SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Page 39

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Page 39
10. janúar 2010 39 S ennilega er Boston þekktust fyrir þá há- skólamenningu sem hún býður upp á. Í borginni má finna yfir 50 há- skóla en þeirra frægastir eru lík- lega Harvard og Massachusetts Institute of Technology (MIT). Vegna þessa fjölda háskóla og þess fjölda aðfluttra nemenda sem sækja þá er afar fjölþjóðlegt andrúmsloft í borginni. Í raun er það svo að ég þekki ekki eina einustu manneskju sem hér er fædd og uppalin. Þá segja margir að mikill Evrópubragur sé yfir borginni sem er vissulega rétt að sumu leyti. Hér er heilt hverfi, Back Bay sem var hannað með það í huga að svipa til Parísar og mikið um gömul og tignarleg múrsteinshús. Fyrir þá sem hingað koma í leit að afslöppun og afþreyingu er margt í boði. Þar má t.a.m. nefna vísindasafnið, Museum of Science, og sædýrasafnið. Þá er hér aragrúi leikhúsa og ósjaldan sem góðar uppfærslur eru á fjöl- unum. Hér fylgjast menn líka mikið með íþróttum, enda á Boston eitt af bestu liðunum í hafnabolta, körfubolta og ís- hokkíi! Fyrir þá sem kjósa held- ur að eyða tíma sínum í búðum er jafnvel meira í boði. Auk New- bury Street er fjöldi versl- unarmiðstöðva og -kjarna í ná- grenni borgarinnar. Þar ber einna helst að nefna Galleria mollið í Cambridge, en það þekkja Íslendingar mjög vel og það þykir heyra undantekningu til ef ekki heyrist íslenskt mál þar hlusti maður vel. Að auki er í nágrenninu Premium Outlets verslunarkjarni þar sem hægt er að kaupa merkjavöru á miklum afslætti. Venjulega nær sumarið í Boston inn í byrjun októ- ber en um haustið rignir meira og hit- inn fellur í um 15 gráður að jafnaði. Þá breytir borgin, sem venjulega skartar miklum grænum gróðri, um lit og verður rauð og gul og brún. Það er mjög skemmtilegt að fá sér hádegismat á Top of the hub veitingastaðnum á 52. hæð Pru- dential-turnsins. Hann er ein af hæstu byggingum borgarinnar og er útsýnið þar alveg frábært. Veitingastaðurinn sjálfur er prýðisgóður. Þegar veturinn tekur á endanum við verður borgin jafnvel kaldari en heima á klakanum. Það snjóar líka stundum, en samt sem áður verður Kaninn alltaf jafnhissa og samgöngur fara í lamasess! Ekki langt frá Prudential- turninum er Newbury Street, Laugavegur Boston. Þar er mik- ill fjöldi lítilla búða og veit- ingastaða og á sumrin iðar gatan af lífi. Efst í götunni er einn af bestu veitingastöðum borg- arinnar, The Capital Grille,en neðst í götunni eru fínu búð- irnar. Við enda götunnar eru svo tveir almenningsgarðar, Public Garden þar sem á sumrin er hægt að sigla um tjörn á bátum í svanslíki og Boston Common. Póstkort frá Boston Hér er heilt hverfi, Back Bay, sem var hannað með það í huga að svipa til Parísar ... Gunnar Þór Pálsson Munninn á þessum íshelli við Eyjabakka er gríðarstór. Í ánni Spree í Berlín liggur gamall prammi sem breytt hefur verið í sundlaug og kalla Þjóðverjarnir hann baðskip (Badeschiff á þýsku). Baðskipið liggur við austurhöfnina í ánni og þar geta Berlínarbúar og aðrir synt og buslað í öruggu og hreinu umhverfi en ekki þykir öruggt að synda í Spree vegna mikillar mengunar. Baðskipið var tekið í notkun fyrir fimm árum en borgarlistafélagið í Berlín stóð fyrir gjörningnum. Það var búið til úr pramma og göml- um skipsskrokki sem mælist 8 sinnum 32 metrar. Það er lokað yfir háveturinn en annars opið daglega frá átta að morgni og til mið- nættis. Reglulega mæta plötusnúðar og spila tónlist við innganginn að skipinu en þar er einnig að finna bar svo ljóst er að mikið líf og fjör getur verið að finna í skipinu á góðum dögum. Staðurinn Á sumrin flykkjast Berlínarbúar í sund í gamla skipsskrokknum. Sundlaug í á komin í eftirvinnsluna,“ segir Baldvin. Hann hóf að fikta við kvikmyndagerð ungur drengur á Akureyri. „Ég fékk áhuga á þessu þegar ég var tíu ára og við félagarnir byrjuðum að sýna myndir 18 eða 19 ára.“ Hann hefur gaman af við- brögðum gamalla skólafélaga á endur- fundum. „Þeir trúa því ekki að ég sé enn að! En þetta er ótrúlega skemmtileg vinna og það er hægt að lifa af henni með því að vera í öðrum verkefnum líka,“ segir Bald- vin sem fæst líka við auglýsingagerð og þess háttar. Hann nam í Danmörku í þrjú ár en flutti heim fyrir tveimur árum og fór að vinna með Kvikmyndafélagi Íslands. Félagið framleiddi fyrir hann stuttmynd- ina Hótel jörð og er með Óróa á sínum snærum. Fyrsta myndin í fullri lengd er stór áfangi. Skyldi Baldvin telja sig orðinn „al- vöru“ leikstjóra? „Mér líkaði aldrei að vera ávarpaður herra leikstjóri á sínum tíma. Ég kallaði mig gjarnan Balla leik- pabba þegar ég var að taka myndir í gamla daga – og finnst það miklu betri titill.“ skapti@mbl.is Baldvin Z leikstjóri og Katrín Björgvinsdóttir, annar aðstoð- arleikstjóranna og skrifta, að störfum í Bretlandi. Leikarar, leikstjóri og fleiri sem koma að gerð myndarinnar. Þetta er tilfinninga- þrungin mynd sem fjallar um viðkvæm mál og oft var erfitt fyrir þau að leika í henni.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.