SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 25
25. apríl 2010 25 anlega reynslu að lesandinn finnur ekki snertiflötinn. Ég held að þetta sé vanda- mál í bókmenntakennslu. Menn eru alltaf að velja ljóð handa börnunum að lesa þar sem hægt er að greina eitthvað, finna lík- ingar, persónugervingar og myndlík- ingar, en eru ekki að velja ljóð sem þeir fá sjálfir gæsahúð af að lesa.“ Bók um skólakerfið Ég veit að þú skrifar sögur úr raunveru- leikanum sem þú lætur síðan prenta og gefur vinum og kunningjum í tækifær- isgjafir. Hefurðu hugsað þér að skrifa skáldskap og gefa út á almennum mark- aði? „Ég kalla þessi skrif nostalgíu af svæsn- asta tagi. Þetta er mest minningar úr æsku minni. Maður sér hluti í öðru ljósi núna en þegar þeir gerðust. Þótt þetta sé að langmestu leyti sannleikanum sam- kvæmt þá er þarna einhver skáldskapur. Ég fylgi líka þeirri reglu að ef tvennum sögum fer af einhverjum atburði þá skal heldur hafa það sem skemmtilegra þykir. Ég byrjaði á þessum skrifum árið 1994 og hef prentað nokkra pésa handa vinum mínum. Ég er að safna saman í bók sem ég ætla að gefa út eftir nokkur ár. Svo er ég að skrifa fleira. Þar á meðal er nokkuð stór bók um skóla. Hún er formuð í huga mér og til í nokkrum drögum en ég ætla að setjast niður og skrifa hana þegar ég er hættur skólastarfi. Í þeirri bók ætla ég að fjalla um skólakerfið og breytingar á því og tek dæmi af mínu fólki. Föðursystir mín settist í skóla í kjölfar fyrstu fræðslu- laganna sem sett voru 1907. Ég á skemmtilegar minningar sem ég skráði eftir henni fyrir margt löngu. Síðan fór föðurbróðir minn í skóla til Reykjavíkur til að læra vélfræði en var látinn skrifa ótal stíla um fornar norrænar hetjur, sem sýnir hvernig hin gamla þjóðernislega námskrá mótaði skólakerfið langt fram eftir 20. öld. Einnig tek ég dæmi af sjálf- um mér, legg dóm á skólakerfið og þær gífurlegu breytingar sem hafa orðið.“ Hvaða breytingar eru þetta? „Á síðustu tíu árum hefur grunn- skólanemum fjölgað um þrjú prósent en kennurum um 40 prósent og öðru starfs- fólki skóla um rúmlega 60 prósent. Þetta eru ótrúlegar tölur. Engin Evrópuþjóð eyðir jafnmiklu fé til grunnskóla eins og Íslendingar. Þess vegna er það áhyggju- efni og rannsóknarefni hvers vegna við komum ekki betur út úr alþjóðlegum könnunum eins og Pisa.“ Leiðinlegt í skólastofunni Hvað gerum við rangt í skólakerfinu? „Starfsfólk menntavísindasviðs Há- skóla Íslands er að gera rannsókn á náms- leiða, og fylgja eftir ákveðnum hópi þarna. Í ljós kemur að níu ára börnum leiðist áberandi mikið í skólanum. Þá eru þau bara búin að vera þrjú til fjögur ár í skóla en eru samt orðin leið. Það er greinilega eitthvað athugavert við það sem við erum að gera í skólakerfinu. Þetta þarf að skoða vandlega og kanna ástæður. Ég hef einna mestar áhyggjur af minnkandi læsi, sérstaklega hjá drengj- um. Það er eitthvað í skólakerfi okkar sem veldur því að strákar pluma sig ekki nógu vel í skóla. Þeim leiðist meira en stelpum og standa sig verr, og höfuðvígi stráka, eins og stærðfræði og tölvufræði, eru fallin. Strákar lesa miklu minna að eigin frumkvæði en stelpur sem er áhyggjuefni af því að allur velfarnaður í lífinu byggist á því að maður sé vel læs. Menn þurfa að vera læsir á tölur og geta lesið leiðbeiningar og svo má ekki gleyma mikilvægi yndislestrar, þess að geta sest niður með bók og notið lestrarins, sem er gríðarlega frjó starfsemi og mannbætandi á allan hátt. Unglingar kynnast svo mörgu í gegnum bækur og geta í gegnum lestur sett alls kyns hluti í samhengi. Þeg- ar ég var á sínum tíma að láta nemendur mína lesa Sjálfstætt fólk þá fórnuðu mörg stúdentsefnin höndum vegna þess að þau höfðu aldrei áður lesið svona þykka bók. En þegar nemendur fóru að lesa þá skorti ekki skoðanirnar á persónunum. Ég held að Bjartur í Sumarhúsum sé ein umdeild- asta persóna bókmenntanna hjá fram- haldsskólanemendum.“ Geturðu svarað því hvað sé góð menntun? „Besta skilgreining á menntun er í kvæði eftir Stephan G. Stephansson: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða; hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Það er þetta hjartarit, sem ég kalla svo, sem hefur týnst í fargani undanfarinna ára. Siðvitið var einhvers staðar ofan í skúffu. Nú þurfum við að endurheimta það.“ Morgunblaðið/Golli Sölvi Sveinsson: „Ég hafði það fyrir reglu síðustu tíu ár- in sem ég stjórnaði skóla að ganga um tvisvar á dag og spjalla við krakkana.“ ’ Ef nám fer fram með hræðslu- gæðum þá verður það ekki djúp- stætt. Ég man frá minni skólatíð að ég lærði heima hjá tilteknum kenn- urum af því ég var hræddur við þá. Þegar ég reyni að rifja upp hvað ég lærði hjá þessum mönnum þá reynist það vera harla fátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.