SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Blaðsíða 52
52 10. janúar 2010 O ft er talað um vestræna menningu sem einn suðu- pott. Sú er alls ekki alltaf raunin; oft sýður í pottunum sínum á hvorri hellunni. Þetta mátti glögglega sjá nú um hátíð- irnar, þegar stórblöð beggja vegna Atl- antshafs, í Bandaríkjunum og í Bretlandi, fjölluðu um ævisögu Hergés, The Man Who Created Tintin eftir Pierre Assoul- ine, sem kom út í Frakklandi árið 1996 en var fyrst nú að koma út á ensku. Ég var það heppinn að vaxa úr grasi á þeim árum þegar Tinni fór að tala ís- lensku, í einstaklega snjallri þýðingu Lofts Guðmundssonar. Hugprúði blaða- maðurinn og hundurinn hans hafa fylgt mér síðan; þessar 24 (vissulega misgóðu) sögur Hergés eru felldar kirfilega í horn- stein æskuminninganna. Tinni öðlaðist heimsfrægð á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ekki skipti máli hvaða tungumál börn töluðu, eða hver bakgrunnur þeirra var, þau nutu þess að ferðast með þeim Kolbeini kaf- teini til Syldavíu, Tíbet og myrkra mána- fjalla. Nema börnin í Bandaríkjunum. Þar héldu ofurhetjur Tinna utan við land- helgina. Þetta sást glögglega þegar Hergé, skapari hetjunnar, lést árið 1983. Á með- an gjörvallur frönskumælandi heimurinn laut til að mynda höfði í sorg – allar myndir í dagblaðinu Liberation daginn eftir voru úr Tinnabókunum, hvort sem um auglýsingar eða fréttamyndir var að ræða – þá birtist örstutt dánarfregn í The New York Times, 182 orð. Og enn virðast Bandaríkjamenn ekki ná því hvað Tinni hefur verið mikilvægur fé- lagi ungmenna á öllum aldri, um allan heim. Gagnrýnandi The New York Times, sem fjallar um ævisögu Hergés, hæðist til að mynda að hugleiðingum Assoulines um 20. öldina sem „öld Hergés“. Hann vill halda fram sínum hetjum, spyr hvort þetta hafi ekki frekar verið öld Mikka músar eða Batmans – eða Barts Simpsons. Bætir svo við: „Þó ég kunni líka að meta Tinna, þá myndi ég ekki einu sinni gefa honum áratug. Eitt eða tvö ár væru í lagi, við hlið annarra ekki svo merkilegra, eins og Zonker Harris eða Fantastic Four.“ Nei, Bandaríkjamenn hafa aldrei náð Tinna. Þeirra er heimur ofurhetjanna. Okkar hetja ferðast um heim sem við þekkjum og gerir þann heim betri. Bresku gagnrýnendurnir eru sammála um það. En hvað með skapara Tinna, Hergé? Hann átti sér vissulega ekki flekklausa fortíð. Vann til að mynda í skjóli nasista í seinni heimsstyrjöldinni og var að auki illa við börn. Allir þeir sem fjalla um þessa ævisögu eru þó sammála um það að hann var snillingur í frásagnartækni mynda- sagna – meira að segja rýnir The New York Times segir hann snýta þeim banda- rísku hvað það varðar. Tekist á um Tinna Orðanna hljóðan Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is V art er hægt að hugsa sér ólík- ari menn en illmennið Adolf Hitler og fagurkerann Oscar Wilde. Þeir áttu það þó sam- eiginlegt að vera ákaflega hjátrúarfullir og auk þess voru þeir miklir lestrar- hestar. Í tveimur nýlegum bókum er sagt frá því hvaða bækur mótuðu og höfðu áhrif á þessa ólíku menn. Bókin um Hitler nefnist Hitler’s Private Libr- ary og er eftir Timothy W. Ryback og bókin um Wilde nefnist einfaldlega Oscar’s Books og er eftir Thomas Wright. Lestrarhesturinn Hitler Þegar Hitler svipti sig lífi, 56 ára gamall, átti hann 16.000 bækur, sem telst gríð- arlega gott bókasafn. Hann hafði fyrir venju að lesa að minnsta kosti eina bók á kvöldi. Í bókasafni Hitlers voru áberandi bækur um hernaðarsögu, listir, stjörnu- speki og andleg málefni. Einnig bækur um mat og næringu, auk allmargra bóka um kaþólsku kirkjuna. Hitler var lítið gefinn fyrir vandaðar fagurbókmenntir