SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Qupperneq 45
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
10. janúar 2010 45
N
ýlega var haldið sam-
kvæmi Valgarði Egils-
syni, lækni og skáldi,
til heiðurs vegna
starfsloka hans sem framundan
eru. Af því tilefni var smásaga rifj-
uð upp. Þetta er saga sem oft hef-
ur verið sögð sem gott dæmi um
fræðin og fordómana. Hún er um
franska efna- og örverufræðing-
inn Louis Pasteur. Um vísinda-
samfélagið sem á margan hátt er
líkt sértrúarsöfnuði, eins og vís-
indaheimspekingurinn Thomas
Kuhn benti á fyrir margt löngu við
lítinn fögnuð fræðimanna. Saga
um líkneskjabrjótana, sem eiga
svo margt sameiginlegt með tal-
ibönum allra tíma. Pasteur og Val-
garður eiga hins vegar allt annað
sameiginlegt, eiginlega hið gagn-
stæða.
Pasteuriseringin
Á dögum Pasteur voru furðu-
margir enn á þeirri skoðun að lífið
væri sjálfsprottið. Til dæmis að lýs
kviknuðu í fötum og mýs í moði.
Pasteur trúði hins vegar að líf
væri ekki einangraður veruleiki,
heldur sprytti það af öðru lífi.
Hann sýndi fram á þetta með til-
raunum. Ef hann einangraði efni
og dauðhreinsaði kviknaði ekkert
líf væri það áfram í sínum lokaða
heimi. Þetta var gerilsneyðingin,
pasteuriseringin. En ef smitleiðir
væru opnar gætu ósýnilegar verur
valdið gerjun, rotnun og ýmsum
pestum.
Pósitívistar samtíma Pasteur
töldu þetta ekki vera vísindi,
heldur hindurvitni í ætt við anda-
trú. Harðast barðist gegn honum
forseti frönsku vísindaakademí-
unnar og var Pasteur lagður í slíkt
einelti að hann flúði upp í sveit
þar sem hann gat unnið að sínum
athugunum í friði. Og þar var
honum borgið, kominn í var, eins
og Ottó Warburg nú.
Þá gerðist það að illur andi kom
upp í franska víniðnaðinum og
breytti vínanda Frakka í edik og
annað glundur. Þjóðarstoltið,
manndómsmerki þeirra og reisn
var í hættu og leituðu menn til
sinna færustu vísindamanna,
meðal annarra forseta vís-
indaakademíunnar. En þeir voru
jafn getulausir og læknar voru
fyrir nokkrum árum þegar eyðni,
AIDS lét fyrst á sér kræla. Ekki
ósvipað og hagvísindamenn í dag
í hruninu mikla. Menn þekktu
ekki fyrirbærið og vissu ekki sitt
rjúkandi ráð. Vínbændur stóðu að
lokum frammi fyrir slíkum
mönnum eins og dauðvona sjúk-
lingur frammi fyrir líflækni sín-
um. Þegar traustið var farið var
ekkert eftir nema „andatrúar-
læknirinn“ Pasteur. Og það sakaði
því ekki að reyna. Vínbændur
leituðu til hans.
Pasteur kannaði málið vís-
indalega. Hann fann að þetta hag-
aði sér eins og sjúkdómur,
breiddist út með svipuðum hætti,
faraldsfræðilega. Fyrr á tímum
fékk bóndinn gömlu víntunnuna
sína tóma þegar hann kom á
krána með nýja tunnu fulla af
víni. En með bættum og greiðari
samgöngum riðluðust þessar
reglur. Tunnurnar fóru að berast
um víðan völl, þvers og kruss.
Þetta líktist útbreiðslu kyn-
sjúkdóma við aukið lauslæti.
Svipað og vaxandi samgöngur um
allan hnöttinn í dag valda ýmsum
ósóma. Glæpum eins og mansali,
eiturlyfjasölu, peningaþvætti og
öðrum fjárglæfrum. Pasteur ráð-
lagði bændum hreinlæti, að þvo
tunnurnar vandlega og ger-
ilsneyða þær. Og bændur þorðu
ekki annað en að hlýða þessu
boði.
