SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 50

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 50
50 14. mars 2010 M yndlist Tryggva Ólafssonar kallar á mörg lýsingarorð. Eitt þeirra – örlæti – lýsir henni þó betur en flest önnur. Einhverjum kann að þykja auðveldara að heimfæra þetta orð á geðríkan lista- og lífsnautnamanninn sjálfan, sem áratugum saman skaut skjólshúsi yfir umflakkandi Íslendinga í margskonar ásigkomulagi meðan hann bjó í Kaupmannahöfn, trakteraði þá á mat, músík og heillandi frásögnum. En þetta á engu síður um myndlist Tryggva, enda varla við öðru að búast af svo heilsteyptum manni. Þetta „örlæti“ er að sumu leyti innbyggt í þá mynd- listarstefnu sem Tryggvi hefur verið helgaður frá því um miðjan sjöunda áratuginn, nefnilega popplistina. Sú list grundvallast ekki á viðteknum módernískum hug- myndum um nýsköpun frá grunni, heldur á meðhöndl- un listamannsins á myndrænum ummerkjum nútíma neyslu- og fjölmiðlasamfélags, teiknimyndasögum, blaðaljósmyndum, auglýsingaskiltum, vöruumbúðum, kvikmyndabútum og fleiru í þá veru, og matreiddum í sérkennilegri blöndu af aðdáun og kaldhæðni. Þekkt dæmi eru myndir Errós upp úr hasarblöðum og myndir Rosenquists af spaghettipökkum. En þótt gjörvallt myndróf nútímalegrar hversdagstilveru hafi staðið helstu forkólfum þessarar myndlistarstefnu til boða, einkennast verk þeirra flestra langt í frá af því örlæti sem hér er fjallað um, heldur miklu frekar af vaxandi sérhæf- ingu, fækkun hugmynda niður í fáein stef, fækkun merkingarbærra hluta og mótífa. Sem er ákveðin tegund nánasarháttar. Í myndlist af þessu tagi er listamaðurinn alltaf eins konar „gestgjafi hlutanna og myndflöturinn sá rúm- fræðilegi staður sem hann hefur stefnt þeim á“, eins og góðvinur Tryggva, listgagnrýnandinn Peter Michael Hornung, segir í ágætri grein um hann. Og þótt Tryggvi sé veitull gestgjafi hefur hann tæpast efni á því, fremur en við hinir, að halda að staðaldri „opið hús fyrir óákveðinn fjölda ótilgreindra gesta“, svo aftur sé vitnað í Hornung. Engu að síður kallar hann til fundar við sig á striganum nógu margt úr myndforðabúri heimsins til að koma af stað frjóum samræðum um tónlist, kvikmyndir, bókmenntir, mannfræði, myndlistarsöguna og umfram allt um mannkynssöguna. Í þessu örlæti felst vissulega ákveðin áhætta: hvaða trygging er fyrir því að allt þetta lið, segjum Louis kallinn Armstrong, dönsk dragdrottn- ing, listaskáldið góða, Jean Luc Godard, Carl Th. Dreyer, grísk hofróða, Henri Matisse og steinaldarmaður í víga- hug, geti verið á innbyrðis spjalli? Hvað þá að við getum öðlast hlutdeild í þeim samræðum? Framar öðru hefur lífsstarf Tryggva falist í því að þróa myndmál og litróf sem standa undir þessum díalóg andstæðnanna, mál sem er greinilegt, einfalt og sterkt, um leið og það gefur ótal margt í skyn. En gefum okkur að þessar samræður gangi greiðlega fyrir sig á hinu myndræna plani – myndlistarferill Tryggva virðist staðfesta það – hvað eiga þær að fyr- irstilla? Er hægt að draga af þeim haldbærar ályktanir um það sem listamaðurinn vill fá út úr þeim? Að sönnu er af býsna mörgu að taka. En við nánari skoðun mynda þær það sem einn bókmenntafræðingur, Matthías Viðar Sæ- mundsson, hefur nefnt „rímbundið samhengi“. Sem þýðir að hin ýmsu svið myndrænnar samantektar slá neista hvert af öðru, uns eftir stendur eitthvað sem kalla mætti „hugmynd um manninn“. Sem Tryggvi af lítillæti sínu kallar „heimspeki til heimabrúks“. Manneskjan alltaf söm Snemma á ferli sínum málaði Tryggvi mynd sem hann nefndi Varið land, með augljósri tilvísan til umdeilds fé- lagsskapar með sama nafni. Árið 1977 hefur eflaust verið litið á þessa mynd sem innlegg í áróðursherferð íslenskra herstöðvarandstæðinga, en í dag, í ljósi þess sögulega yf- irlits sem sýning Tryggva í Listasafninu á Akureyri myndar, öðlast það aðra og víðtækari merkingu. Í myndinni raðar Tryggvi saman minnum – mér finnst rangt að kenna myndmál hans við tákn, sem gæfi til kynna að það væri hluti af ákveðnu og læsilegu kerfi – sem í sameiningu draga upp mynd af ástandi sem kalla mætti „íslenskt tímaleysi“. Við sjáum gamlan torfbæ, máf svífa þöndum vængjum, mann við málaratrönur úti í náttúrunni og hægindastól sem gefur fyrirheit um hvíld. En það á sér stað „rof“ í myndinni, þessu „tímaleysi“ er spillt með inngripi pólitískra afla (mynd af Bjarna heitn- um Benediktssyni), herþotum, hálfum hermanni (!), handsög sem klýfur myndflötinn, skammbyssu og reykjarkófi (eftir sprengjuárás?). Og myndin spyr: Hvað gerðist og hvað er til varnar? Í því „rímbundna samhengi“ sem verk Tryggva færa okkur erum við stöðugt minnt á það að hvernig sem ver- öldin veltist er manneskjan í umróti atburðarásarinnar alltaf söm. Hvort sem hún veifar lærlegg af stórgrip eða Kalashnikov-riffli, gaumgæfir vængjablak fuglanna eða flýgur þotum á ljóshraða, lofsyngur ástina eða stundar vændi, lifir í eymd eða allsnægtum. En frá því Tryggvi hóf að mála þessar margbrotnu og gagnorðu myndir hef- ur hann líka gefið sterklega til kynna að þó að við göng- um að því sem gefnu að maðurinn sé, og hafi alltaf verið, leiksoppur tímans og sögunnar, þurfum við engu að síð- ur að vaka yfir manngildinu, því sem Þjóðverjar mundu nefna Menschlichkeit, verja það með öllum tiltækum ráðum. Þetta áréttar listamaðurinn í hverri myndinni á fætur annarri. Og hnykkir stöðugt á þeirri brýningu með risastórri mannshönd með armbandsúr sem teygir sig inn í atburðarásina og segir með skáldinu Hannesi Sig- fússyni: Svona upp með þig það er glas. Varnarleysi lítilmagnans Ein af fyrstu stóru myndum Tryggva (122 x 183) heitir Útifundur (1968), og er að mestu leyti samsett úr Varið land Yfirlitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar verður opnuð í Listasafninu á Akureyri um næstu helgi, 20. mars. Tryggvi, sem er með kunnustu myndlistarmönnum þjóðarinn- ar, bjó um áratuga skeið í Kaupmannahöfn en flutti heim til Íslands fyrir skömmu. Hann verður sjötugur á árinu. Aðalsteinn Ingólfsson ’ [F]rá því Tryggvi hóf að mála þessar margbrotnu og gagnorðu myndir hefur hann líka gefið sterklega til kynna að þó að við göngum að því sem gefnu að maðurinn sé, og hafi alltaf verið, leiksoppur tímans og sögunnar, þurfum við engu að síður að vaka yfir manngildinu Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður. Hugleiðingar um myndlist Tryggva Ólafssonar Útifundur, 1968. Alkýd á masónít, 122 x 183 cm. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.