SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 14
14 25. apríl 2010 „Ég var 27 ára og hlutverk Snæfríðar var mitt „debut“ eftir útskrift úr Leiklist- arskólanum. Þetta er draumahlutverk, sem krefur leikarann um mikla dýpt og það að geta sýnt inn í sál persónunnar. Snæfríður er líka þjóðardýrlingur, eig- inlega ósnertanleg, svona eins og fjallkonan, stærri en lífið sjálft. En það er einmitt það sem er svo spennandi og hræðir mann og ef maður er hræddur þá er gaman, því það er ekkert glataðra en „safe zone“ í leikhúsinu og það er einmitt það sem heldur manni gangandi í þessu fagi; að fá að takast á við persónur sem eru stærri en maður sjálfur og taka áhættuna sem því fylgir.“ Bara mannleg „Snæfríður er manneskja af holdi og blóði en er svona dýrlingatýpa líka, og þess vegna er þessi hætta á að upp- hefja hana. Hún er líka dálítið sannspá þegar hún er sautján ára og er með föður sínum þegar hann spyr hana af hverju hún vilji ekki eiga dómkirkjuprestinn. Og þá segir hún þessa fleygu setningu: „Heldur þann versta en þann næstbesta.“ Hún kveður upp sinn eigin dóm að vissu leyti sjálf líka.“ Mikils virði „Þetta var falleg byrjun og svo hjartnæmt að vera treyst fyrir að leika kvenskörunginn Snæfríði, táknmynd hinnar íslensku konu og þjóðardjásn. Mér var treyst fyr- ir perlu og kynntist í leiðinni stórkostlegri listakonu, Bríeti Héðinsdóttur, sem lifir enn með mér.“ Pálína Jónsdóttir „Snæfríður er þjóðardjásn“ „Maður veit það þegar maður tekur svona hlut- verk að sér að það eru jafnmargar hugmyndir um hvernig Snæfríður á að vera eins og mennirnir eru margir. Eins og til dæmis Bjartur í Sumarhúsum; það hafa allir sína mynd af honum og það hafa allir sína mynd af Snæfríði.“ Eins og Ísland „Snæfríður er táknmynd, hún á að vera eins og Ís- land; fögur, greind og staðföst. Ég lagði út frá því að leika hana á sem mann- eskjulegastan hátt. Hún er sterk kona, töffari og flott, en hún brotnar líka niður, fellur af stalli og lendir á botninum; verður betlikerling eins og Ísland í dag. Hún spannar allan skalann, hún er sterk og getur verið grimm, hún gerir það sem gera þarf við þær aðstæður sem hún býr.“ Fyrirmynd kvenna „Snæfríður er fyrirmynd. Karlarnir eiga svo margar fyrirmyndir í bókmenntum og það er alltaf mjög þakk- látt fyrir okkur konur þegar við fáum svona sterkar kvenpersónur til að máta okkur við. Snæfríður lifir á tímum þegar konur hafa engin völd nema í gegnum karlmenn. Hún segir á einum stað: „Vettvangur dags- ins er ekki minn staður, þar ríkja sterkir menn, sumir með vopn, aðrir með bækur. Þeir kalla mig hið ljósa man og segja: Þitt ríki er nóttin.“ Þetta segir allt um stöðu Snæfríðar.“ Snæfríður krufin „Það er dálítið gaman að segja frá því að ég komst að því í hvaða blóðflokki Snæfríður er. Stóra-Bóla gekk yfir Ísland eins og kemur fram í sögunni og stór hluti þjóðarinnar varð þeim sjúkdómi að bráð, þar á meðal systir Snæfríðar. Ein kenning vísindamanna er sú að þeir sem lifðu sjúkdóminn af hafi verið í O-blóðflokki eins og flestir á Íslandi í dag. Þetta er að kryfja persónu til mergjar!“ Sigrún Edda Björnsdóttir Veit blóðflokk Snæfríðar „Þetta var Íslandsklukkan í uppfærðri leikgerð Sveins Einarssonar og fyrir unga leikkonu var þetta bæði tækifæri og áskorun. Ekki bara vegna verksins, sem er magnað, og hlutverksins, sem er frábært, heldur líka vegna þess að þetta var það hlutverk sem móðir mín lék fyrst allra.“ Reyndi að finna Snæfríði stað „Ég var ekki fædd þegar móðir mín lék Snæfríði og ég gat ekki haft neina skoðun á því hvernig hún túlkaði hlutverkið. Ég nálgaðist hlutverkið á mínum for- sendum, eins og leikari verður alltaf að gera, leitaði að kjarnanum í því sem Snæfríður segir og gerir og reyndi að finna því stað í mínu eigin hjarta og hug- arheimi. Ég var auðvitað mjög ung og ég hafði á til- finningunni að móðir mín hefði viljað ráðleggja mér meira, en hún var einnig þátttakandi í þeirri sýningu og lék Guddu, þjónustu Snæfríðar. En hún vissi sem var að þetta var á mína ábyrgð og virti það.