SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 30
30 25. apríl 2010 G rikkland hefur nú í raun lýst sig í greiðsluþroti. Það hefur formlega óskað eftir að ESB og AGS taki yfir vandamál landsins og þar með raunverulega stjórn efnahagsmála þess. Þetta átti ekki að geta gerst. Grikkland er í Evrópusambandinu og með töfragjaldmiðilinn evru í stað síns eigin. Nú er talið að þessi tvö atriði hafi ráðið mestu um hvernig komið er. Eftir að evran varð gjaldmiðill Grikkja treystu menn á þá mýtu að vaxtastig hlyti að verða eitt og hið sama hjá þeim og öðrum bundnum við þann gjaldmiðil. Og þannig varð það um hríð og reyndar of lengi. Lánaframboð til Grikklands og lánskjör voru hvorugt miðað við efnahagsástand og greiðslugetu landsins sjálfs. Því var trúað að viðmiðun við efnahagsveldið Þýskaland væri jafn góð, enda nytu bæði löndin sömu myntar. Reynsl- an sýnir að ógrynni lánsfjár á lágum vöxtum er freisting sem fólk og fyrirtæki eiga bágt með að standast. Skilaboðin í þeirri gósentíð eru: „Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa, unz sál þín er mettuð og barmafull. Það er ókeypis allt, og með ánægju falt – og ekkert að þakka, því gullið er valt.“ Og menn létu ekki segja sér þetta tvisvar. Sú saga er einnig þekkt hér á landi. En í Grikklandi var hún verri, því vegna evrunnar héldu gírugir að áhættan væri nánast engin. Og þegar allt var komið í óefni áttuðu stjórnvöld í Aþenu sig á að önnur hlið var á peningnum evrunni engu betri. Þegar brostin ríki þurfa að bjarga sér tekur myntin ekkert tillit til þeirra. Gengi hennar lýtur þeim efnahags- lögmálum sem eru til staðar í Þýskalandi og Frakk- landi en ekki í smáríki í vandræðum. Þeir búa ekki við mynt sem lagar sig að þeirri efnahagslegu stöðu sem upp er komin. Hugsum okkur það til gamans að Reykjavík og Ísafjörður byggju við sama slökkvilið. Meðan allt væri með felldu gæti Ísa- fjörður haldið því fram að það hefði aldrei í sögu sinni búið við jafn öflugt slökkvilið. Átta stóra slökkvibíla og tvo risastigabíla. Ekkert smátt slökkvilið byggi við annað eins. En þegar bruninn mikili varð í bænum kom í ljós að aldrei stóð til að liðið færi út úr borginni, slangan náði ekki vestur og ekkert vatn að fá. Lítið hafa menn lært Á meðan hinir föllnu bankar og stórfyrirtækin sem áttu þá og átu þá réðu öllu í Samtökum atvinnulífs- ins var gefin dagskipun um að nú skyldi berjast fyrir inngöngu í ESB og upptöku evru. Útrás- arsnillinga skorti enn meira lausafé. Ísland var of lítið fyrir þá var stefið sem kyrjað var. Íslands- stimpillinn var að sliga þá var hitt slagorð mann- anna sem áttu eftir að stimpla sitt eigið land sem unaðsland óreiðumanna. Þegar búið var að skrapa bankana inn í skelina þá sneru þeir sér að lífeyr- issparnaði landsmanna. Og þar var undanlátsemin ótrúleg. Lán voru veitt út á bréf sem iðulega höfðu ekki aðrar tryggingar en ímyndaðan styrk fyr- irtækja mannanna sem öllu sigldu í þrot. Aðrir lán- veitendur gættu sín betur og hlóðu veðlánum á fyrirtækin svo lítið sem ekkert stóð eftir til að mæta skuldunum við lífeyrissjóðina. Fólkið í land- inu á rétt á að forystumenn Samtaka atvinnulífsins og launþegahreyfingarinnar láti óháða aðila fara í gegnum þessi mál öll. Lífeyriskerfi landsmanna er eitt af því sem við Íslendingar höfum verið stolt- astir af. Þar hafa menn fengið að vaða um síðustu árin á skítugum skónum. Í skýrslu Rannsókn- arnefndarinnar má ráða að stjórnendur lífeyr- issjóða telja sig hafa verið beittir beinum og óbein- um hótunum til að knýja fram lán og þeir hafi ekki haft þrek til annars en að láta undan slíkum þving- unum. Ekki þarf að undirstrika hina miklu alvöru þessa máls og nauðsyn þess að það verði gert upp af einurð og hreinskilni. Þótt aðeins hafi örlað á að Samtök atvinnulífsins hafi á síðasta fundi sínum sýnt skilning á að þau þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum vantar þar enn mikið upp á og sumar áherslur þeirra voru með óþægilegan fortíðarfnyk. Umræðan réttist af Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er auðvitað fjarri því að vera gallalaus. En hún hlaut að rétta nokkuð af ruglaða umræðu sem hangið hefur býsna lengi í þjóðfélaginu. Þar hafa fjölmiðlar lang- stærsta vanskilamanns landsins auðvitað lagt lín- una. En lengi hefur sætt furðu hve ríkisfjölmiðl- arnir hafa dyggilega látið toga sig í þeirri línu. Sjálfsagt hafa alkunnar stjórnmálaáherslur á þeim bæ ráðið mestu um að svo hefur farið. Í rannsókn- arskýrslunni og tengslum við umræðu um hana hafa margvíslegar játningar fallið. Þá er ekki átt við þær skrítnu afsökunarbeiðnir sem ímyndarfræð- ingar hafa soðið saman handa skjólstæðingum sín- um og ekki hafa orðið þeim til minnsta fram- dráttar. Önnur atriði eru mun áhugaverðari. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingar hefur afhjúpað tvo helstu gasprara í hagfræðingastétt, svo þeir standa berrassaðir eftir. Þeir sömu höfðu reynt að skapa af sér mynd eftir hrun sem stangaðist á við allt sem menn þekktu til hegðunar þeirra fyrir hrun. Meira að segja þarfir leigupennar Baugs og bankakerfis settu sig á háan hest og fengu til þess hjálp úr óvæntum áttum og þóttust allt hafa séð fyrir um fjármálakreppu en verið eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni. Athyglisverðasta játningin En önnur nýleg játning er raunar enn athygl- isverðari. Það er yfirlýsing Össurar Skarphéð- inssonar að hugsanlegt sé að harka Samfylking- arinnar gegn fjölmiðlafrumvarpinu fræga hafi verið tilkomin vegna mögulegra tengsla við Baug. Reykjavíkurbréf 23.04.10 Pandóruboxið kann að opnast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.