SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 28
28 25. apríl 2010 V eðrið var kolbrjálað og skipið Sigurbáran VE hafði strandað við suðurströndina. Freysteinn Jóhannsson, fréttastjóri Morgunblaðsins á vakt, spurði hvort við Árni Johnsen, þá blaðamaður á Mogganum, treystum okkur til að fara í flug og ná myndum þegar skipverjunum yrði bjargað í land. Allt flug innanlands lá niðri og ekki gott útlit til flugs. Ég hringdi í vin minn, Guðmund Hilmarsson, þá flug- stjóra hjá Arnarflugi og nú hjá Cargolux, og spurði hvort við ættum að reyna að fljúga og mynda skipið og björgun skip- verja. Guðmundur er einn af þeim mönnum sem svitna ekki einu sinni þegar flestir menn væru orðnir vatnslausir af hræðslu. Hann var til í að reyna flug en veðrið var orðið það vont að erfiðast var að ná flugvélinni út úr flugskýlinu í rokinu. Ég hafði samband við Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélaginu. Ég lét hann alltaf vita þegar við ætluðum að reyna að ná myndum við erfið skilyrði. Hannes bað okkur að fara varlega og spurði hvort við værum orðnir vitlausir, það lægi allt flug niðri vegna óveðursins, en Sigurbáran sénsinn. Guðmundur spurði mig: „Raggi, er þetta komið?“ Ég ætlaði aðeins að pína Árna og spurði hann hvort ekki væri í lagi að fara eina ferð enn. Árni horfði á mig og vissi alveg hvað ég var að fara, ég ætlaði að láta hann gefast upp. „Við förum eins og við þurfum,“ svaraði Árni og neitaði að gefast upp. Við slepptum því að taka aukahring og flugum heim á leið. Björgun hf. náði Sigurbárunni á flot nokkrum vikum síð- ar en skipið var töluvert skemmt. Við lentum heilir og það draup ekki svitinn af Guðmundi frekar en venjulega. Sjálfur hef ég flogið með Guðmundi um allt land í sjúkraflugi í öllum veðrum að nóttu til og um all- an heim á þotum. Ég hef aldrei séð hann skipta skapi eða breyta um svip við erfiðar aðstæður – sama hvað gengur á. Guðmundur er alltaf jafnrólegur, það leikur allt í hönd- unum á honum. Þegar við komum í hús á Morgunblaðinu stóð Freysteinn eins og hvítt lak, náfölur, og horfði á okkur. Ég horfði á hann á móti og spurði: „Hvað? Er eitthvað að, dó einhver?“ væri komin upp í fjöru. Við félagarnir gerðum okkur klára og fórum í loftið. Ókyrrðin var töluverð í flugtakinu og átti eftir að versna mikið á leiðinni og við strandstað. Þegar við komum á staðinn var búið að bjarga skipverjum í land og skipið barðist um í öldurótinu. Guðmundur gerði aðflug að skipinu og það var nánast ógerlegt að mynda sökum hrist- ings. Ég hitti á skipið í annarri hverri mynd og flugvélin ólmaðist og var við það hreinlega að ofrísa í nokkur skipti yfir skipinu. Ég er alveg viss um að Súpermann hefði ekki flogið í þessu veðri, búningur hans hefði einfaldlega rifnað. Árni, sem er ýmsu vanur, var orðinn bullandi flugveikur í ókyrrðinni og kastaði upp í nokkur skipti. Það var enginn ælupoki í vélinni þannig að við fundum götóttan plastpoka sem míglak og vöfðum handklæði utan um hann. Mér fannst ekkert sérstaklega leiðinlegt að geta strítt Árna að- eins og ætlaði að taka mynd af honum í aksjón. Þá stoppaði hann, leit upp og sagði: „Ef þú tekur mynd þá helli ég þessu yfir þig.“ Ég sá það í augunum á Árna að hann meinti það sem hann sagði og sleppti því að taka myndina, tók ekki Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is „Eruð þið orðnir vitlausir?“ Sigurbáran VE strandaði í af- takaveðri við suðurströndina í mars 1981. Enda þótt ekki væri gott útlit til flugs fórum við Morg- unblaðsmenn í loftið til að ná myndum af strandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.