SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 39
25. apríl 2010 39 G ullna reglan þekkist í flestum trúarbrögðum og heim- spekikerfum heims, en alls staðar orðuð neikvætt: „Gerðu ekki öðrum það sem þú vildir ekki þola.“ Grísku heimspekingarnir kenndu svo, og einnig rabbínar Gyð- inga, já og jafnvel í Indlandi og Kína má finna hina neikvæðu mynd gullnu reglunnar: Þú skalt bara forðast að troða náunganum um tær. Það er hins vegar umhugsunarvert að í munni Jesú er reglan sett fram á jákvæðan hátt sem krafa um virka breytni. Hér er ekki aðeins spurningin að forðast og sneiða hjá náunganum, og sýna fyllstu varkárni, heldur hafa frumkvæði til góðs, auðsýna það við- mót og hjálp sem maður vildi njóta af hálfu annarra. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra.“ Það sýnir hve Jesús leggur mikið upp úr mannlegum samskiptum. Sið- fræði Jesú er samskipta-siðfræði. Farísearnir og fræðimenn töldu hlýðni við forskriftirnar nægja. Jesús leggur þar á móti áherslu á að Guð setti lögmálið mannsins vegna, í þágu lífs og auðnu manns og heims. Það er sett lífinu til varnar en ekki til að kúga það og kremja, þetta líf sem er svo auðsært og brothætt. Jesús leggur áherslu á að lögmálið og spámennirnir m.ö.o. boð- skapur Biblíunnar, boðskapur Guðs orðs, sé til að rjúfa þá firringu og einsemd sem syndin hefur áskapað manninum og leiða mann til samfundar við Guð og náunga sinn. Enginn lifir sjálfum sér. Viðmót mitt vekur andsvar hjá öðrum, fas og framkoma bera oft á tíðum skýrari skilaboð en orðin. Allt sem þú vilt njóta af hálfu annarra skaltu því auðsýna þeim. Ætlast ég til annars af öðrum en að fá að vera í friði fyrir þeim? Nægir mér að láta náungann í friði? Það er fullkomlega rétt og sið- ferðilega verjanleg afstaða, og út af fyrir sig alltaf æskileg samfélag- inu. En hún nægir ekki að skilningi Jesú Krists. Þar er ekki nóg að fylgja lögum og reglum. Fagnaðarerindi Jesú vill tengja fólk saman í gagnkvæm samskipti sem hlúi að lífinu og því sem lífið eflir og bæt- ir. Dæmisagan um miskunnsama Samverjann (Lúk. 10.25-37) er áhrifarík útlegging þess: presturinn og levítinn sem litu undan og gengu framhjá, jafnvel í hlýðni við forskriftir og lög, og Samverj- inn, sá sem hlýddi kröfu hjartans sem knúði hann til að bregðast við til hjálpar. Í huga Jesú er kærleikur ekki fólginn í orðum einum heldur í verki og sannleika. Hann færir boðið úr upphæðum hugsjónanna og niður í dimman veruleika hversdagsins. Í orðum hans og verk- um sjáum við það svo skýrt hvernig boðorð kærleikans birtist í mannlegu lífi og veruleika. Þar sjáum við hversdagsleg fyrirbæri eins og tryggð og trúmennsku í hinu litla, hjálpfýsi og örlæti, þar sem ekkert fæst að launum fyrir nema óþægindin og erfiðið. Og svo þetta, sem Jesús segir um þá snauðu, hungruðu, um fangann: „Það allt sem þér gerðuð einu minna minnstu systkina ... það hafið þér gert mér. (Matt.25. 40) Kærleikur er að sjá Jesú í náunganum, og elska náungann eins og Jesú. Tvíþætta kærleiksboðorðið setur Jesús fram sem samantekt lög- málsins og spámannanna, það er alls sem ritningin kennir: „Elska skalt þú Drottinn Guð þinn ...... og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt.22.37n) Það má reyndar þýða þetta „eins og sjálfan þig“ með: „hann er eins og þú“. Það gefur þessu svolítið annan keim. Náungi þinn er eins og þú, manneskja eins og þú. Það er svo auðvelt að horfa fram hjá því. Það er auðvelt að afgreiða náungann með merkimiðum og flokkunarkerfum: „Þetta eru bara ….