SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 10
10 25. apríl 2010 E nn og aftur óttast ég að Ólafi Ragnari Grímssyni, með óendanlegri athyglissýki sinni og þeirri hégóm- legu áráttu, að sækja stöðugt í sviðsljós fjölmiðla, hafi tekist að stórskaða hagsmuni okkar Íslendinga. Sl. mánudagskvöld, nákvæmlega viku eftir að skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis var gerð opinber, þar sem hann fékk mjög harðan áfellisdóm á níu síðum, kom forsetinn fram í þættinum Newsnight á BBC og sagði að eldgosið í Eyja- fjallajökli væri lítið annað en æfing. Sagan sýndi að vel mætti búast við fleiri eldgosum í kjölfarið. Kötlugoss hafi t.a.m. verið beðið á Íslandi undanfarin ár og yfirvöld hér á landi hafi unnið að undirbúningi vegna þess. Full ástæða sé fyrir yfirvöld Evrópuríkja og flugmála- yfirvöld að gera hið sama. Forsetinn gerði sér lítið fyrir og reyndi að magna upp hræðslu meðal millj- óna og vekja athygli á því hversu stórhættulegt það gæti nú verið að sækja Ís- land heim. Hvenær skyldi forsetinn svo aflýsa hættu- ástandi? Síðdegis á þriðju- dag mátti svo lesa frétt á mbl.is þar sem m.a. sagði: „Gríðarleg viðbrögð hafa verið við ummælum forseta Íslands á BBC í gærkvöldi um hugsanlegt Kötlugos og leggja nú yfirvöld og ferðaþjónustan allt kapp á að koma þeim upp- lýsingum skýrt á framfæri að slík hætta sé ekki yfirvofandi. Mikið álag hefur verið á samhæfingarmiðstöð Almanna- varna … Frá samhæfingarmiðstöðinni fengust þær upplýsingar að mikil áhersla hefði í dag verið lögð á að leiðrétta misskiln- ing, en ótti við frekari hamfarir virðist hafa skotið föstum rót- um vegna ummæla forsetans. Almannavarnir hafa unnið að því í samvinnu við utanríkisráðuneytið, Ferðamálastofu og Útflutningsráð að veita réttar upplýsingar um gosið og áhrif þess. Frá ferðaþjónustunni berast þær fregnir að afbókunum hafi hreinlega rignt inn í dag eftir að frétt BBC spurðist út. Símtöl til flugfélaganna hafa margfaldast og stöðvun orðið á sölu ferða fyrir sumarið.“ Ólaf Ragnar munar nú lítið um það að bregða sér í gervi eldfjalla- og jarðfræðinga. Að eigin mati kann hann allt best, skilur allt best og veit allt betur en nokkur annar. Hann var til dæmis ekki seinn á sér að froðufella í fjöl- miðlum og fordæma vinnubrögð þeirra Vilhjálms Árnasonar, Salvarar Nordal og Kristínar Ástgeirsdóttur, sem unnu bindi 8, viðauka I, við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem fjallar um Siðferði og starfshætti í tengslum við fall bank- anna 2008. Kaflinn um Hlut forseta Íslands er á bls. 170-179 og er afar fróðleg lesning. Sennilega hefur forsetann langað meira til þess að nota önn- ur orð en „æfing“ um gosið í Eyjafjallajökli. Ég held að honum hljóti að hafa dottið í hug setningin „You Ain’t Seen Nothing Yet“ sem er reyndar setning sem hefur fylgt honum í klapp- stýruhlutverki útrásarvíkinga, allar götur frá því í maí 2005 þegar hann lét þau orð falla um ofurhæfni íslensku útrás- arvíkinganna í ræðu á Bretlandi. Vissulega tókst forsetanum örlítið að hysja upp um sig vin- sældabrækurnar þegar hann synjaði lögunum um Icesave staðfestingar í ársbyrjun, en eins og alþjóð veit, þá átti forset- inn engra kosta völ í þeim efnum. Hann hafði fengið áskoranir frá mörgum tugum þúsunda Íslendinga um að synja. Hann hafði fengið slíka útreið í áramótaskaupinu, sem klappstýra útrásarinnar, að annað eins hefur aldrei sést í gjörvallri sögu Sjónvarpsins. Hann átti bara þann kost að synja og því gerði hann það, vitanlega með eigin hagsmuni að leiðarljósi, eins og alltaf, ekki þjóðarinnar. Vitanlega var synjunin í þágu vin- sældakúrfu hans, sem reis bara nokkuð hraustlega, eftir að hafa verið í mikilli lægð um langa hríð. Hann sýndi líka vott af iðrun í nýársávarpi sínu, en hún var greinilega fljót að rjátlast af honum, því hann hafði bókstaflega ekkert gert rangt, þegar kom að því að svara fyrir þá hörðu gagnrýni sem hann fær í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Vinsældir forseta dala Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ’ Að eigin mati kann hann allt best, skilur allt best og veit allt betur en nokkur