en átti þó öll verk Shakespeares og hafði sérstakt dálæti á leikriti hans Júlíusi Sesar. Afþreyingarbækur voru nokkuð fyrirferðarmiklar í bókaskápum Hitlers og hann átti til dæmis allar bækur Edgar Wallace. Þýska ævintýraskáldið Karl May var í miklu uppáhaldi hjá Hitler en bækur höfundarins hafði hann gleypt í sig í æsku. Þýsk þýðing á The International Jew eftir Henry Ford var ein af bókunum í bókasafni Hitlers og sú bók sem hafði hvað mest áhrif á hugmyndafræði hans. Í bókinni reifaði Ford hugmyndir sínar um alþjóðlegt samsæri gyðinga og sagði að á eftir Bandarikjunum stafaði Þýska- landi mest hætta af uppgangi þeirra. Í Hitler’s Private Library er mikið fjallar um þær bækur sem mótuðu og efldu gyðingahatur Hitlers. Þar kemur fram að Johann Gottlieb Fichte var eftirlætisheismpekingur Hitlers, enda fullur af hatri á gyðingum en ólíkt því sem ætla mætti hafði Nietzsche ekki ýkja mikil áhrif á hugmyndafræði Hitl- ers. Hitler sagði sjálfur að Nietzsche skrifaði dásamlega fallega en sagðist ekki nota skrif hans sem leiðavísi. Enginn rithöfundur Hitler dundaði sér við skriftir. Fyrra bindið af Mein Kampf kom út 1925 og fékk skelfilega dóma. Einn gagnrýnandi sagðist hafa efasemdir um andlega heilsu höfundarins og annar sagði bók- ina jafngilda pólitísku sjálfsmorði. Hitl- er, sem hrósaði Mussolini fyrir að skrifa og tala fallega ítölsku, gerði sér glögga grein fyrir eigin takmörkunum á ritvell- inum og sagði: „Ég er ekki rithöfund- ur.“ Minnugur fagurkeri Oscar Wilde var hins vegar rithöfundur af guðs náð og fátt þótti honum verri synd en að skrifa vonda setningu. Wilde átti 2000 bækur, sem telst ekki sérlega stórt bókasafn. Honum þótti afar vænt um þessar bækur sínar sem voru seldar á uppboði fyrir slikk þegar hann var dæmdur í fangelsi fyrir samkyn- hneigð sína. Í fangelsinu voru það bæk- ur sem héldu í honum lífi þótt aðgangur hans að þeim væri takmarkaður af yfir- völdum. Wilde sagði sjálfur að á þessum tíma hefðu þær bækur sem hann fékk að lesa bjargað andlegri og líkamlegri heilsu sinni. Wilde heillaðist af öllu því sem fagurt var og hafði andstyggð á raunsæi. Hann las ævintýri og ljóð og dáði Shakespeare og gat vitnað í verk hans þvers og kruss. Plató hafði einnig mikil áhrif á hann. Og svo voru Flaubert og Balzac og ótal margir aðrir. Eftir að hafa lesið hið mikla verk Balzac, Comédie Humaine sagði Wilde: „Maður fer að trúa því að eina raunverulega fólkið sé það sem aldrei var til.“ Wilde, sem hafði fínan bókmenntasmekk, var hins vegar furðu ónæmur fyrir snilli Charles Dickens. Wilde hafði fyrir venju að lesa í rúm- inu. Hann var ótrúlega hraðlæs og minnugur með afbrigðum. Kunningi hans einn prófaði eitt sinn minni hans og komst að því að það nægði Wilde að líta yfir skáldsögu á nokkrum mínútum til að geta svarað ítarlegum spurningum um efni hennar. Innsýn í hugarheim Bækurnar um bóklestur Hitlers og Wilde hafa vakið ágæta athygli og fengið góða dóma. Allt sem snertir Hitler er vita- skuld söluvara og líf Oscars Wilde, þessa skemmtilega og snjalla manns, sem steypti sér í glötun með ótrúlega heimskulegri málssókn, er sneisafullt af dramatík og því gott lesefni Báðar eru bækurnar afar læsilegar og skemmtilegar en bókin um Hitler er fræðilegri en bókin um Wilde. Báðar veita þær góða og athyglisverða innsýn í hugarheim þessara mjög svo ólíku manna. Oscar Wilde var ótrúlega minnugur lesandi. Illmennið og fagurkerinn Tvær bækur komu nýlega út um lestrar- hestana Adolf Hitler og Oscar Wilde. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Adolf Hitler átti 16.000 bækur. Bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.