SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Síða 49

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Síða 49
10. janúar 2010 49 Sjá hátt rís Hallgrímskirkja í helgri trú á Krist. Hér vilja Guðs að virkja, svo varð til Kristni fyrst. Guðs orð er Andans, – fæðan hið innra og trúin mest. Er frelsun með Fjallræðan oss fræðir Jesús best. Björt sólin geislar geiminn en Guðs son dagljóst mál: Guð er, – sinn elskar heiminn. Þar ertu í trú, hans sál. Nú biðjum bræður, systur, er bænar náð oss hjá því hér er kominn Kristur, með kærleik Guði frá. Þegar ég var í Guðfræðideild, var þar mikilhæfur guðfræðikennari og stjórn- málamaður sem hét Magnús Jónsson. Hann skilgreindi guðspjöllin þannig að Jó- hannesar guðspjall, væri eins og málverk en Mattheusar, Markúsar og Lúkasar (samstofna guðspjöllin) eins og ljósmyndir sem hefðu fleiri trúarleg atriði, Jóhann- es færri sem hann skilgreinir og útmálar þó nákvæmar eins og málarinn málverk sitt. Lúkas gerði nákvæma grein fyrir guðspjalli sínu og Postulasögunni sem hann skrifaði hvoru tveggja til vinar síns. Það má gera ráð fyrir að Fjallræðan hafi greini- lega verið afrituð af mönnum sem stóðu Jesú næst. Hún hefur ýmis atriði frábrugð- in hinum guðspjöllunum t.d.: Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna, en ég segi yður… Hér gerir Kristur upp á milli gamla- og nýjatestamentisins og lýsir um leið þörfinni fyrir nýjatestamenntið. Fjallræðan nær til allra kynslóða sem á undan eru gengnar. En hvað skyldi vera úrlausnarverkefnið í dag? Það er auðvitað efnahagshrunið sem nú hrjáir þjóðina meira en nokkuð annað. Hvernig skyldi Kristur hafa leyst þá erfiðleika? Skrifað stendur: „Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annað hvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn, þér getið ekki þjónað Guði og Mammon.“ Matt: 6. Kafli 24.v. Hér er um sömu lausn að ræða og hjá AA samtökunum sem hafa hjálpað fjölda manna gegn Bakkusi. En það finnst mér alvarlega skorta á hjá þeim sem eru nú að reyna að leysa úr skelfilegum afleiðingum fégræðginnar. Þar eru menn að gleyma Guði. Andinn er þriðja orðið í hinni svokölluðu þrenningu sem er venjulega notað í upphafi predikunar og almennra bæna: Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. Til frekari ritskýringar er þrenningunni líkt við sólskinið. Þar er sólin Guð faðir, sólargeislinn sonurinn og sólarvarminn og ljósið andi sem glæðir lífið og gefur því vöxt alveg niður í grasrótina. Þannig má segja að til séu tvær hliðar á lífsforminu sem glæðir lífið innra og ytra skilningi. Hallgrímskirkja á Skólavörðu hæð Morgunblaðið/Ómar Eftir Pétur Sigurgeirsson biskup, emeritus Þjóðarhelgidómur Lag: Að biðja sem mér bæri eftir sundið flutti Guðmundur Magn- ússon landlæknir ræðu og afhenti sig- urvegaranum bikarinn. Eins og við önnur sambærileg tækifæri leyndi Guðmundur ekki aðdáun sinni á íþróttum og íþrótta- mönnum. Í hans augum var hvort tveggja til þess fallið að efla íslenska þjóð til dáða. Undir lok ræðunnar lyfti hann bikarnum svo allir gætu séð hann og mælti til fjöldans: „Þið haldið víst að hann sé alveg tómur, en hann er fullur, fullur upp á barma, – af ást og rækt við landið, af heitum óskum ungra hreystimanna um það, að verða landinu til gagns og þjóð- inni til sóma, aldrei að flýja, hvorki eld né ís, óstjórn eða kúgun, heldur eflast við hverja þraut.“ (Ísafold 8. janúar 1910). Síðan bað hann alla viðstadda að bjóða fósturjörðinni gleðilegt nýár með marg- földu fagnaðarópi. Það var gert. Mann- fjöldinn tók undir með níföldu húrra- hrópi. Sigurganga Stefáns Ólafssonar hélt áfram um sumarið. Í byrjun ágústmán- aðar sigraði hann í 105 m sundi á móti Ungmennafélags Reykjavíkur í Skerja- firði. Stuttu síðar fór hann með sigur af hólmi í fyrsta Íslendingasundinu sem sama félag stóð fyrir, einnig í Skerjafirði. Fyrir þann sigur hlaut hann titilinn Sundkóngur Íslands og að auki Sund- bikar Íslands sem Guðjón Sigurðsson úr- smiður hafði líka gefið. Stefán sigraði svo öðru sinni í Nýárssundinu árið eftir. Sama ár varð hann annar í Íslend- ingasundinu. Það sund var jafnframt hans síðasta kappsund. Í Nýárssundinu árið 1912 lét ungur sundkappi að sér kveða. Það var Erlingur Pálsson. Hann var aðeins 16 ára en sigraði með yfirburð- um. Það gerði hann einnig næstu tvö árin og vann þar með Nýársbikarinn til eign- ar. Hann átti eftir að vinna sundið fimm sinnum til viðbótar. Nýárssundið var haldið árlega til ársins 1923 en féll þó niður árin 1920 og 1921. Síðasta sundið vann bróðir Erlings, Jón Pálsson, sem síðar varð þekktur sundkennari. Árið 1999 tóku lögreglumenn í Reykjavík sig til og efndu til nýárssunds í Reykjavíkurhöfn. Um eiginlegt kapp- sund var þó ekki að ræða. Þátttakendurnir fimm í Nýárssundinu árið 1910. Sigurjón Sigurðsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Stefán Ólafsson er með bikarinn, Sigurjón Pétursson og Benedikt G. Waage. Útsynningur var og gekk á með éljum. Það var því fremur ófýsilegt að leggjast til sunds í sjónum. Svört og hvít málverk í hvítum og gráum römm- um, 2008, eftir Kristján Guðmundsson. Hann hlaut fyrstu verðlaun, milljón sænskar krónur. Tvírætt látbragð, 2004-2009. Sænski listamaðurinn Felix Gmelin hlaut þriðju verðlaun fyrir innsetninguna.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.