“ Það er eng- inn hörgull á merkimiðunum. Og ekki er síður auðvelt að afgreiða neyð náungans með alls kon- ar skýringum. „Þetta er bara sjálfskaparvíti,“ „þetta er bara karma,“„þetta er bara…“ osfrv. Kristur gefur ekki skýringar við ráðgátu þjáningarinnar né finnur henni málsbætur, en hann nemur staðar hjá þeim þjáða og reisir hinn lamaða og kennir okkur að gera slíkt hið sama. Gullna reglan minnir okkur á að náungakærleikur er ekki aðeins tilfinningar, heldur líka viljaákvörðun. Tilfinningar okkar stjórnast að miklu leyti af grundvallar-stefnumörkun persónuleikans. Þess vegna er mikilvægt að ala börn upp við traust viðmið og reglur, sem stuðli að sjálfsstjórn og tillitssemi, og svo hitt að temja sér ævina alla kærleika og miskunnsemi, tillitsemi og háttvísi og aðrar dyggðir í umgengni og samskiptum við aðra til að yfirvinna þyngd- arlögmál sjálfselskunnar að hver sé sjálfum sér næstur. Óðurinn um kærleikann í 1. Kor. 13 er mikilvæg áminning um það sem mestu varðar í lífi og breytni, „Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Og í brjósti manns býr samviskan og minnir á kröfuna sem rituð er á hjarta manns, kröfuna að elska, virða, koma eins fram við aðra og maður vildi sjálfur njóta. Það varðar miklu að varð- veita rödd samviskunnar og fylgja henni. Gildi, siðgæði, boð og breytni V Hin virka umhyggja Hugvekja Karl Sigurbjörnsson alvarlegar breytingar þurfa konurnar að fara í svokallaðan keiluskurð. Þá er ysta lag leghálsins skorið af með rafhníf.“ Á hverju ári fara um 300 íslenskar kon- ur í keiluskurð. Kristján segir að þar sem krabbameinsleit sé öflug hér á landi upp- götvist forstigsbreytingar mjög snemma. Þess vegna sé hægt að bregðast við með úrræðum eins og keiluskurði áður en for- stigsbreytingarnar hafi þróast í krabba- mein. „Þegar forstigsbreytingar hafa síðan þróast í krabbamein þá fer meðferð eftir útbreiðslu sjúkdóms. Ef konan hefur mætt reglulega þá er sjúkdómurinn oftast það stutt genginn að unnt er að beita keilu- skurði en hjá þeim sem hafa ekki mætt þarf í flestum tilvika að fjarlægja leg og í einhverjum tilvikum einnig geisla- og lyfjameðferð.“ Fækkar fyrirburafæðingum Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, segir að bólu- setning gegn veirunni geti einnig komið í veg fyrir einhvern hluta fyrirburafæðinga. „Rannsóknir hafa sýnt að ákveðin fylgni er á milli keiluskurða og fyr- irburafæðinga. Ef hafið yrði að bólusetja allar stúlkur um 12 ára aldurinn myndi keiluskurðum fækka verulega, eða úr 300 á ári niður í 70-80. Með því að bólusetja væri hægt að koma í veg fyrir að konur smituðust af veirunni í 60-70 % tilvika og þeim sex fyrirburafæðingum á ári, sem kannski má rekja til keiluskurða hér á landi, mundi þá fækka í tvær.“ Hann segir að auðvitað séu sex tilfelli af 300 á ári ekki svo hátt hlutfall en það muni um kostnaðinn fyrir samfélagið vegna hvers fyrirbura. „Það myndi spara fjölskyldum sem fyrir þessu verða mikla erfiðleika og bjarga lífi barna sem annars hefðu dáið eða skaddast, en það er auðvit- að mikilvægast. En það munar líka um þessi fjögur börn á ári sem þurfa dýra og erfiða meðferð á vökudeildinni vegna fyr- irburavandamála, stundum svo vikum skiptir. Fyrirburi sem fatlast þarf mikla þjónustu, kannski alla ævi. Það er auðvit- að mjög viðkvæmt að tala um þetta í þessu samhengi en í samfélagi eins og okkar ger- um við auðvitað allt sem hægt er fyrir börnin. Ég bendi á þetta í samhengi við bólusetningarnar og þau rök að þær séu dýrar í framkvæmd. Þegar dæmið er reiknað til enda borga þær sig og við fáum ávinning.