SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Side 6
6 14. mars 2010
Þessar teikningar eru eftir bandarískan lista-
mann sem fenginn var til að taka þátt í til-
raunum á LSD á sjötta áratugnum. Honum var
gefinn skammtur af LSD og beðinn að teikna
lækninn sem sat yfir honum.
Fyrsta teikningin var gerð aðeins 20 mín-
útum eftir að hann fékk skammtinn og fann þá
að eigin sögn fyrir engum áhrifum. Eftir því
sem frá líður breyttist hinsvegar bæði hegðun
og teikningar mannsins eins og sést. Rúmum
2 klst. eftir skammtinn lýsir læknir því þannig
að maðurinn byrji að hlæja óstjórnlega en
skyndilega verði honum mjög brugðið vegna
einhvers sem hann sér á gólfinu. Korteri síðar
reynir hann að klifra ofan í blýantakassann. Á
þessu stigi getur hann tæplega talað. Á
fimmtu klst. leggst hann niður og sveiflar
höndunum í tvo tíma. Stendur loks upp og
hleypur fram og til baka um herbergið. Eftir
um 6 klst. fer að draga úr áhrifunum og hann
segist finna fyrir hnjánum á sér aftur. Eftir 8
klst. teiknar hann síðustu myndina, segir að
hún sé ljót og hann vilji fara heim.
Listamanni gefið
LSD í tilraunaskyni
H
inn 16. ágúst 1951 umturnaðist
Pont-Saint-Esprit í Frakklandi úr
friðsælu þorpi í vettvang æð-
isgenginna ofsjóna og ofsókn-
arbrjálæðis íbúanna. Einn af öðrum gengu
þorpsbúar nánast af göflunum.
Á endanum höfðu hundruð manna umturn-
ast. Gripið var til þess að binda þá sem urðu
fyrir áhrifum niður í rúmin sín og birgðir af
spennitreyjum voru sendar til bæjarins til að
hemja þá sem hlupu sturlaðir um göturnar.
Einn maður reyndi að drekkja sér og hrópaði
að snákar væru að éta hann að innan.
Annar hrópaði að hann væri flugvél áður en
hann stökk út um glugga á annarri hæð og
braut á sér fæturna. Hann stóð upp engu að
síður og hélt áfram eina 50 metra. Mestan óhug
vakti þó þegar 11 ára gamall drengur trylltist og
reyndi að kyrkja ömmu sína. A.m.k. fimm
þorpsbúar dóu, þar af voru tveir sem sviptu sig
lífi. Tugir særðust eða voru lokaðir inni á hæl-
um í í kjölfarið og sumir jöfnuðu sig aldrei.
En hvað gerðist? Þessu hafa íbúar Pont-Sant-
Esprit spurt sig að í tæp 60 ár. Sú kenning var
fljótlega sett fram að ofskynjanirnar mætti
rekja til svæsinnar matareitrunar.
Í ljós kom að allir þeir sem urðu fyrir áhrifum
áttu það sameiginlegt að hafa borðað brauð frá
bakaranum í bænum og voru leiddar að því lík-
ur að hráefni bakarans hefði verið mengað af
ofskynjnarsveppum eða kvikasilfri. Nú hefur
blaðamaðurinn H.P. Albarelli Jr. hins vegar
loks veitt bakarnum uppreisn æru þar sem
hann varpar nýju ljósi á málið í bók sinni A
Terrible Mistake: The Murder of Frank Olson
and the CIA’s Secret Cold War Experiments.
Albarell komst yfir upplýsingar sem gefa til
kynna að þorpsbúar hafi verið fórnarlömb
leynilegrar tilraunastarfsemi á vegum banda-
rísku leyniþjónustunnar CIA, sérdeildar
Bandaríkjahers og vísindamanna frá lyfjafyr-
irtækinu Sandoz í Sviss.
Vísindamenn frá Sandoz voru að sögn Alba-
relli einmitt með þeim fyrstu á staðinn til að
„rannsaka“ orsakir vitfirringarinnar og voru
það þeir sem skelltu skuldinni á brauðið.
