SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 27
25. apríl 2010 27 Í sambandi við áttati ára føðingardag Vìgdisar Finnbogadóttir, varð stað- fest, at Føroyar ynskja at stuðla byggingini av Vígdis Finnbogadóttir stovninum til æru fyri fyrrverandi forseta Íslands, sagði í frétt sem sendiskrifstofa Færeyja í Reykjavík sendi frá sér á dög- unum. Vinir okkar og frændur á eyjunum fögru tóku sig sem sagt til – enn einu sinni – og gerðu góðverk. Gunvør Balle, sen- dikvinna Færeyja hér á landi tilkynnti gjöfina, andvirði 19 milljóna króna, á há- tíðarsamkomunni í Háskólabíói á afmæli forsetans fyrrverandi. Féð er ætlað í byggingu húss undir starfsemi Stofnunar Vigdísar. Lögþing Færeyja leggur fram 150.000 færeyskar krónur árlega í þrjú ár og nokkur fyrirtæki leggja einnig fram fé, alls 375.000. Það eru Atlantic Airways, Framherji, Føroya Banki, Smyril Line og Tryggingarfelagið Føroyar. Allt fyrirtæki sem hafa mikla tengingu við Ísland, beint eða óbeint, og öll samþykktu strax að taka þátt, segir Balle. Heildarupphæðin er 825.000 kr en færeyska krónan hefur sama verðgildi og sú danska. Hugsað stórt Balle leist strax mjög vel á þegar hugmynd um að styrkja stofnun Vigdísar kviknaði og henni þykir í raun ótrúlegt hve hugsað er stórt í stofnuninni. „Mér fannst allar áætlanir mjög áhugaverðar, til dæmis með færeyska tungu í huga. Þetta er ekki bara íslensk stofnun heldur alþjóðleg og aðstandendur hennar vilja auðvitað að hún tengist sem flestum tungumálum,“ segir Balle í samtali við Morgunblaðið. Vigdís hefur unnið svo mikið í þágu nor- rænnar menningar, segir ræðismaðurinn, að mikilvægt sé að öllum Norðurlanda- málunum sé gert hátt undir höfði í stofn- uninni. Færeyingar eru miklir aðdáendur Ís- lendinga, segir Gunvør Balle; ekki síst vegna þess hve menningin blómstri hér alla tíð og hve menntun sé gert hátt undir höfði. Færeyska skólakerfið sé mjög lítið miðað við íslenska háskólasamfélagið, eins og nærri má geta, en hún vonar að sterk stofnun Vigdísar geti orðið stökk- pallur fyrir Færeyjar, til dæmis varðandi ferðaþjónustuna; „með kynningu á fær- eyskri tungu og menningu.“ Einmitt þess vegna hafi henni þótt gott að fá tækifæri til þess að styðja við verk- efnið. „Svo vildum við að sjálfsögðu heiðra Vigdísi; sýna henni þakklæti vegna þess hve hún hefur unnið mikilvægt starf.“ Vigdís mikils metin Gunvør segir Vigdísi mikils metna í Fær- eyjum. „Hún er mjög sérstök manneskja í hugum Færeyinga. Öllum þykir vænt um hana.“ Ræðismaðurinn segir Færeyingum þykja mjög mikið til Íslendinga koma, að þeim þyki vænt um frændþjóðina og vilji gjarnan hjálpa þegar á bjátar. Frægur er stuðningur þeirra eftir að kreppan skall á fyrir nokkrum misserum. Og Færeyingum þykir fádæma gott að koma til Íslands, segir hún „Tilfinningin er sú sama hjá öllum Færeyingum sem hingað koma, leyfi ég mér að segja; þeir segja ótrúlega vel tekið á móti sér og allir vilji hjálpa þeim. Færeyingar fá hvergi annars staðar í heiminum móttökur eins og hér.“ Balle segir mikinn áhuga í Færeyjum að efla samstarf við Íslendinga enn frekar en nú er. Nefnir sem dæmi að fyrirtækin sem áður var getið hafi mikinn áhuga á að hasla sér frekari völl og þrátt fyrir giftu- ríkt samstarf á mennta- og menning- arsviðinu sé sá akur í raun lítt plægður. Varðandi Stofnun Vigdísar dreymir ræðismanninn líka um að færeyskir nem- endur og kennarar í tungumálum geti nýtt sér stofnunina og þannig orðið hluti af stærra neti en mögulegt er í dag. „Þetta verður ótrúlega glæsileg stofnun ef áætl- anir ganga eftir. Möguleikarnir í framtíð- inni fyrir okkar tungu og menningu eru virkilega miklir.