SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Qupperneq 38
38 14. mars 2010 Ferðalög Í slendingar hafa stórlega dregið úr ferðalögum er- lendis sökum efnahagsástandsins enda má krónan sín lítils í þeim nágrannalöndum okkar sem við helst ferðumst til. Sagt er að grasið sé ekki grænna hinum megin við lækinn, og það er rétt hvað varðar að ferðalag til Evrópulanda er líkt og að fara úr öskunni í eldinn varðandi dýrtíðina, en þá er bara að fara yfir haf- ið, Miðjarðarhafið. Marokkó er heillandi áfangastaður og allt önnur ver- öld en þau lönd sem næst okkur liggja. Í Marokkó er hægt að láta sig hverfa í faðm fagurra fjalla, eyðimarka eða iðandi mannlífs í þröngum götum gamalla borga. Þar er hægt að hverfa hvort heldur er inn í sjálfan sig í óbyggðum eða aftur í tímann í miðaldaborgum þar sem öll skilningarvit eru undir stöðugum árásum vegna lyktar, hávaða og litadýrðar. Og þar hefur íslenskur launamaður eilítinn kaupmátt. Ef einhverjum finnst Marokkó vera langt í burtu er vert að hafa í huga að það er álíka langt flug frá London til Marokkó og frá Íslandi til London, í raun aðeins skottúr í aðra veröld. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa um nokkurt skeið boðið upp á skipulagðar gönguferðir um Atlasfjöllin í Marokkó. Eftir annasama vertíð í ferðamannabrans- anum á síðasta ári fóru starfsmenn Íslenskra fjallaleið- sögumanna og nokkur viðhengi, samtals 19 manna hópur, í slíka ferð til að hlaða batteríin og slóst undirrit- aður í hópinn. Hæsta fjall Norður-Afríku Atlasfjöllin eru rúmlega 2.400 km langur fjallgarður sem liggur um Túnis, Alsír og Marokkó. Í Marokkó er hæsti tindur Atlasfjalla, Toubkal (4.167 m), sem einnig er hæsti tindur Norður-Afríku. Ferðinni var heitið hringinn í kringum Toubkal sem var svo klifinn á sjötta degi. Flogið var frá Gatwick í Englandi til hinnar heillandi borgar Marrakesh sem mátti bíða eftir ferða- löngum þar til þeir höfðu lokið gönguferð sinni. Leið- sögumennirnir Ahmed og Hamid tóku á móti hópnum á flugvellinum í Marrakesh og var keyrt rakleiðis upp í fjöllin þar sem fyrstu nóttinni var eytt á gistiheimili i 1.700 metra hæð. Eftir góðan nætursvefn og morgunmat var hópurinn kynntur fyrir teyminu sem átti að sjá um að allt gengi sem best fyrir sig í fjöllunum næstu sex daga. Auk leið- sögumannanna tveggja og kokks voru níu múlasnarekar í leiðangrinum sem sáu um að reka múlasnana sem báru farangur og vistir hópsins. Fyrsti dagurinn gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Þegar gengið er um fjöll og dali þarf að ganga upp og niður. Byrjað var í 1.700 metra hæð og gengið upp í 2.300 metra hátt fjallaskarð og niður úr því í dalverpi í 1.800 metra hæð áður en náttstað var náð í 2.300 metra hæð. Gangan var hins vegar hin skemmtilegasta því þennan dag líkt og aðra var gengið um þorp og akra berbanna sem búið hafa á þessu svæði frá örófi alda. Glaðvær og forvitin börn heilsuðu göngumönnum og hægt var að spjalla við heimamenn með aðstoð leið- sögumannanna. Þessa fyrstu nótt á göngu var gist í tjöldum, allir upplifðu að það er ekki einungis heitt í Afríku heldur getur orðið býsna svalt í 2.300 metra hæð að nóttu til. Það var þó ekki neitt sem kom á óvart og fór vel um alla ferðalanga sem höfðu tekið með sér góða svefnpoka, hlý undirföt og dúnúlpur. Næsta dag var klöngrast upp í 3.550 metra hátt fjalla- skarð eftir aldagömlum múlasnaslóðum og yfir í dal- verpi sem berbarnir halda til í á sumrin og rækta m.a. krydd sem þeir selja. Þar voru yfirgefin