Skjótlega rénaði þessi plága og
hvarf. Og Pasteur var hylltur sem
þjóðhetja. En forseti vís-
indaakademíunnar gerði það
sama og Júdas að lokum. Hann
fyrirfór sér.
Rætur vísindabyltingar
Fyrir fáeinum árum hélt Ólafur
Gíslason listrýnir námskeið í End-
urmenntun HÍ um endurreisnina
á Ítalíu. Þar sagði hann frá upp-
hafsmanni þessa tímabils, heim-
spekingnum Marcilio Ficino, sem
tengdi saman gullgerðarlist mið-
alda og ný-platónisma fornaldar,
heimspeki Plótóníusar. Þá spurði
Ólafur nemendurna hvernig það
mætti vera að vísindabylting ný-
aldar ætti rætur sínar í slíkum
hugmyndum.
Meðfylgjandi mynd var merki
þings norrænna lækna í geisla-
eða myndgreiningu, Röntgen-
lækna árið 2002 á Íslandi. Þetta er
næstum því sama merkið og 1992,
en sýnir framþróunina í átt að
sýndarveröld okkar á póstmód-
ern tímum. Í myndinni er einnig
fólgin hellislíking Platóns. Frá
efra hægra horni myndarinnar
stafar röntgengeisla sem lendir á
rauða karlinum, hinum lifandi
manni. Einstaklingnum, hinu
miðlæga tákni húmanismans.
Mælistiku alls, viðmiði Lénharðs
frá Vinci. Karlinn varpar skugga,
sem táknar hinn dauða og falska
veruleika skynheimsins í botni
hellisins, í neðra vinstra horninu.
Hið eina sanna, hið eina góða og
hið eina fagra, logos, orðið er hins
vegar gagnstæðan, ljósgafinn í
efra hægra horninu, sjálf sólin.
Þangað átti karlinn að líta og sjá
sannleikann, hið guðdómlega. Og
það gerðu heilagir menn allar
miðaldir, brenndu nethimnu
augans og urðu blindir í trú sinni
um leið og þeir sneru baki við
hinu óhreina á botni hellisins.
Hinu ósanna, illa og ljóta.
Í upphafi endurreisnarinnar
sneru menn sér hins vegar að
þessum sama botni, sjálfri nátt-
úrunni. Böðuðu sig í lítilæti í
daufu endurskini guðdómsins
þaðan og stigu út úr myndinni
sem lifandi hugmynd, idea. Brut-
ust úr viðjum vanans, úr skorðum
skynheimsins inn í heim skyn-
seminnar. Þetta er þrívíði blá-
maðurinn neðan við flatneskju
hellisgólfsins. Og skuggar hans og
form skapa súrrealískan blæ þessa
hugarheims sem hann býr nú í.
Heimur sem er skapaður þegar
náttúran er rannsökuð. Heimur
vísinda nútímans. En í upphafi
var orðið … Þessar gagnstæður
minna nokkuð á verkaskiptingu
hægra og vinstra heilahvels í höfði
voru.
Margbreytileiki lífvera
Um sumarið, síðar þetta ár var
farin endurreisnarferð til Flórens
og N-Ítalíu, sem endaði við Ra-
venna. Ólafur var fararstjórinn.
Þrátt fyrir endurreisn hugans
varð endurfæðing í höfði und-
irritaðs er hann las samtímis bók
Sean Carrolls, „Endless Forms
Most Beautiful: The New Science
of Evo Devo“. Þar fólst skýring
þess að arfgerð (genotype) simp-
ansa og manns er nánast eins, og
músa og manna mjög lík. En svip-
gerðin (phenotype) er gjörólík,
einkum í síðara tilvikinu. Og það
er þetta sem skiptir líka öllu máli.