“ Tímabær boðskapur „Leikhús er lifandi miðill og hlýtur alltaf að taka mið af því samfélagi og þeim áhorfendum sem það er að tala til. Íslandsklukkan á að mínu viti brýnt erindi við okkur í dag, þegar þjóðin er lent í þeirri aðstöðu að þurfa að endurskoða ýmis gildi og hlutföll. Á slíkum tímum er mjög gott að leita til þeirra sem hafa kannski orðað það betur en flestir aðrir hvað það fel- ur í sér að vera hluti af og eðlilegt framhald af þeirri heild sem hefur lifað á Íslandi í gegnum aldirna. Til- heyra því fólki sem hér baslaði og barðist áfram við óblíð skilyrði og oft á tíðum þvert á alla skyn- semi.“ Gaman að koma aftur að verkinu „Ég er stolt af því að geta stuðlað að því að koma þessu verki á svið núna í tilefni af 60 ára afmælinu. Það hefur verið ein- staklega ánægjulegt að fylgjast með vinnunni og það er ánægjulegt að fá að sjá það á sviði aftur, að sjá ungan og mikilhæfan leikhúslistamann eins og Bene- dikt Erlingsson takast á við það á sínum eigin for- sendum. Í Íslandsklukkunni felst auðlegð og ég hef þá trú að sýningin minni okkur á hversu dýrmæt menn- ingararfleifð okkar er. Íslandsklukkan var ein af opn- unarsýningum leikhússins fyrir 60 árum og sú sýning sem gekk best og oftast hefur verið sviðsett síðan. Hún á erindi við okkur á öllum tímum. Í bókinni skoðar Laxness ekki aðeins ímynd þjóðarinnar og sjálfsskilning á tímum þrenginga, heldur býr hann yf- ir þeim mannskilningi að allar persónur verksins eru áhugaverðar og margbrotnar. Þar er Snæfríður engin undantekning.“ Tinna Gunnlaugsdóttir Dýrmæt arfleifð „Ég var nýbúin að eign- ast barn og hef verið 28 ára þegar ég lék Snæ- fríði. Ég útskrifaðist 1989 og var búin að vera í lausamennsku þennan tíma. Ég var frekar ung og það er dálítið skrýtið að eldri konur skuli ekki hafa leikið hlutverkið. Jón Hreggviðsson og svona stór karlhlutverk eru oftast leikinn af eldri og reyndari mönnum en það er ekki þannig með kvenhlutverkin. Snæfríður náttúrulega spannar mjög mörg ár, alveg frá 17 og upp í 45 ára. Og hún er mjög krefjandi, alls ekki einföld.“ „Að sjálfsögðu fannst mér þetta rosalega skemmtilegt og þetta er svo mikið „Ísland“, þetta hlutverk. Í dag er ég aðeins í sýningunni og ég elska að hlusta á þessar setningar úr verkinu, þegar mað- ur heyrir aftur hljóminn í þeim þá rifjast upp þessi tími; æfingatímabilið, og þegar maður er búinn að gera eitthvert hlutverk þá langar mann að gera það aftur eftir nokkur ár. Maður kæmi allt öðruvísi að því.“ Áhersla á ástina „Þetta er ein af flottustu kvenrullunum í íslenskum bókmenntum, og við eigum nú ekki mikið af þeim. Eins og ég túlkaði hana fannst mér ástin skipta miklu máli en það er ekki kannski lögð eins mikil áhersla á það í dag.“ Erfið eða úrræðagóð? „Hún er náttúrulega bæði, en hún er fyrst og fremst manneskja. Snæfríður er alin upp í yfirstétt og hlýt- ur að bera þess merki. Það litar allt hennar líf. Auð- vitað getur maður gagnrýnt hana en ég elska hana samt, þetta er persóna sem manni bara þykir vænt um.“ Búningarnir og líkamsræktin eftirminnileg „Þjóðleikhúsið gerir alveg gríðarlega fallega búninga en búningarnir í uppsetningunni á Akrueyri voru bara tveir, held ég. Og leigðir frá Þjóðleikhúsinu. En það er alveg guðdómlegt að sjá búningana í þessari sýningu núna. Svo var ég nýbúin að eiga barn og var á fullu að koma mér í gott form á þessum tíma. Eins og Jón Hreggviðsson lýsir Snæfríði þá er hún mjög mjó og ég var öllum stundum í einhverjum teygjum og tækjum að reyna að kroppa af mér. Þetta var bara góð og mikil reynsla.“ Elva Ósk Ólafsdóttir Ástin fyrir öllu Elva Ósk í hlutverki Snæfríðar árið 1991. Úr safni Leikfélags Akureyrar Sigrún Edda í uppfærslunni Hið ljósa man árið 1995. Ljósmyndari/Guðmundur Ingólfsson Pálína lék Snæfríði unga í Hið ljósa man. Ljósmyndari/Guðmundur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.