híbýli sem ekki myndu glæðast lífi aftur fyrr en næsta vor, einskonar sel. Þennan dag var hópurinn einn á ferð í fjöllunum og ekki sála á ferli eða farið í gegnum nein þorp. Næstu dagar liðu á áfram í samblandi af tímaleysi, að- dáun á fallegri og stundum hrikalegri náttúru, sam- skiptum við þorpsbúa sem einkenndust af gagnkvæmri forvitni, spjalli við skemmtilega ferðafélaga, kvöldvök- um þar sem innfæddu leiðangursmennirnir sungu tregafulla hirðingjasöngva, púli og svita, urð og grjóti, slætti í tjöldum í vindi og hrotum þreyttra göngugarpa í tjaldbúðum sem höfðu sofnað út frá korri múlasnanna. Upp í þunna loftið Síðasta göngudaginn var vaknað klukkan fjögur um morguninn og lagt af stað á tindinn Toubkal. Það er óhjákvæmilegt að finna fyrir þunnu lofti þegar gengið er á fjall sem er 4.167 metra hátt en hópurinn hafði fengið góða hæðaraðlögun. Síðustu sex daga hafði hópurinn hækkað og lækkað sig á hverjum degi í hæð, mest upp í 3.650 metra, og gist í 3.200 metra hæð. Allir voru því vel tilbúnir fyrir toppdaginn. Það var eftirvænting í mannskapnum þegar lagt var af stað í myrkrinu. Það var farið hægt yfir vegna þunna loftsins og þeir sem reyndu að sperra sig gripu fljótt andann á lofti. Flestir mændu því í geisla höfuðljóss síns á ökkla og kálfa þess sem á undan gekk á meðan þeir pjökkuðu sig upp bratta hlíðina. Þegar litið var upp sáust ljósin á göngugörpunum mynda e.k. slöngu í myrkrinu sem vafði sig í hlykkjum upp fjallið. Ferðin á toppinn gekk vel og kom í ljós að reisan í kringum Toubkal hafði verið fullkominn undirbúningur fyrir atlöguna sjálfa að tindinum. Sólarupprásin var til- komumikil og á toppi Toubkal blasti við ægifagurt út- sýni yfir Atlasfjöllin, yfir djúpa dali og á aðra fjallatoppa. Þar var áð í drykklanga stund í sæluvímu áður en fetað var niður hlíðina á ný. Veglegur hádegismatur beið hópsins eftir afrekið og eftir hann var gengið niður langan dal allt niður til siðmenningar og gistihússins sem hýsti hópinn fyrstu nóttina í Marokkó. Hringnum var þar með lokað. Þröngar götu Marrakesh Næsta dag var ekið til Marrakesh og sú heillandi borg skoðuð vel. Innan gömlu borgarmúranna leynast marg- ar gamlar minjar en ekki er síst áhugavert mannlífið sem iðar í þröngum götunum. Myndefnin eru mýmörg en það ber hafa í huga að ekki er öllum Marokkóbúum vel við að vera myndaðir. Eftir að undirritaður hafði tekið einfalda götumynd kom til hans maður, í kufli með alskegg og höfuðfat og greinilega mjög trúaður múslími, og spurði kurteislega hvort hann mætti sjá myndina. Það var auðsótt og þar sem hann sást á mynd- inni bað hann um að henni yrði eytt sem var gert. Mað- urinn var hinn kurteisasti og kom með langar útskýr- ingar á af hverju hann vildi ekki sjást á mynd á jörðinni þegar hann færi í aðra veröld en sagði að því miður væri ekki hægt að komast hjá myndum í vegabréfum. Þetta var í raun skemmtileg og áhugaverð upplifun sem einkenndist af gagnkvæmri kurteisi en það er ekki hægt að gera ráð fyrir að allir taki slíkum myndatökum jafnvel og sjálfsagt að biðja leyfis ef taka á myndir af ákveðnu fólki. Horft yfir strandlengjuna við gamla borgvirkið í Essaouira. Iðandi mannlíf í einni af þröngum götum Marrakesh. Gönguhópurinn klöngrast upp í gamlan jökuldal. Skottúr í aðra veröld Gangan er ævintýraleg á fjallið Toubkal, sem er 4.167 hátt, og fjölskrúðugt mannlíf í fjallaþorpunum og borginni Marrakesh. Steinar Þór Sveinsson „Kodak-móment“ á toppi Toubkal.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.