SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 19
25. apríl 2010 19 Bjarni Benediktsson flutti ræðu í upphafi flokksráðsfundarins í Stapa fyrir viku þar sem hann sagði m.a.: „Þegar Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, kynnti niðurstöður rannsóknarskýrslunnar sagði hann að nú þyrfti öll þjóðin að bretta upp ermarnar. Það skulum við sjálfstæðismenn gera. Þótt innihald skýrslunnar sé dap- urlegt er það mikið fagnaðarefni að þar er vandað til verka. Skýrslan færir okkur í hend- ur tækifæri sem við skulum grípa til þess að draga lærdóm af því sem aflaga fór. Meginniðurstaða rannsóknarnefndarinnar er skýr. Þá niðurstöðu er ekki hægt að rengja. Hana er ekki hægt að hrekja. Hún er studd skotheldum rökum, sem fram koma í skýrslunni, gögnum og staðreyndum. ,,Skýringarnar á falli Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf. er fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008. Efnahagur og útlán bankanna uxu fram úr því sem innviðir þeirra þoldu.“ Þetta, góðir fundarmenn, er meginniðurstaðan í rannsóknarskýrslunni en þar er auð- vitað fjölmargt annað sem við viljum, þurfum og ætlum að horfa til. Það ærir mann og særir, eins og okkar góði vinur, Einar Oddur Kristjánsson heitinn, sagði gjarnan þegar honum misbauð framferði og misgjörðir manna, að lesa lýsingar á framferði og óábyrgum viðskiptaháttum sem lýst er í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Með hvaða hætti eigendur og stjórnendur bankanna misfóru með þá, sköruðu eld að eigin köku og hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni en ekki um hagsmuni ann- arra hluthafa, ekki um hagsmuni bankanna sjálfra, ekki hagsmuni viðskiptavina sinna og ekki um hagsmuni samfélagsins alls. … Nú súpum við öll seyðið af gegndarlausri áhættusækni, ábyrgðarleysi, virðingarleysi og klíkuskap. Krafa okkar er sú að þeir aðilar sem í aðdraganda bankahrunsins fóru á svig við lög og reglur verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fyrir dómstólum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa. Hún er órjúfanlegur hluti af því frelsi sem við viljum innleiða og þarf að fylgja ábyrgð.“ Tækifæri til að draga lærdóm ákveðið að segja af sér varaformennskunni og stíga til hliðar tímabundið frá þing- störfum, og Bjarni er sagður hafa verið mjög afgerandi, sterkur og heill í ræðu sinni. Hann hafi gert ítarlega grein fyrir því í máli sínu, með hvaða hætti Sjálfstæð- isflokkurinn þurfi að hefja endurreisn og endurskoðun. Sjálfstæðisstefnan væri enn í fullu gildi, en í ljósi reynslunnar væri svo ótal margt sem flokksmenn þyrftu að endurskoða og það þyrftu þeir að gera í nánu samstarfi við grasrót flokksins um land allt. Ræða Bjarna þótti sterk Af samtölum við flokksráðsfólk og mið- stjórnarmenn, sem komu í tvígang til fundar eftir flokksráðsfundinn á laug- ardag, þ.e. sl. mánudag og þriðjudag, er einnig ljóst að Bjarni nýtur mikils stuðn- ings til áframhaldandi formennsku, þótt hann sé ekki óumdeildur. Flestir sem rætt var við töldu að hann hefði með fullnægj- andi hætti gert grein fyrir því sem varðar hans persónulegu fjármál og drepið er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Bjarni sagði m.a. í ræðu sinni: „Áður en ég segi skilið við skýrslu rannsókn- arnefndarinnar vil ég nefna sérstaklega að nefndin fjallar þar um lánafyrirgreiðslu bankanna til alþingismanna. Þar kemur fram að hæsta skuldastaða mín við bank- ana í janúar árið 2008 hafi numið 174 milljónum króna. Ég vil að helstu trúnaðarmenn Sjálf- stæðisflokksins, og allir aðrir reyndar, viti að ég hef ekki notið neinnar óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Það er ekki um neitt slíkt að ræða og ég verð reyndar að harma það að rannsóknarnefndin skuli láta þessa hluti liggja á milli hluta ein- hvern veginn. Að rannsóknarnefndin skuli stilla þessu þannig upp að þess er al- gjörlega ógetið hvort þarna er eitthvað óeðlilegt á ferðinni. Og það gerir kröfu til þess að sjálfsögðu, og við henni bregst ég, að þetta sé útskýrt frekar. Öll mín lán voru gerð upp á árinu 2008. Þau lán sem ég hafði fengið í bankakerfinu byggðust ekki á neinni fyrirgreiðslu sem var um- fram það sem hver annar í minni stöðu gat fengið. Í lok árs 2008 var staðan allt önnur en skýrslan segir. Það hefði gjarnan mátt koma fram í skýrslunni sjálfri. Eftir stend- ur að á mér hvíla einungis lán sem tengjast heimili mínu eins og á við um svo marga aðra Íslendinga. Í skýrslunni eru líka rakin þau viðskipti sem reynt hefur verið að vefja mér inn í í fjölmiðlum. En eins og skýrt kemur fram í skýrslunni eru þau mál á ábyrgð annarra, mín er ekki getið og ég get ekki tekið ábyrgð á annarra manna gjörðum.