SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Page 30

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Page 30
30 14. mars 2010 Þ að eru mikil umbrot undir Eyjafjallajökli. Daglega mælast tugir skjálfta, misstórir og á ýmsum stöðum og mismunandi dýpi. Fyrir fáeinum dögum mældist einn undir toppgígnum. Sá var um 3 á Richter-skal- anum. Vísindamenn lesa í þessa atburðarás. Þeir segja ekki útilokað að hrinan leiði til þess að gos verði í jöklinum. En reynslan sýni einnig að ró geti færst yfir svæðið á ný og gosi gæti seinkað um ár og jafnvel áratugi. Vísindamennirnir eru trúir fræðum sínum og þeim kröfum sem vísindin gera til álykt- ana og fullyrðinga. Óvísindamennirnir Stjórnarherrarnir setja sér engar slíkar skorður. Í heilt ár hafa þeir haft uppi spár um hvað óhjá- kvæmilega muni gerast „eftir örfáa daga“ ef þing- heimur, almenningur, forsetinn og allir aðrir verði ekki við því að axla ólöglegar skuldbindingar gagn- vart erlendum innistæðueigendum. Og í heilt ár hefur ekkert gerst, nema hið gagnstæða við ill- spárnar. Málstaður Íslands hefur fengið aukinn skilning, þótt rök forystumanna þjóðarinnar, há- vær og heimskuleg, hafi sífellt unnið gegn honum. Þegar tilkynnt var í byrjun janúar að forsetinn treysti sér ekki til að staðfesta ríkisábyrgðarlög gegn áskorunum 60 þúsund Íslendinga hófst ein- hver ósvífnasti hræðsluáróður sem menn hafa orð- ið vitni að. Ríkisútvarpið fór hamförum og sló jafn- vel baugsmiðlana út það sinnið. Um leið og lotan stóð yfir var gerð könnun sem sýndi að herferðin hafði heppnast og þjóðin ætlaði í skelfingu sinni að samþykkja óskapnaðinn. En það reyndist á hinn bóginn rétt að ekki er hægt að blekkja allan fjöldann endalaust. Smám saman tók fólkið í land- inu að sjá í gegnum spunann. Og könnun Rík- isútvarpsins um meirihlutasamþykki ríkisábyrgð- arlaganna snerist upp í ríflega 90 prósenta höfnun og eftir stóð um og yfir 1 prósent samþykki. Hinni sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu ákvað Rík- isútvarpið að gera sömu skil og prófkosningum Frjálslynda flokksins. Falin er í illspá hverri, ósk um hrakför sýnu verri En hvers vegna hefur ekki verið farið yfir skelfing- arspárnar? Þær eru allar til. Því er ekki horft ofan í hið efnahagslega hyldýpi, sem átti að myndast? Hinar dramatísku lýsingar eru enn til og ekki er vitað annað en að hinir fimu fræðimenn, sem voru svo til í tuskið, séu enn á launum og við sæmilega heilsu. Af hverju er ekki rætt við þá? Allir vita hvernig umheimurinn átti að lokast. Allir muna hvernig gengið átti að hrynja enn frekar. Allir geta rifjað upp hvernig verðbólgan átti að rjúka upp og Seðlabankinn yrði að hækka vexti. Flestir muna líka hvernig matsfyrirtækin áttu að færa hið ís- lenska lögheimili í lökustu slömm veraldar. Og hinir sömu muna líka hvernig Bretar og Hollend- ingar, seinþreyttir til vandræða, illir og reiðir áttu endanlega að taka íslenska þjóð í nefið. Og bræðra- þjóðirnar á Norðurlöndum ættu í kjölfarið að svíkja okkur formlega og ódulbúið og stíga þar með skrefinu lengra en þær þegar hafa stigið. Gerðist eitthvað af þessu? Ekki allt, bara eitthvað? Las ekki gengið hrakspárnar? Af hverju hefur það styrkst? Eru matsfyrirtækin virkilega hætt að trúa því að það sé mjög gott fyrir langtímalánstraust Íslands að hrúga skuldum á landið? Ríkisstjórnin og Seðla- bankinn hafa þó trúað fastar á þetta en hræddu börnin á Grýlu og Lepplúða. Og Bretar og Hollend- ingar brugðust við með þeim hryllilega hætti að slá 80 milljarða af kröfum sínum. Og norski utanrík- isráðherrann er aðeins farinn að sjá að sér, þótt enn sé nokkuð í land. Verðbólgan fer minnkandi og hið eina sem heldur henni uppi eru skattahækkanir ríkisstjórnarinnar. Seðlabankanum er ekki stætt á að hækka vexti til að bregðast við skattahækk- unum, því þær eru nú einu sinni til þess fallnar að draga úr þenslu í þjóðfélaginu. Það er reyndar ekki það brýnasta um þessar mundir. Hvernig væri að Ríkisútvarpið færi yfir fréttir sínar eftir synjun rík- isábyrgðarlaganna og bæði þjóðina afsökunar í kjölfarið? Eldurinn brennur á fólki og fyrirtækjum En á meðan forystumenn ríkisstjórnarinnar sjá ekkert nema Icesave, sem er málefni Hollands og Bretlands fremur en Íslands, þá brennur eldurinn glatt heima fyrir. Fyrirtækin sjá ekki út úr augum. Fjölskyldur sundrast af því að vonirnar hrundu og loforð ríkisstjórnar um hjálp og úrræði voru inni- haldslaus orð. Atvinnuleysi eykst dag frá degi. Óróleiki og kvíði fer vaxandi. Og helstu ráðamenn þjóðarinnar hafa mestar áhyggjur af velferð Breta og Hollendinga. Slökkviliðið upptekið í öðru Og hitt sem við er að fást og fjármunum er fleygt í og stjórnkerfið allt er undirlagt við að sinna svo það getur ekki snúið sér að hagsmunamálum þjóð- arinnar, hvað er það? Jú, þar er innganga Samfylk- ingarinnar í Evrópusambandið. Nú vill það svo til að slík innganga er brot á sjálfri stjórnarskrá lands- ins. Hefur það verið útskýrt fyrir búrókrötum í Brussel af hinum búralega krata í utanríkisráðu- neytinu? Lögfræðingar deila um margt. En ekki um það að Ísland geti ekki gengið í Evrópusambandið að óbreyttri stjórnarskrá. Hefði ekki verið rétt að nefna það við þjóðina hvort hún vildi gera slíka breytingu á stjórnarskránni áður en menn meld- uðu sig sem beiningamenn með betlistaf í Brussel? Hefði það ekki verið hin sjálfsagða röð atburða? Ráðamenn Samfylkingar afhentu Svíum umsókn um aðild að ESB tvisvar af því að Össur Skarphéð- insson langaði á mynd. Í framhaldi var tilkynnt um að hin íslenska umsókn hefði verið sett um borð í sérstaka hraðlest. Hefur einhver spurst fyrir um þá hraðlest? Er ekki flest sem bendir til að hún sé enn við brautarpallinn? Væri ekki hægt að ræða við Svía um að Samfylkingin fengi að afhenda umsóknina í Reykjavíkurbréf 12.03.10 Gýs þjóðin á undan jöklinum? Horft yfir Eyjafjallajökul.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.