SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Side 44

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Side 44
44 10. janúar 2010 Ólíkindatólið Courtney Love er að bisa við að endurreisa rokk- sveit sína Hole vegna næstu plötu sinnar, Nobody’s Daug- hter. Platan yrðir þá merkt sveit- inni, fremur en söngkonunni. Love á að baki eina slíka, Am- erica’s Sweetheart (2004) en sú plata fékk fremur dræmar viðtökur. Hole er þó ekki skipuð neinum af upprunalegum meðlimum og Eric Erlandson, fyrrum gítarleikari sveit- arinnar segir að hún geti ekki notað nafnið, löglega þ.e.. Engin útgáfudagur hefur verið gefin upp varðandi plötuna og Love ku al- mennt í fremur slæmu ásigkomulagi, and- lega sem líkamlega. Courtney Love endurreisir Hole Courtney Love Ringo Starr Bítillinn taktfasti (eða ekki svo takfasti ef tón- vissir eru spurðir) Ringo Starr er klár með nýja sólóplötu sem kallast hinu kersknislega heiti Y Not. Kemur hún út nú eftir helgi. Starr hefur reglubundið gefið út sólóplötur á löngum ferli þrátt fyrir að halda vart lagi og eru þær orðnar samtals fimmtán, takk fyrir. Gamli vígabróðir hans, Paul McCartney, slær á bassagítarinn í einu laganna og syngur með honum í öðru, ballöðunni „Walk With You“ sem verður fyrsta smáskífa plötunnar. Hin engilfagra Joss Stone syngur þá með Starr í lokalagi plöt- unnar, „Who’s Your Daddy“. Aðrir gestir eru Joe Walsh, Van Dyke Parks, Ben Harper og Richard Marx. Starr stýrir upptökum sjálfur á plötunni, eitthvað sem hann þakkar „auknu sjálfstrausti í ellinni.“ Ringo gamli Starr með sólóplötu Já ég veit. Jólin eru löngu liðin. En nei annars, þau eru ekki löngu liðin! Þrett- ándinn var á miðvikudag- inn. Það stóð til að skrifa um þessa merku plötu rétt fyrir jól og ég var meira að segja byrjaður þegar greininni var sópað í burtu vegna auglýsingapláss. Ég geri því hér með aðra tilraun. Platan Christmas með nýrokksveitinni Low er ein af þessum sjaldgæfu plötum úr þeirri kreðsunni sem er listrænn sigur. Alltof oft leggja svipaðar sveitir í jólalög og -plötur á húmorískan hátt; lögunum er kastað út í grallaraskap; eins og um sé að ræða aukaafurð sem beri að taka hæfilega alvarlega. Svo er ekki hér, kannski vegna þess að meðlimir eru strangtrúaðir mormónar. „Silent Night“ er því sungið af auðheyranlegri sannfær- ingu, heilindum og trúfestu. „Little Drummer Boy“ er aftur á móti breytt í magnaðan seið; gítarlínur dregnar út og þeim leyft að hanga í loftinu; ómstríðar og fallegar. Ótrúlega flott. Ný frumsamin lög koma þó best út, upphafslagið, „Just like Christmas“ með glymjandi sleðabjöllum er ægigrípandi og stuðvænt og lokalagið, „One Special Gift“ er angurvært og sorglegt, en fyrst og síðast alveg afskaplega fallegt. Af átta lögum plötunnar eru fimm þeirra frumsamin, „Blue Christmas“ er þriðja tökulagið. Þessi jólaplata fellur eins og grenitrjáaflís við rass hvað aðrar plötur sveitarinnar varðar; býr yfir sama lágstemmda sjarma sem hef- ur aflað þessari gæðasveit aðdáenda um víða veröld. Umslagshönnun er í þessum sama gír; snotur og minimalísk og innan í umslaginu segir: „Despite the commerce involved, we hope you will consider this our gift to you. Best wishes – Mimi, Alana, & Zak.