SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 38
38 25. apríl 2010
L
ögð hefur verið fram þingsálykt-
unartillaga um að hefja bólu-
setningar gegn HPV-veirusmiti á
öllum 12 ára stúlkum. HPV-
veiran sem veldur leghálskrabbameini
smitast við samfarir og því er hægt að tala
um sýkinguna sem myndast af völdum
hennar sem kynsjúkdóm.
Lítil umræða hefur þó verið um þennan
sjúkdóm, sem innan Evrópusambandsins
veldur næstalgengasta krabbameini í kon-
um á aldrinum 15-44 ára. Hann er þó
ástæða þess að konur eru hvattar til að fara
reglulega í krabbameinsskoðun frá 20 ára
aldri.
Tillagan var lögð fram hinn 25. mars
síðastliðinn af Steinunni Valdísi Ósk-
arsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar,
en málið bíður þess enn að vera flutt á Al-
þingi. Þegar hafa bólusetningar verið
hafnar á Norðurlöndum að Íslandi og
Finnlandi undanskildum.
Veirusmitið er ekki sýnilegt með neinu
móti og virðast líkurnar á að veiran kom-
ist inn í viðkvæmar frumur leghálsins
mestar þegar stúlkur byrja að stunda kyn-
líf. Segir í tillögunni að talið sé að hún
valdi um 70% allra leghálskrabbameina í
heiminum, um 73% í Evrópu og 60% til-
vika hér á landi. Segir ennfremur að á
hverju ári deyi þrjár konur af völdum leg-
hálskrabbameins hér á landi og 17 ný til-
felli greinist.
Landlæknisembættið hefur einnig tekið
saman að hagkvæmara sé til lengdar fyrir
samfélagið að bólusetja ungar stúlkur fyrir
veirunni á móti þeim kostnaði sem hún
veldur samfélaginu. Hafa rannsóknir sýnt
að einhverjar fyrirburafæðingar megi
rekja sem afleiðingu af veirunni.
Tíðni mest undir þrítugu
„Hingað til hafa það nær eingöngu verið
dætur lækna sem hafa verið bólusettar
fyrir veirunni hér á landi,“ segir Reynir
Tómas Geirsson fæðingar- og kven-
sjúkdómalæknir og yfirlæknir á Kvenna-
deild Landspítalans. Reynir segir að þær
bólusetningar hafi ekki verið borgaðar af
ríkinu heldur foreldrunum sjálfum.
„Bólusetningin kostar 90.000 kr. og getur
hver sem er beðið um að fara í svona bólu-
setningu, en það hafa kannski helst verið
læknar sem hafa sent dætur sínar í þetta
því þeir hafa vitað af áhættunni af veiru-
smitinu þegar þær byrji að stunda kynlíf.“
Veiran greinist í yfir hundrað stofna. Af
þeim eru um 40 sem smitast við samfarir
og 15 sem valda leghálskrabbameini. Eru
það helst tveir stofnar af þeim, svonefndar
HPV-16 og HPV-18 veirur, sem eru al-
gengasta orsökin. Þeir stofnar valda ekki
sýnilegum einkennum en síðan eru til
aðrir stofnar af veirunni sem valda kyn-
færavörtum.
Kristján Sigurðsson, yfirlæknir Leit-
arstöðvar Krabbameinsfélags Íslands, seg-
ir að vegna þess hve reglulega íslenskar
konur séu skoðaðar hafi dregið verulega
úr dánartíðni og nýgengi (nýjum grein-
ingum) á leghálskrabbameini. Hann segir
að síðan að leit hafi hafist árið 1964 hafi
dregið úr nýgengi um 64% og dánartíðni
hafi dregist saman um 83%. „Tíðni HPV-
sýkingar og forstigsbreytinga er þó hæst
meðal ungra kvenna undir þrítugu, en það
er einmitt sá hópur sem hefur verið hvað
latastur að mæta í skoðun.“
300 í keiluskurð á ári
Í krabbameinsskoðunum er leitað eftir
frumubreytingum í leghálsi sem í flestum
tilvikum eru afleiðingar af HPV-
veirusmiti. Þessar breytingar nefnast for-
stigsbreytingar ef þær greinast áður en
krabbamein myndast. Forstigsbreyting-
arnar skiptast í vægar breytingar, sem
hverfa í meira en 60 % tilvika, og alvar-
legri forstigsbreytingar sem geta orðið að
leghálskrabbameini.
Kristján segir að um 80% kvenna smit-
ist af veirunni einhvern tíma á ævinni en
að í flestum tilvikum losi ónæmiskerfið
líkamann sjálft við veirusmitið. „En þegar
það gerist ekki getur það valdið þessum
forstigsbreytingum. Þá þarf konan að
koma á nokkurra mánaða fresti í eftirlit
þar sem fylgst er með hvort þær hverfi eða
versni. Ef forstigsbreytingarnar þróast í
Kynsjúkdómurinn sem enginn
Þingsályktunartillaga
bíður þess að vera tek-
in fyrir um að bólusetja
skuli allar 12 ára stúlk-
ur gegn HPV-smiti og
leghálskrabbameini, en
sjúkdómurinn getur
valdið fyrirburafæð-
ingum. Hér er sögð
saga konu á þrítugs-
aldri.
