SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 51
25. apríl 2010 51
lykilverkum póstmódernískrar hugmyndafræði, þar
sem áherslan er á endurvinnslu úr eldri sköpun. Stakar
myndir sjást líka iðulega birtast í ólíkustu fræðiritum,
sem staðfesting á kenningum eða sem deiluefni, þar sem
umfjöllunarefnin eru æði víðfeðm: femínísk listrýni,
sálfræðirannsóknir, rannsóknir á dæmisögum, nýir
straumar í ljósmyndum. Það virðist hægt að nálgast
þessi verk Sherman frá afar ólíkum sjónarhornum. Hún
segist meðvituð um að margt í myndunum megi lesa
sem komment á samfélagið og um ímyndir og hlutverk
kvenna.
„Það var samt ekki eins og ég væri með fullmótaðar
fræðikenningar í huga þegar ég var að móta þessi verk,
fjarri því,“ segir hún. „Ég lét eðlisávísunina ráða ferð-
inni. Ég ætlaði mér ekki að hlaða verkin djúpum fem-
ínískum pælingum. En ég hafði sterka tilfinningu fyrir
þessum kvenímyndum, fyrir þessum konum sem ég
hafði dáðst að í bernsku. Þegar ég var að vinna mynd-
irnar átti allt að vera svo náttúrulegt; konur áttu ekki að
mála sig eða reyna að koma til dyranna öðruvísi en þær
voru klæddar. Mér þótti það hinsvegar forvitnilegur
tími í lífi mínu þegar ég var unglingur og dáðist að þess-
um konum sem klæddust magabeltum og oddhvössum
brjóstahöldurum, og sváfu með rúllur í hárinu. Kon-
urnar lögðu þetta á sig til að vera fallegar og heilla karl-
menn. Ég hafði áhuga á þessu, frekar sem persónulegri
rannsókn en útleggingu á femínískri hugmyndafræði.“
Í þessari fyrstu myndröð Cindy Sherman birtust þætt-
ir sem hún hefur unnið með síðan. Hún vinnur alltaf í
myndröðum, með portrett og sjálfsmyndir, og segja má
að verkin séu einskonar gjörningar eða leikþættir fyrir
framan myndavélina.
„Þetta er stuttur gjörningur sem getur teygst upp í
nokkrar klukkustundir því ég þarf að farða mig og fara í
gervið. Það er hluti af þessum performans. Ég hef hins
vegar í seinni tíð ekki haft neina löngun til að fara í gervi
fyrir framan annað fólk. Þegar ég var í háskóla fór ég
stundum í samkvæmi eða á einhverjar uppákomur í
karakter og ég gerði það líka nokkrum sinnum fyrst eftir
að ég flutti til New York. En það virkaði ekki í stórborg-
inni,“ segir hún og hlær. „Það var nóg af klikkuðu fólki í
New York og mér fannst ég falla í þann flokk þegar ég
þvældist um í gervi.“
hefur að mestu haldið sig við ljósmyndunina á rúmlega
þriggja áratuga ferli, þótt hún hafi einnig gert eina
leikna hryllingskvikmynd.
„Ég hreifst af ljósmyndatækninni því ég kýs að eyða
tíma og orku í að þróa hugmyndirnar, og nota síðan
myndavélina sem tæki sem grípur efniviðinn með hraði.
En ég vil gjarnan fara aftur út í kvikmyndagerð. Fyrir
nokkrum árum keypti ég mjög góða upptökuvél og
markmiðið er að kanna þann heim betur. Ég hef bara
ekki vitað almennilega hvað ég ætti að gera,“ segir hún.
Aftur beinist talið að ljósmyndun. Allar myndirnar í
Untitled Film Stills eru prentaðar á klassískan hátt í
sömu stærð og kynningarmyndir kvikmyndahúsanna
voru í á sínum tíma. Seinni myndraðir Sherman eru
hinsvegar í lit, flennistór prent.
„Þessar litmyndir eru í raun annar miðill en þær
svarthvítu. Og nú vinn ég alfarið stafrænt, sem er einnig
nýr miðill. Ég hef aldrei verið ástríðukona hvað ljós-
myndamiðilinn varðar, enda er ég ekki hefðbundinn
ljósmyndari. Í upphafi ferilsins var mér í rauninni út-
skúfað úr ljósmyndasamfélaginu, sem var nokkuð
merkilegt því myndlistarsamfélagið viðurkenndi ljós-
myndaverk þá varla heldur. Það voru áhugaverðir tímar
en margar konur fóru þá út í að skapa list með ljós-
myndatækninni. Karlmenn tóku málverkið eiginlega
yfir, þar var hálfgert karlrembusvæði í listinni.“
Sherman talar um að það hafi verið erfitt að vera kona
í karllægum myndlistarheimi. Henni tókst samt að
brjótast gegnum múrinn og var orðin sannkölluð stjarna
í myndlistinni nokkrum árum eftir að hún kom úr skóla,
fyrirmynd ungara listamanna, ekki síst kvenna. Þá tóku
verk hennar strax að seljast fyrir áður óséðar upphæðir.
Stök prent úr Untitled Film Stills hafa selst á allt að 40
milljónir króna á upboðum.
„Mér fannst ég nú aldrei verða neitt sérstaklega fræg –
ekki eins og Jeff Koons er frægur. Þótt ég geti á stundum
orðið afbrýðisöm út í þá sem eru það frægir, þá er ég af-
skaplega sátt við mína stöðu. Ég kýs mína stöðu frekar
en þá sem súperstjörnurnar eru í. Listamenn eins og
Murakami, Richard Prince og Damien Hirst séu í raun
eins og maskínur sem dæla listinni út úr sér. Ég býst við
að þeir selji þessi verk og þéni vel, en ég er sátt, nýt
mikillar velgengni og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur.