“ Gagnrýndi háa styrki Sjálfstæðisfólk sem hlýddi á ræðu Bjarna segir ekki fara á milli mála að hann hafi skotið föstum skotum að Guðlaugi Þór Þórðarsyni, án þess að nefna hann á nafn, þegar hann sagði: „Eitt af mínum allra fyrstu verkum sem formaður Sjálfstæð- isflokksins er skýrt dæmi um þá viðhorfs- breytingu sem ég stend fyrir. Við sjálf- stæðismenn höfðum tekið þátt í því að semja lög um að hámarksstyrkir til stjórn- málaflokka skyldu vera 300.000 krónur. Nokkrum vikum síðar – áður en þessi lög tóku gildi – var tekið við styrkjum frá tveimur fyrirtækjum upp á 25 milljónir og 30 milljónir. Upphæðir sem voru úr öllu samhengi við það sem tíðkast hafði í flokksstarfinu. Þegar ég fékk vitneskju um þessa styrki tók ég strax þá ákvörðun að þeim skyldi skilað. Af sumum var þessi ákvörðun gagnrýnd en hún var rétt. Og ég vona að þið séuð sammála mér um að við viljum ekki vera í flokki sem ætlar sér að komast upp með hluti. Við ætlum að vera í flokki sem gerir hlutina rétt.“ Þau viðhorf heyrðust oft í samtölum mínum við sjálfstæðisfólk í vikunni, að það kæmi enginn annar formann- skandídat til greina en Bjarni. Hann hefði sýnt það og sannað að hann væri lang- sterkasti stjórnmálaforingi Sjálfstæð- isflokksins og það hlyti að teljast afar ólík- legt að nokkur byði sig fram gegn honum. Gamalreyndur sjálfstæðismaður sagði: „Ég held að staðan sé sú að það sé enginn sem komi til greina sem formaður annar en Bjarni Benediktsson. Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri vill að sjálfsögðu ekki fara í for- mannsslag við þessar kringumstæður, enda eru næg verkefni framundan hjá henni, að reyna að tryggja Sjálfstæð- isflokknum góða útkomu í borgarstjórn- arkosningunum eftir rúman mánuð. Hún gæti hæglega boðið sig fram til varafor- manns, takist henni það ætlunarverk, en það skýrist allt betur að afstöðnum sveit- arstjórnarkosningum.“ Munstraði sig í áhöfn Bjarna Almennt virðast flokksráðsmenn sem rætt var við telja að Bjarni hafi komið mjög sterkur frá flokksráðsfundinum og stuðn- ingur við hann hafi verið mjög afgerandi. Hann hafi flutt „frábæra ræðu, með sterka framtíðarsýn“. Þingmaður í flokksráði sagði að ræðan hefði verið heiðarlegt upp- gjör, þar sem að mati fundarmanna hefði verið sleginn réttur tónn. Þá hefði ekki síður vakið athygli frammistaða Bjarna, þegar hann sat fyrir svörum. Flokksfor- ystan hefði átt að sitja fyrir svörum, en þar sem varaformaðurinn var búinn að segja af sér embætti og einnig þingflokks- formaðurinn hefði Bjarni setið einn uppi á sviði í hálfan annan tíma og svarað spurn- ingum flokksráðsmanna. Hart hefði verið spurt og hann svarað mjög vel. Hann orðaði þetta svo: „Þetta var sterk Flokksráðsmenn segja á andrúmsloftið í Stapa sl. laug- ardag hafi verið tilfinningaþrungið í kjölfar ræðu fráfarandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Bjarni Benediktsson og flokksráðsmenn klappa Þorgerði Katrínu hér lof í lófa eftir ræðuna. Ljósmynd/Víkurfréttir Bjarni Benediktsson var spurður hvort hann ætti von á því að einhver byði sig fram gegn honum á landsfundinum í júní. „Ég á ekki von á neinu sérstöku í þeim efnum. Mér fannst mikilvægt, fyrst við erum að fara að ganga frá vara- formannskjöri, að það yrði frekar gert á fjölmennum lands- fundi en á flokksráðsfundi. Og fyrst við ætlum að boða til landsfundar í tilefni af varaformannskjörinu, þá finnst mér sjálfsagt og eðlilegt að flokksmenn fái tækifæri til þess að endurnýja umboð formannsins, nú eða eftir atvikum að kjósa sér nýja forystu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Flokksmenn fái að kjósa Bjarni Benediktsson Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. í kaflanum um flokkinn: „Þegar Íhalds- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust árið 1929 undir merkjum nýs flokks, Sjálfstæðisflokksins, var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi. Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sam- bandslögunum. Hins vegar sagði að flokkurinn ætlaði: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnu- frelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi kjarnyrta stefnuyfirlýsing hefur fylgt flokknum allar götur síðan og verið hans leiðarljós.“ Einstaklings- og atvinnufrelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.