SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Page 51

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Page 51
14. mars 2010 51 mannsandlitum, litlum og stórum, sem klippt hafa verið út úr blöðum og tímaritum og þjappað saman um miðbik flatarins. En hér á sér einnig stað „rof“, því yfir þessi andlit gengur „möppudýr“ á (skítugum) skónum. Réttur fólksins hefur verið fótum troðinn í bókstaflegum skiln- ingi. Hver er málsvari þess/okkar? Í dag könnumst við óneitanlega við þessa óþægilegu tilfinningu. Síðan er nánast sama hvar okkur ber niður í myndum Tryggva sem tengjast stríðinu í Víet-nam (Indókínaleikur, Her- maðurinn í skóginum, Fimm mínútur yfir ellefu), þar er inntakið ekki ofbeldi stórþjóðar, heldur fyrst og fremst varnarleysi lítilmagnans. Myndröð af annars konar leik- soppum, strengjabrúðum eða gínum, sem stjórnað er af utanaðkomandi aðilum, eru framlenging á þessum myndrænu hugleiðingum Tryggva um varnarleysið. Annars konar varnarleysi er til umfjöllunar í myndum listamannsins af ýmiss konar menningarverðmætum sem eiga undir högg að sækja, handritalýsingum, göml- um hofum eða grískum og rómverskum styttum sem búið er að spilla með einhverjum hætti. Upp í hugann koma ljósmyndir af þjóðlistasöfnunum í Bagdad, eftir að innrásarher og óþjóðalýður höfðu farið um þau ráns- hendi. Í ljósi þessa viðhorfs er skiljanleg sú mikla upphafning lítilmagnans í okkur sjálfum, barnsins, sem á sér einnig stað í verkum Tryggva. Hún birtist ekki einasta í fjöl- mörgum uppstillingum listamannsins af alls kyns barn- leikföngum sem hann hóf að gera á níunda áratugnum, um það leyti sem hans eigin börn fóru að vaxa úr grasi, heldur einnig í myndröð til heiðurs snillingnum og stóra barninu H.C. Andersen, loks í myndum þar sem risa- stórir sætabrauðsdrengir, staðgenglar barnsins, leika lausum hala. Að ógleymdum myndum Tryggva frá síð- ustu tveimur áratugum, þar sem hann gerist sjálfur homo ludens, eins og heimspekingurinn Jan Huizinga skilgreindi þá manngerð, og fær þannig útrás fyrir barnið í sjálfum sér. Leikgleðin í þessum litríku myndum er nánast yfirþyrmandi; eins og barn með skerta athygl- isgáfu fer listamaðurinn á ógnarhraða úr einu í annað: rauður bolti rekst á gula skál sem inniheldur hvíta fjöður sem nemur við blátt segl sem rennur saman við grænt lauf sem liggur á gulum rugguhesti. Og svo framvegis. Barátta fyrir óspilltu manngildi Margar myndir Tryggva frá síðustu árum virðast í fyrst- unni algjörar andstæður þessara eldri hugleiðinga um nauðsynlega brjóstvörn mannúðar og sakleysis. Berum saman tvö málverk með sama nafni, Á ströndinni, draumkennda mynd frá 1979 og snöggtum minni mynd frá 2001. Sú fyrri sýnir okkur nokkurs konar strand- paradís með hitabeltisplöntum, fuglalífi og ungu pari sem frílystar sig áhyggjulaust í námunda við seglbát sinn. En súr og ískyggileg birta liggur eins og mara yfir þessum Edens ranni: mengunin, hverrar ímynd er óhugnanlegt mannshöfuðið með sólgleraugun og klútinn fyrir vit- unum, hefur spillt honum til óbóta. Og aftur grípur stóra höndin inn í frásögnina. Svona upp með þig … Nýrri myndin er eins konar kyrralífsmynd þar sem óskyld fyrirbæri, í þessu tilfelli stífærð lauf, fugl, þota, sleif, leirdúfa, bein og ýmislegt fleira, koma saman og mynda órofa heild. Á einhverju stigi áttar áhorfandinn sig á því að á þessari ákveðnu „strönd“, sem jafnframt er eitt af þeim mörgu húsum sem listamaðurinn reisir utan um vitund sína (og býður gestum að sækja sig heim) er engu spillt, ekkert rof á sér stað, heldur ríkir þar sam- ræmið eitt. Breski rithöfundurinn E.M. Forster taldi að viðkoma siðmenningar væri háð hæfileikum listamanna til að tengja saman það sem sundrast hefur („Only con- nect“). Þessi síðari verk Tryggva eru eins konar birting- armyndir þeirrar samtengingar, helsta haldreipis okkar í þeirri baráttu sem við verðum stöðugt að heyja fyrir óspilltu manngildi.Varið land, 1977. „Mætti kalla „íslenskt tímaleysi“.“ Hermaður í skóginum, 1970. Alkyd á masónít, 61x61 cm. Á ströndinni, 1979. Akrýl á léreft, 135 x 160 cm.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.