“ Reynir bætir einnig við öðrum kostn- aðarþáttum sem myndu dragast saman vegna bólusetninga. „Með tímanum þyrftu konur hugsanlega ekki að fara eins oft í krabbameinsskoðanir þó nauðsynlegt verði alltaf að halda þeim áfram og ef keiluskurðum fækkar myndu sparast á þriðja hundrað þúsund króna fyrir hvern þann skurð sem ekki yrði framkvæmdur.“ talar um inni. „Við vorum svo vel undirbúin eftir að hafa verið þarna í heilan mánuð í algerri óvissu. Hver dagur sem hún hélst inni í maganum jók lífslíkur hennar. Læknarnir voru alltaf að hrósa mér fyrir það hve já- kvæð ég var. En ég var dauðhrædd hvern einasta dag um að hún kæmi alltof snemma og var viðbúin því að það gæti verið sá dagur sem ég myndi missa hana. Ég vissi að ef hún næði að vera inni í 28 vikur værum við komin yfir mestu áhætt- una og lífslíkurnar strax betri. Ég var því bara þakklát fyrir hvern einasta dag sem hún hélst inni. Hún fæddist síðan eftir 29. vikna með- göngu. Þegar hún fæddist heyrði ég hana gráta en það sýnir heilbrigði svo mér fannst gott að heyra í henni. Ég var samt svo ótrúlega hrædd og átti erfitt með að róa mig niður. Við fengum að sjá hana örstuttu eftir að hún fæddist og leyfði læknirinn okkur að koma aðeins við hana með nokkrum fingrunum áður en hann fór með hana upp á vökudeild.“ Uppi á vökudeild var dóttir þeirra tengd við alls konar tæki og fékk öndunaraðstoð með síblásturstæki. „Það er kannski skrýt- ið en ég varð svo róleg þegar ég sá hana liggja þarna tengda við öll þessi tæki. Kvíðinn sem hafði verið á meðgöngunni um að missa hana var farinn og ég var bara svo glöð að sjá hana heila á húfi. Þarna var hún svo í 2 mánuði þangað til við gátum farið með hana heim.“ Saumur við leghálsinn Drífa segir að dóttir sín sé alheilbrigð og þetta hái henni ekki í dag. „Hún var mjög létt sem ungbarn og seinni til að byrja að ganga en það er eðlilegt með fyrirbura. Hún var einnig með astma fyrstu tvö árin en hann hvarf svo. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því hve heppin ég var. Ég las einmitt skýrslu frá þessu ári, árið 2005, og sá hve margar konur hefðu misst barnið sitt út af leghálsbilun, það var aðal orsökin. Þegar Drífa gekk með næsta barn sitt var fylgst vel með henni og var settur saumur við leghálsinn til þess að styrkja hann. „Sú meðganga var reyndar líka styttri en eðli- legt er. En hún náði samt upp í 37 vikur og er það talið vera vegna saumsins sem sett- ur var í til að halda leghálsinum saman. Dóttir mín átti við öndunarörðugleika að stríða við fæðingu og var því sett í hita- kassa en þar var hún bara í nokkra klukkutíma þangað til hún fékk að koma til okkar í Hreiðrið. Daginn eftir gátum við síðan farið með hana heim.“ „Ég veit að ég er mjög heppin miðað við margar aðrar konur sem hafa fengið leg- hálsbilun. Ég held að dóttir mín væri ekki á lífi í dag ef Hildur Harðardóttir læknir hefði ekki verið á vakt þegar ég kom í skoðun og tekið þetta svona alvarlega. Við ákváðum líka að skíra dóttur okkar í höf- uðið á henni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.