Árný Elínborg Ásgeirsdóttir
D
rífa Baldursdóttir er 29 ára
þriggja barna móðir sem eign-
aðist eitt barna sinna fyrir
tímann af orsökum sem rekja
má til keiluskurðar. Hún segist þakklát
fyrir það að 5 ára dóttir sín sé á lífi og heil-
brigð í dag. „Það var fyrir algjöra tilviljun
að leghálsinn í mér var athugaður þegar ég
gekk með miðdóttur mína,“ segir hún.
Féll í yfirlið
„Meðgangan hafði gengið ágætlega fyrir
utan einhverjar blæðingar sem gerðu mig
reyndar frekar áhyggjufulla. En síðan þeg-
ar leið á meðgönguna fór ég að verða mjög
orkulaus. Svo var það einu sinni að ég var
að skoða íbúð með manninum mínum
sem það leið yfir mig. Mig svimaði mikið
eftir það og ég fann fyrir mikilli ógleði.
Í mæðraskoðun stuttu eftir þetta mæld-
ist ég mjög lág í járni og kallaði ljósmóðirin
þá til lækni. Fyrir tilviljun var Hildur
Harðardóttir á vakt en hún hefur einmitt
tekið þátt í rannsóknum vegna leghálsbil-
ana af völdum keiluskurða. Hún hafði
ekkert áhyggjur af járninu, sem ég var á
þeim tíma stórhneyksluð á, heldur hafði
hún meiri áhuga á því að ég hafði farið í
keiluskurð og sama ár og ég varð ólétt, að-
gerð vegna fósturláts. Eftir að hún hafði
skoðað leghálsinn sendi hún mig í legháls-
mælingu.“
Drífa segist ekki hafa verið í sérstöku
meðgöngueftirliti vegna keiluskurðarins
frá upphafi meðgöngu, eða hafi henni ver-
ið sagt frá þeirri áhættu á sínum tíma sem
hún tæki með því að fara í keiluskurð.
„Auðvitað hefði það ekki breytt því
hvort ég hefði farið í keiluskurðinn eða
ekki, en mér finnst að það ætti nú að segja
manni frá því að þetta geti valdið legháls-
bilun á meðgöngu. Ég meina, margir
reykja sígarettur þó það standi stórum
stöfum á pakkanum að það geti drepið.
Fólk sleppir því kannski ekki að reykja við
það, en er samt sem í sífellu minnt á
áhættuna sem það er að taka. Síðan er ég
ólétt og ég veit ekki einu sinni af áhætt-
unni sem keiluskurðurinn hefur skapað.
Ég veit að ég er ekki sú eina sem hefur lent
í þessu. Ég held í dag úti síðunni fyrirbur-
ar.is þar sem ég hef rætt við margar konur
sem segja sömu sögu.“
Hreyfði sig ekki í mánuð
Þegar Drífa fór í leghálsmælingu kom í ljós
að leghálsinn var farinn að styttast eins og
vaninn er þegar stutt er í fæðingu. Þá var
hún aðeins komin rúma 6 mánuði á leið.
„Ég hafði samt ekki fundið neina verki eða
samdrætti sem er vaninn þegar um fyr-
irburafæðingar er að ræða. En það er víst
einnig einkenni á leghálsbilun sem orsak-
ast m.a. af keiluskurðum að það koma
engir samdrættir. Þetta gerðist allt svo
hratt. Þegar ég kom síðan í aðra legháls-
mælingu eftir viku var leghálsinn búinn
fullstyttast og farinn að opnast eins og
hann er í byrjun fæðingar. Okkur var sagt
að það væru miklar líkur á að ég myndi
fæða fljótlega. Ég var strax lögð inn á með-
göngudeildina og mátti bara liggja. Fyrsta
nóttin var ótrúlega erfið. Ég var í herbergi
með konu sem var gengin fulla meðgöngu.
Það var bara eitt tjald á milli okkar og
meðan hún talaði um barnið sem hún væri
að fara að eignast við gestina sína, var ég
dauðhrædd um að ég væri að fara að missa
barnið mitt. Ég var á því tímabili með-
göngunnar að lífslíkurnar voru ekki mikl-
ar ef það myndi fæðast þarna.“
Við tók mánaðarlega í sjúkrarúminu hjá
Drífu. „Ég trúi því varla svona eftir á, hvað
þetta var stuttur tími sem ég lá þarna,
mánuður er ekki svo langur tími þannig
séð. Mér fannst þetta vera óratíma að líða
þá. Ég mátti ekkert standa upp úr rúminu
nema til að fara á klósettið og þurfti ég að
liggja með hærra undir fótunum síðustu
vikurnar. Það komu stundir þar sem mig
langaði bara helst að fæða strax og svo var
ég auðvitað að deyja úr samviskubiti yfir
því að hugsa svona. En það var bara svo
erfitt að liggja kyrr svona lengi. Ég fékk
aðeins að fara í hjólastól upp á vökudeild
þar sem þau sýndu mér tækin sem barnið
mitt þyrfti að vera í fyrstu vikurnar.“
Fæddist í 29. viku
Drífa segir að þegar dóttir þeirra fæddist
hafi það ekki verið svo mikið sjokk þegar
hún hafi verið sett í hitakassa á vökudeild-
Var dauðhrædd
um að missa
barnið mitt
Drífa Baldursdóttir ásamt börnum sínum þremur.