“ Sendistofa Færeyja var opnuð í Reykja- vík í september 2007 og Gunnvör segir að mikið hafi verið að gera frá fyrsta degi. „Já, ótrúlega mikið. Ég velti því fyrir mér hvernig hlutirnir gengu fyrir sig áður en við komum! Ég veit að þeir sem voru í forystu Færeyingafélagsins og Marentza Poulsen [smurbrauðsdama] unnu mjög mikið óformlega fyrir Færeyinga. Tengsl- in á milli þjóðanna eru ótrúlega mikil og ég skynja áhuga á að auka þau enn frekar, til dæmis varðandi atvinnu, menningu og pólitík.“ Hún tekur sem dæmi að þeir sem sinni stjórnmálum í Færeyjum og starfsfólk stofnana líti mjög hingað til lands varð- andi löggjöf. „Það er miklu auðveldara en horfa til Danmerkur eins og alltaf hefur verið gert, því samfélögin eru svo ólík.“ Einu sinni til Færeyja „Ég held að allir Íslendingar vilji koma að minnsta kosti einu sinni á ævinni til Fær- eyja. Fólk ferðaðist mikið út um allan heim en það er að breytast; ég held að nú hugsi menn meira um nágranna sína en áður. Ég hef fundið breytingu á því á þeim þremur árum síðan ég kom til landsins hvernig fólk talar um gildin í lífinu. Það skiptir miklu áhuga að hafa áhuga á ná- grönnum sínum því við eigum svo mikið sameiginlegt. “ Mikið samstarf er báðum þjóðum mik- ilvægt að mati Gunnvarar. „Færeyingar fylgjast vel með efnahagsástandinu á Ís- landi og umræðunni um Evrópusbam- bandið því það skiptir okkur máli hvað Íslendingar velja í Evrópumálum. Okkar tilfinning er sú að við séum mjög nánir grannar og þurfum að vinna mikið sam- an. Það er fullt af tækifærum til að efla samstarfið enn meira en það er nú og ég er viss um að báðir geta haft mjög gott af því.“ Gunnvör segist oft hafa verið spurð um bankahrunið í Færeyjum á sínum tíma, eftir að íslenska bankakerfið hrundi árið 2008. „Ég er mikið spurð um hvað sé líkt með hruninu í löndunum. Kannski er aldrei hægt að segja að eitthvað sé alveg eins en margt er sambærilegt; kæruleysi og græðgi og svo það að allir bregðast; eftirlitsstofnanir og ríkisstjórnin. Allir. Allir dansa með gullkálfinum.“ Fólk heldur að allt sem atvinnulífið geri sé rétt, segir ræðismaðurinn. „Í stuttu máli; það sem gerðist hér er nánast það sama og í Færeyjum. Við þurftum að koma á fót eftirlitsstofnunum sem ekki voru til, styrkja þær sem voru fyrir hendi og endurkoða löggjöf; fyrirbyggja með öllum ráðum að þetta gæti endurtekið sig.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af Ís- lendingum. „Við vitum að þið komist út úr þessu. Þjóð sem bjó hér án hita í þús- und ár er ótrúlega flott. Íslendingar eru sterkir; okkur finnst Íslendingar vera óvenju jákvæðir og nú þurfa þeir að horfa fram á veginn.“ Gunvör Balle ræðismaður Færeyja á Íslandi. „Við vitum að þið komist út úr þessu. Okkur finnst Íslendingar vera óvenju jákvæðir og nú þurfa þeir að horfa fram á veginn.“ Morgunblaðið/Golli Góður granni Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur barst höfðingleg gjöf frá Færeyjum á áttræðisafmæli Vigdísar. Gunnvør Balle ræð- ismaður afhenti stofnuninni um það bil 19 milljónir króna Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.