annar. Þegar hringt er í síma 863-8557 svarar Páll nokkur Hreinsson. Hann hefur undanfarna mánuði mikið verið spurður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en fátt orðið um svör. Páll þessi er nefnilega ekki formaður rann- sóknarnefndarinnar heldur al- nafni þess ágæta manns. Hinn síðarnefndi er ekki skráður í símaskrána og margir því náð sambandi við eiganda gisti- heimilisins Reykjavík Bed & Breakfast á Grensásveginum þótt sú hafi ekki verið ætlunin. Þegar Páll „okkar“ Hreinsson svarar hringingum í 588-0000 er það vegna gistingar og hann hefur oft boðið fjölmiðlamönn- um herbergi þegar þeir hringja í farsímann. „Stundum hef ég bara sagt no comment þegar spurt er um hvers vegna útgáfa skýrslunnar frestast eða eitt- hvað annað varðandi hana. Oft hef ég boðið gistingu, sem eng- inn blaðamaður hefur reyndar þegið ennþá,“ segir Páll, eigandi gistihússins, við Morgunblaðið. Dagarnir hjá Páli eru mjög mismunandi en miðvikudag- urinn, síðasti vetrardagur, var eitthvað í þessu veru: 07.00 Vaknað við morg- unfréttirnar á RÚV. Öðrum fjöl- skyldumeðlimum gert viðvart um að það sé kominn dagur. Sturta. Nesti græjað fyrir þá yngstu. Blesskossar á börnin. Konunni ekið til vinnu. Komið við í bakaríi. 08.00 Kem í Reykjavík Bed & Breakfast. Morgunverður græjaður fyrir gesti. Næri líka sjálfan mig. Farið yfir tölvupóst sem hefur borist á netfangið okkar, info@rbb.is, og tekið við pöntunum um gistingu. Gestir koma í kaffi. 10.30 Gengið frá eftir morg- unmat. Meiri skrifstofuvinna; ég geri mikið af því að tala við ferðaskrifstofur, maður þarf að láta vita af sér. Við erum með 30 herbergi og leyfi fyrir 70 gest- um. Í sumar verður mest um útlendinga en töluvert hefur verið um að Íslendingar gisti hjá okkur í vetur. Tek svo við sím- tölum í gsm-númerið frá Morgunblaðinu og 365 vegna skýrslunnar. Yfirleitt er ég heiðarlegur þegar ég fæ slíkar hringingar og segist strax ekki vera einn höfunda skýrsl- unnar … 14.00 Sæki eiginkonuna, Örnu Ingólfsdóttur, í vinnuna. Farið í Nettó og fyllt í körfu. Komið heim, hellt upp á kaffi. Spilað við börnin, ekki á hverj- um degi sem það er hægt. Þau eru Guðrún 19 ára, Hreinn 16 ára og Anna 10 ára. 17.00 Fer aftur í vinnuna. Smápappírsvinna sem þarf að sinna. 18.00 Mættur á Holtaveg í hús KFUM og KFUK. Ég er í stjórn sumarbúðanna í Vatna- skógi og við þurfum að raða upp stólum og gera huggulegt fyrir árlega kaffisölu á sumardaginn fyrsta. Það er töluvert verk því þarna er pláss fyrir 300 manns í einu. 19.07 Kvöldmatur. Öll fjöl- skyldan samankomin á heim- ilinu og borðar kjúkling. 19.35 Farið með eldri börnin á Gauragang í Borgarleikhúsinu. 21.25 Hlé. Ein appelsín takk. 23.00 Sýningu lokið. Mikil ánægja. Þetta er skemmtilegt verk. Við heimsækjum foreldra mína, Hrein Pálsson og Guð- rúnu Kristjánsdóttur, á leiðinni heim. Klukkan er orðin margt en það er frídagur á morgun svo það er allt í lagi. Eftir gott spjall er farið heim. Kem reyndar að- eins við í vinnunni. Ég rak áður gistihúsið Akurinn við Brekku- götu á Akureyri en aðdragand- inn að því að ég opna hér var tiltölulega stuttur. Ég var at- vinnulaus og sá húsnæðið aug- lýst. Það var ekkert rosalega auðvelt að opna gistihús í kreppunni en ég bíð spenntur eftir sumrinu. 01.00 Lít á Facebook rétt fyrir svefninn. Er ekki Facebook málið í dag? skapti@mbl.is Dagur í lífi Páls Hreinssonar eiganda Reykjavík Bed and Breakfast Páll Hreinsson gistihúsaeigandi lítur á Facebook fyrir svefninn. „Er ekki Facebook málið í dag?“ Morgunblaðið/Kristinn Neitar sí og æ að tjá sig um skýrsluna … 7. SKREF GERÐU EITTHVAÐ Í MÁLINU Leggðu þitt af mörkum með því að bjóða fram krafta þína og veita þeim félagasamtök- um stuðning sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Krefjumst þess að yfirvöld leggi meiri fjármuni í að verja börn gegn kynferðislegu ofbeldi. Rjúfðu þögnina. Ekki þegja ef þú hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Með því að rjúfa þögnina muntu draga úr sálarangist þinni og þá fyrst munu sárin byrja að gróa. Sjö skref til verndar börnum á www.blattafram.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.