SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 2
2 25. apríl 2010
Augnablikið
Þ
að kyngdi niður snjó aðfaranótt fimmtu-
dags, þannig að skíðafærið var eins og
best verður á kosið sumardaginn fyrsta í
Hlíðarfjalli. Ljóst má vera að almættið
hefur velþóknun á leikunum sem kenndir eru við
Andrés Önd.
Það var hátíðarstemmning í fjallinu, enda 480
krakkar skráðir til leiks og foreldrarnir fylgdust
með í ofvæni. Sumir höfðu lagt á sig ómælt erfiði í
vetur við æfingar, ekki síst þeir krakkar sem búa í
snjóleysinu fyrir sunnan.
Einn pabbinn, sem á krakka sem æfir með Vík-
ingi, sagði blaðamanni að félagið hefði tekið hús á
leigu á Akureyri og farnar hefðu verið æfing-
arferðir norður tuttugu helgar í vetur, frá því 2.
desember. „Enda eigum við þrjá Andrésar And-
armeistara og marga á palli.“
En eitt best geymda leyndarmál leikanna er, að
nánast engin biðröð er í lyfturnar fram eftir degi.
Ástæðan er sú, að foreldrarnir eru flestir uppteknir
við að sinna keppendum, keppendur sjálfir bíða
eftir að það komi að sér í brautinni og Akur-
eyringar virðast halda sig heima vegna þess að það
er svo mikið af fólki í fjallinu!
Ef til vill spilaði líka inn í, hversu snjórinn var
mikill, því margar brautir höfðu verið troðnar og
svo fóru margir út fyrir þær til að upplifa lausa-
mjöllina í sumarsólinni. Fólk dreifðist því vel um
fjallið. Í ofanálag hafði verið komið upp skemmti-
legum þrautabrautum, ýmist með hólum eða stik-
um, fyrir krakkana. Hlíðarfjall hefur aldrei verið
árennilegra en sumardaginn fyrsta.
pebl@mbl.is
Ekki amalegt fyrir keppendur að fá tækifæri til að gæða sér á grýlukertum sumardaginn fyrsta.
Skapti Hallgrímsson
Lausamjöll í sumarsól
Gísli Steinn bíður við rásmarkið –með Jóakim frænda.
Merki Fjarðabyggðar málað á kinn eldhugans Týs.
22 Dagur eftir nótt
Bændurnir í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit, þar sem aurskriður féllu árið
2006, hafa verið með hugann hjá fólkinu undir Eyjafjöllum.
24 Námsleiði stórt vandamál
Rætt við hinn reynda skólamann Sölva Sveinsson sem tekur í haust
við skólastjórastöðu í Landakotsskóla.
28 Jagger farinn úr Stones?
Ragnar Axelsson segir söguna á bak við
myndina.
36 Konur og fjölmiðlar
Skiptir máli að fjölmiðlar endurspegli stjórn-
málaþátttöku beggja kynja og er raunhæft
að gera þá kröfu að þeir endurspegli sam-
félagið?
42 Hverjir hreppa
Gullpálmann?
Kvikmyndasíðan er helguð kvikmyndahátíðinni í Cannes og hinum ört
vaxandi leikara Danny Trejo.
Lesbók
48 Ljósmyndir á Listahátíð
Ljósmyndun og ljómyndum verða gerð góð skil á Listahátíð í Reykjavík
sem hefst 12. maí næstkomandi.
48 Við erum ekki að sjá Snæfellsjökul
Baldur Hafstað hermir af tungutaki.
52 Myrk eru hjörtu mannanna
Fjallað um nígeríska rithöfundinn Chinua Achebe og hálfævisögulegt
skáldverk hans „Things Fall Apart“.
16
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Árni Sæberg af Snæfríðum.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
40
24. apríl – 9. maí
Nú um helgina verður opnuð sýning útskriftarnema myndlistardeildar og
hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Sýningin fer fram í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, en þar munu alls 79 nemendur sýna
afrakstur þriggja ára náms við háskólann. Mikil fjölbreytni er í útskrift-
arverkunum, en á meðal þess sem verður til sýnis má nefna perlaðar
andlitsmyndir, tónletur, íslenska drauga, leturtýpur og margt fleira.
Útskriftarsýning Listaháskólans
Við mælum með…
24. og 25. apríl
Nú stendur Barna-
menningarhátíð í
Reykjavík sem hæst
en henni lýkur um
helgina. Margt verður á dagskrá,
t.d. heldur Ísgerður Elfa útgáfu-
tónleika í Fríkirkjunni á laugardeg-
inum til að fagna útgáfu plötunnar
BARA PLATA og Lúðrasveit verka-
lýðsins heldur barnatónleika í Ís-
lensku óperunni sama dag. Dag-
skrá hátíðarinnar má finna á
slóðinni www.barnamenning-
arhatid.is.
29. apríl
Næstkomandi
fimmtudagskvöld
býður Kór Íslensku
óperunnar upp á
söngskemmtun sem nefnist
Draugagangur í Óperunni. Þar
verða flutt íslensk lög sem tengj-
ast draugum og þjóðtrú. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20.
www.noatun.is
Við gerum
meira
fyrir þig
HELGARSTE
IKGIRN
ILEG
FYLLTUR
LAMBAHRYGGUR
MEÐ VILLISVEPPUM
KR./KG
1998
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI