SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 18
18 25. apríl 2010
L
jóst er að mikil vinna við end-
urreisn trausts og hug-
myndafræði er framundan á
vegum stjórnmálaflokkanna, nú
í kjölfar þess að skýrsla rannsókn-
arnefndar Alþingis hefur verið gerð op-
inber. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
ákvað á fundi sínum á þriðjudag að efna til
landsfundar seinnipartinn í júnímánuði,
sem verður styttri en hefðbundnir lands-
fundir, einn eða tveir dagar. Á landsfund-
inum verður ný forysta flokksins kjörin og
samkvæmt samtölum við fjölda sjálfstæð-
ismanna, bæði úr flokksfélögum, flokks-
ráði, þingflokki og miðstjórn, er talið
nánast öruggt að Bjarni Benediktsson
verði endurkjörinn formaður flokksins og
líklegt að Kristján Þór Júlíusson verði
kjörinn varaformaður.
Ákveðinn hópur sjálfstæðisfólks er þó
þeirrar skoðunar að Hanna Birna Krist-
jánsdóttir borgarstjóri geti orðið varafor-
maður, en hvort hún ljær máls á slíku
mun ekki skýrast fyrr en að loknum sveit-
arstjórnarkosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn efndi til flokks-
ráðsfundar í Stapa í Reykjanesbæ á laug-
ardaginn fyrir viku, þar sem Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varafor-
mennsku í flokknum og vék tímabundið
til hliðar frá þingmennskunni.
Degi áður hafði Illugi Gunnarsson, for-
maður þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
gert hið sama, er hann með yfirlýsingu til-
kynnti að hann tæki sér leyfi frá þing-
störfum á meðan sérstakur saksóknari
hefði til skoðunar störf stjórnarmanna í
Peningamarkaðssjóði 9 hjá Glitni, en
rannsóknarnefnd Alþingis hafði beint
slíkri skoðun til sérstaks saksóknara.
Einlæg og hreinskiptin
Af samtölum við flokksráðsmenn, sem
sátu fundinn í Stapa fyrir viku, má ráða að
þeim hafi þótt ræður þeirra Bjarna Bene-
diktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins,
og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur,
fráfarandi varaformanns flokksins, góðar,
þótt á mismunandi forsendum sé.
Þorgerður Katrín er sögð hafa verið afar
einlæg og hreinskiptin í sinni ræðu, þegar
hún lýsti því hvers vegna hún hefði
Ætlum að vera í flokki
sem gerir hlutina rétt
Fréttaskýring
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson talinn hafa sterka stöðu eftir
flokksráðs- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins
Líklegt talið að Kristján Þór Júlíusson verði kjörinn
varaformaður á landsfundi flokksins í sumar
Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig talin koma til
greina sækist hún á annað borð eftir kjöri