benedikt ferðast milli hellanna á vélsleða, stundum í góðra vina hópi en oft aðeins með eiginkonunni, Andrínu Erlingsdóttur. Hann segir erfitt að útskýra hvað sé svona heillandi við íshella. „Ætli það sé ekki þetta fyrirbæri sjálft, íshellirinn, hvernig hann myndast og breytist. Ef þú kemur þrjú eða fjögur ár í röð í sama hellinn sérðu hvernig hann breytist, hvernig jökullinn hleypur fram og brýtur jöklana niður,“ segir Benedikt. „Íshellar eru í sjálfu sér athyglisverðir en þeir eru flestir hérna út af jarðhita. Svo myndast íshellar á sumrin, þegar ár renna undan jöklum, sem maður kemst inn í á veturna þegar árnar frjósa. Þá getur maður einfaldlega gengið eft- ir ánni inn í jöklana.“ Hann segir hellana hins vegar varhugaverða og þurfi að fara með mikilli gát þegar þeir eru skoðaðir. „Maður reynir að skoða vel loftið í hellunum og sjá hvernig ísinn er lagskiptur í því. Það mynd- ast oft stangir sem geta dottið niður en það er misjafnt milli hella hvað þeir eru traustir. Flestir þessir minni, eins og eru í Mýrdals- jökli, endast ekki í mörg ár. Þeir geta verið ótraustir og maður fer helst ekki inn í þá ef hitinn er fyrir ofan frostmark.“ ylfa@mbl.is Ferðast um snævi þakið landið Benedikt Bragason hefur haft áhuga á íshellum síðan hann var gutti og fékk að baða sig í heitum læk í íshelli í Kverkfjöllum. Fara þarf með mikilli gát þegar íshellar eru skoðaðir. Hér er Benedikt í íshelli við Söðul í Hrafntinnuskeri og býr blys til fallega, rauða birtu innan í hellinum. Ljósmyndir/Benedikt Bragason Ferðalög B aldvin stefnir að því að frum- sýna kvikmyndina næsta sum- ar. Hann skrifar handritið ásamt Ingibjörgu Reynisdóttur, en það er einmitt byggt á tveimur unglingabók- um eftir hana; Strákunum með strípurnar og Rokki, rótleysi og rómantík. Aðalleikarar myndarinnar eru flestir unglingar en myndina skilgreinir leik- stjórinn þó alls ekki sérstaklega fyrir þann aldurshóp heldur segir hana fullorð- insmynd með unglingum. „Atli Fjalar Óskarsson er aðalleikarinn, þekktastur fyrir aðalhlutverkið í Smá- fuglum eftir Rúnar Rúnarsson. Ótrúlegur leikari og þessir krakkar hafa allir verið frábærir. Þetta er tilfinningaþrungin mynd sem fjallar um viðkvæm mál og oft var erfitt fyrir þau að leika í henni. En þau stóð sig öll ótrúlega vel; ferðalagið með krökkunum hefur verið mjög skemmti- legt,“ segir Baldvin Z. í samtali við Morg- unblaðið. Ellefu unglingar eru í stórum hlut- verkum en með stærstu fullorð- inshlutverkin fara Gísli Örn Garðarsson, Þorsteinn Bachmann, Ingibjörg Reyn- isdóttir höfundur bókanna og leikkona, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Bergur Ingólfsson. „Myndin fjallar um árin þar sem unglingar eru að þroskast upp í það að verða fullorðnar manneskjur; lífið er þannig að hver dagur skiptir máli. Hver ákvörðun er ákvörðunin í lífinu. Þetta geta verið erfiðir og tilfinningaþrungnir tímar en mér finnst gaman að rifja þá upp,“ segir leikstjórinn. „Við byrjuðum á verkefninu í sept- ember í fyrra og lukum tökum fyrir nokkrum vikum í Bretlandi. Nú erum við Stórt skref leik- pabbans Leikstjórinn Baldvin Z. hefur nýlokið tökum á fyrstu kvikmyndinni í fullri lengd, Óróa. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm, og Ervin Shala í myndinni. Shala leikur mann sem rænir verslun 10-11 þar sem stúlkan Stella starfar, en Hreindís fer með hlutverk hennar.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.