Eins og menn grunaði er þetta
vegna örfárra stýrigena. Marg-
breytileiki lífveranna endurspegl-
aðist ekki lengur í margbreyti-
leika genanna almennt (genome),
eins og hákarlar meðal þróun-
arfræðinga höfðu haldið fram til
skamms tíma, heldur er hann
fólginn í stjórnkerfi þessara fáu
stýrigena. Þar verður hin mikla og
flókna permutatio. En þessi gen
og öll hin mega þó ekki vera svo
eigingjörn að þau tjái sig ekki,
þori ekki að gefa höggstað á sér.
Þetta síðastnefnda minnir ögn á
heimspeki Karls Poppers um til-
gátur í heimi vísindanna. Þær
mega ekki vera settar fram þannig
að þær séu með öllu óprófanlegar.
Mega ekki vera tautólógía.
Þessi sköpunarmáttur er því
samspil stýrigenanna. Þess vegna
er hljóðfæri betri og fegurri lýsing
en verkfærakassinn, sem Carroll
notaði í sinni bók. Hljómborð
músa og manna verður því svip-
að, en tónverkið breytilegt eftir
því hver samdi það og leikur.
Hvort það er örlaga-sinfónía
músarinnar eða sálumessa
mannsins. Snillingurinn getur
verið Guð, ef menn vilja blanda
honum í málið. En þessi sami guð
er skapaður í mynd mannsins, af
mönnunum og sem vér viljum
alltaf vera að segja fyrir verkum,
eins og Niels Bohr sakaði Albert
Einstein eitt sinn um. En ef tón-
listarsnillingurinn er sjálf náttúr-
an þurfum vér ekki á Guði að
halda því að hann er sjálfur skap-
aður í mynd náttúrunnar. Eins og
vér. Og við erum eitt. Darw-
inisminn lifir.
Platon,
Pasteur
og
vísindin
Merki þings norrænna lækna í
geisla- eða myndgreiningu 2002.
Eftir Sigurð V. Sigurjónsson
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Endalaus - Febrúarsýning2010 (Stóra sviðið)
Fim 4/2 frums. kl. 20:00
Sun 7/2 kl. 20:00
Sun 14/2 kl. 20:00
Sun 21/2 kl. 20:00
Sun 28/2 kl. 20:00
Sun 7/3 kl. 20:00
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar
(Söguloftið)
Lau 23/1 kl. 17:00
þorrablót á eftir
Sun 31/1 kl. 16:00
Brúðarræninginn (Söguloftið)
Fös 15/1 kl. 21:00 U Lau 30/1 kl. 20:00
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Ástardrykkurinn
Fös 15/1 kl. 20:00
næstsíðasta sýn.
Lau 23/1 kl. 20:00
síðasta sýn.
Allra síðustu sýningar!
Á niðurleið! - Tónleikar Bjarna Thors Kristinssonar
Sun 17/1 kl. 20:00
Tónleikar fullir af alvöru og húmor!
Óperettutónleikar Óp-hópsins með Auði
Gunnarsdóttur
Þri 19/1 kl. 20:00
Vínar- og óperettutónlist eftir J. Strauss, E. Kálmán, F. Lehár, R. Stolz, o.fl.
Hellisbúinn
Lau 16/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00
Vinsælasti einleikur allra tíma!
Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks
Lau 30/1 frums. kl. 13:00
Lau 30/1 2. sýn. kl. 16:00
Sun 31/1 3. sýn. kl. 13:00
Sun 31/1 4. sýn. kl. 16:00
Sun 7/2 5. sýn. kl. 13:00
Sun 7/2 6. sýn. kl. 16:00
Lau 13/2 7. sýn. kl. 13:00
Lau 13/2 8. sýn. kl. 16:00
Sun 14/2 9. sýn. kl. 13:00
Sun 14/2 10. sýn. kl. 16:00
Ein af skemmtilegustu fjölskyldusýningum landsins!
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Næstu sýningar sjá á heimasíðu Borgarleikhússins
www.borgarleikhus.is
„Borgarleikhúsið er með stórsýningu
í höndunum, vel heppnaða, skemmti-
lega og afar vel unna.“ IÞ, mbl.
Síðasta sýning 31. janúar
HHHH PBB, Fbl