Markmiðið að svipta óvinahermenn vitinu
Samkvæmt rannsóknum Albarelli var hins
vegar ekki um neina matareitrun að ræða held-
ur virðist sú martröð sem lögð var á íbúa Pont-
Sant-Esprit hafa verið verið liður í leynilegri
áætlun CIA, svokallaðri MK-ULTRA áætlun sem
snerist um að kanna leiðir til að ná stjórn á
huga óvinanna (e. mind control).
Þannig var ofskynjunarlyfinu LSD sprautað
út í andrúmsloftið í Pont-Sant-Esprit auk þess
sem því var blandað við matvörur þorpsbúa.
Í bók Albarelli kemur fram að Bandaríkja-
stjórn hafi íhugað að innleiða LSD sem nýtt
efnavopn. Lyfjafyrirtækið Sandoz hafi m.a.
kynnt þeim að með aðeins litlu magni af efninu
blönduðu við vatnsbirgðir væri unnt að svipta
heila herdeild vitinu og gera hermennina
þannig óhæfa til að berjast. MK-ULTRA áætl-
unin svokallaða var sett af stað í upphafi 6. ára-
tugarins og gekk langt fram á hinn 7. en á því
tímabili voru fjölmargar tilraunir gerðar með
hugsanleg efnavopn, fyrst og fremst LSD en
einnig önnur lyf.
Þegar MK-ULTRA var hætt fyrirskipaði
Richard Helms, þáverandi yfirmaður CIA, að
öll gögn um áætlunina skyldu eyðilögð og því
hefur reynst erfitt að varpa endanlegu ljósi á
hvað fór fram. Hinsvegar benda þær heimildir
sem eftir eru til þess að áhrif LSD hafi verið
prófuð ítarlega og með ýmsum hætti, yfirleitt
án vitneskju hinna mennsku tilraunadýra.
Ein leið sem farin var til að ná tilraunadýrum
var að setja upp vændishús í nokkrum borgum
Bandaríkjanna og í Frakklandi. Talið var að
kúnnar vændiskvenna væri hópur sem hvað
síst myndi segja frá upplifun sinni. Mönnunum
var gefið LSD án þeirra meðvitundar og í kjöl-
farið fylgdust vísindamenn með handan við
einhliða spegil og skráðu áhrif þess á hegðun
þeirra með vændiskonunum. Þá heldur Alba-
relli því fram að yfir 5.700 bandarískir her-
menn hafi óafvitandi verið notaðir sem til-
raunadýr fyrir LSD á árunum 1953- 65.
Sú árás sem gerð var á íbúa sjávarþorpsins
Pont-Saint-Esprit er hinsvegar sennilega sú
umfangsmesta í þessum rannsóknum Banda-
ríkjamanna og stríddi í öllu gegn Nürnberg-
samkomulaginu sem m.a. Bandaríkin skrifuðu
undir í kjölfar síðari heimsstyrjaldar aðeins
nokkrum árum fyrr, en þar er m.a. kveðið á um
að þegar tilraunir eru gerðar á fólki verði sam-
þykki þess að liggja fyrir.
Hernaður
gegn
huganum
Tilraunir með
ofskynjunarlyf
á saklausu fólki
Pont-Sain-Esprit við Rínarfljót er í dag fallegur ferðamannastaður í Suður-Frakklandi en þorpsbúar glíma enn við fortíðina.
Vikuspegill
Una Sighvatsdóttir una@mbl.is
LSD er ofskynjunarlyf
sem hefur áhrif á
miðtaugakerfi lík-
amans. Það var ekki
aðeins CIA og Banda-
ríkjaher sem prófuðu
virkni þess um miðja
síðustu öld, því fjöl-
margir sálfræðingar
og læknar gerðu til-
raunir með það auk
listamanna á sjálfum
sér. Brátt varð þó
ljóst að efnið getur
verið hættulegt og
leitt til rangskynjana,
ótta, árásarhneigðar
og endurhvarfa.
Ýmsir
fylgikvillar
40%afsláttur
Ungnauta m
ínútusteik1898kr
.
kg.
verð áður 3
198
meira fyrir minna