“ Eða: „Þrátt fyrir markaðseðli þessarar plötu, þá vonum við að þú lítir á þetta sem gjöf okkar til þín …“ Snilld. Og nú læt ég af skrifum um jólatengdar menningarafurðir í bili. Ég lofa. En læt að mér kveða að ári. Hó hó hó … arnart@mbl.is Poppklassík Christmas – Low Nýbylgjujól V ampire Weekend var stofnuð árið 2006 og hóf fljótlega að vekja upp allmikið suð í internetheimum, í gegnum hinar og þessar mp3- bloggsíður sem gangast upp í því að vera með puttann á púlsinum. Óvenjuleg – en afskaplega hrífandi – samsuða sveitarinnar á blómum prýddu nýbylgjurokki og afrískri poppmúsík; raktri til Kongó og vesturstrandar álfunnar, hitti í mark hjá tónþyrstum og sveitin var sjóð- andi, zizzlandi og bubblandi þegar fyrsta platan kom út í ársbyrjun 2008. Sala stendur nú í nærfellt hálfri milljón eintaka og allir miðlar sem vettlingi gátu valdið skreyttu hana með fimm stjörnum og öndvegisplássum á ársupp- gjörslistum. Sveitin náði meira að segja að krossa yfir eins og kallað er; náði eyrum fólks sem hlustar alla jafna ekki grannt á tónlist, náði m.ö.o. að heilla almúgamanninn. Lög náðu út- varpsspilun og stríðshross og heimstón- listarmógúlar eins og Peter Gabriel sýndu henni áhuga. Hljómsveitin, sem gerir út frá New York (og er iðulega slengt inn í Brooklynkreðsuna, þó að sveitin sé frá Manhattan) var stofnuð af skóla- félögum í hinum efri stéttar væna Columbia háskóla og meðlimir koma allir sem einn af efnafólki. Það er því ríkur gáfumannabragur yfir sveitinni og nokkrir þeirra eru kvik- myndanerðir en sveitin heitir í höfuðið á kvik- mynd sem höfuðpaurinn, Ezra Koenig, gerði. Meðlimir kunna að vera frá Manhattan en vinnustöðin er í Brooklyn og þar tóku þeir upp nýju plötuna. Koenig og Rostam Batmanglij, gítar- og hljómborðsleikari segja að helsti munurinn á þessari plötu og þeirri síðustu er að þeir hafi getað einbeitt sér að fullu að tónlist- inni. Sú fyrri var unnin meðfram fullri vinnu en frægðin og framinn sem hún gat svo af sér hefur gert meðlimum kleyft að hætta slíku stússi. Jafnframt lýsa þeir plötunni sem „sumar- legri“ og óhætt er að taka undir það; platan rúllar frísklega áfram, byggir á hljóðheimi þeirrar síðustu en þess er þó gætt að þróa hann smekklega áfram. Ef mönnum hugnast að stytta aðeins í fimbulvetrinum, sem nú er að hellast yfir, er Vampire Weekend ágætis meðal. Þess má að endingu geta að í takt við netupp- runa sveitarinnar, en frægðina á hún í raun undir ólmum mp3-bloggurum, streymir platan í þessum töluðum orðum um myspacesetur sveitarinnar. BrooklynAfríka Hin mjög svo ágæta Brooklynsveit Vampire Weeekend stígur fram með fyrstu „stóru“ plötu ársins 2010. Kallast hún Contra og kemur í kjölfar lofaðs frum- burðar sem kom út fyrir réttum tveimur árum. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hin hrynheita en þó nýbylgjuvæna Vampire Weekend í gríðarlegu í stuði. Ljósmynd/Tim Soter Um árabil hefur Brooklyn- hverfið í New York verið upp- spretta margra af mest spenn- andi hljómsveitum samtímans. Áhrif þess í þessum efnum virðast síst í rénun. Vampire Weekend eru tilteknir í þessari grein en þaðan eru og Animal Collective, sem áttu plötu árs- ins að mati flestra þeirra miðla sem mark er á takandi í popp- fræðum. Einnig eru Dirty Proj- ectors þaðan, en sú sveit skor- aði sömuleiðis hátt í ársuppgjörum. Hvað veldur er erfitt að segja til um, en að- stæður og aðbúnaður í hverfinu er greinilega sköpunarhvetj- andi með afbrigðum. Brooklynbrúin Hvað er í vatninu? Tónlist Matt Bellamy, leiðtogi Muse, segir að sveitin hafi verið beðin um að semja tónlistina við Clash Of The Titans, mynd sem kemur út í mars og er endurgerð á vísindaskáldsögu- mynd frá 1981. Liam Neeson og Gemma Arterton fara með burðarrullurnar. Víst myndi ofurpopprokk Muse, með sínum óperuvinklum og stertimannshætti, smell- passa við slíka mynd. Og Bellamy segist heitur, en þetta sé eins og með allt, tíma- spursmál. Sveitin sé túrandi linnulaust og lítill tími aflögu. En Clash of the Titans sé fyrsta myndin sem meðlimir séu reglulega áhugasamir um. Muse Muse semur kvikmyndatónlist

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.