Snemma á níunda áratugnum var vissulega gott að
hafa góðar tekjur en það var ekkert eins og þessir karlar
sem skutust út fyrir gufuhvolfið,“ segir hún, hlær og
bætir svo við: „Kannski verð ég svolítið afbrýðisöm þeg-
ar ég heyri verðið sem verk þeirra seljast á á uppboðum,
en hvað get ég gert við því?“
Þegar ég segi að verk hennar sjálfrar seljist nú ekki
fyrir neina smáaura, þá hlær hún aftur og segir: „Nei, ég
get svo sannarlega ekki kvartað.“
Hlakkar mikið til Íslandsferðar
Cindy Sherman er á vinnustofu sinni þegar við tölum
saman, hún er að undirbúa nýja myndröð. Hún segir að
þegar hún hafi lokið hverri myndröð sé hún eins og
tæmd blaðra og viti ekkert hvað hún eigi að gera næst.
„Fyrir mánuði var ég að byrja að verða örvæntingarfull
yfir því hvernig hlutirnir voru að þróast hjá mér en allt í
einu áttaði ég mig á því hvað ég þyrfti að gera. Venjulega
mótast hver myndröð þannig að þráður myndast á milli
karaktera eða mynda. Ég legg mikla orku í verkið og
held áfram þangað til ég kemst ekki lengra, er komin
með efnivið í sýningu eða finnst að ég sé að byrja að
endurtaka mig. Þá fer ég að sinna úrvinnslu verkanna.
Ég er ekki listamaður sem fer á vinnustofuna og tekur
nýja mynd á hverjum degi. Það er of orkufrekt. Þegar ég
er í þeim fasa að mynda þarf ég að afboða alla fundi og
einangra mig. Ég þarf að halda fókus allan daginn, vinna
og vinna, finna til leikmuni og skipuleggja verkin.“
Sherman segist hlakka mikið til Íslandsferðar og geti í
raun varla beðið. Sambýlismaður hennar er einnig með
sýningu á ljósmyndum á Listahátíð, tónlistarmaðurinn
kunni David Byrne, en hann sýnir í Hafnarhúsinu.
„Ætli eldgosið verði ennþá í gangi?“ spyr hún að lok-
um. „Það væri forvitnilegt að sjá það.“
„Án titils“, verk eftir Cindy Sherman frá árinu 2008. 175 x 135 cm.
Cindy Sherman / Birt með leyfi listamannsins og Metro Pictures
’
Ég hef aldrei verið ástríðukona
hvað ljósmyndamiðilinn varð-
ar, enda er ég ekki hefðbundinn
ljósmyndari. Í upphafi ferilsins var
mér í rauninni útskúfað úr ljós-
myndasamfélaginu, sem var nokkuð
merkilegt því myndlistarsamfélagið
viðurkenndi ljósmyndaverk þá varla
heldur.
Nýjustu verk Cindy Sherman hafa vakið mikla athygli,
meðal annars vegna gervanna sem hún setur þar upp. Á
flennistórum litljósmyndum birtast eldri konur, rík-
mannlega klæddar í ríkmannlegu umhverfi. Myndirnar
þykja kaldhæðnar og djarfar, konurnar eru til að mynda
með of stórar tennur, skorpnar og illa leiknar af ár-
unum, sumar virðast hafa farið í illa lukkaðar lýtaað-
gerðir, en minna samt einna helst á fólkið sem sækir
listsýningar og menningarviðburði; sama fólkið og
kaupir verk Sherman fyrir margar milljónir króna. Hún
segist líta þannig á þessi nýju verk að persónurnar líkist
meira raunverulegu fólki en persónur í verkum margra
ára þar á undan. „Að einhverju leyti eru þessar myndir
afrakstur þess að mér hefur tekist að slaka á í notkun
gerva og förðunar. Ég reyndi lengi vel að gera karakter-
ana svo ólíka mér að þeir urðu næstum því eins og
teiknimyndapersónur. Nú leyfi ég þessum konum að
vera „náttúrulegri“ og að vissu leyti tengjast þær Untit-
led Film Stills-seríunni. Þar var ég ekki að gera öfga-
fullar tilraunir með gervi.“ Sherman viðurkennir engu
að síður að þessi nýjustu verk séu talsvert írónísk.
Er stundum afbrýðisöm út í karlana
Sýning verka Cindy Sherman á Listahátíð tengist því að
sérstök áhersla er nú lögð á ljósmyndamiðilinn. Hún
Cindy Sherman fæddist árið 1954 á Long Island. Hún lagði
stund á listnám í Buffalo State College, fyrst sem málari en
sneri sér síðan að ljósmyndun og hefur síðan unnið í þann
miðil. Auk þess leikstýrði hún kvikmynd, Office Killer (1997).
Fyrsta myndröð Sherman, Untitled Film Stills, er hennar
kunnasta, unnin árin 1977 til 1980. Öll verkin 69 verða
sýnd í Listasafni Íslands á Listahátíð. Hafa myndir úr serí-
unni verið seldar á allt að 40 milljónir króna, en hvert verk er
í þremur tölusettum eintökum, auk tveggja sýningareintaka.
Sherman vinnur ætíð í myndröðum þar sem hún er oftast
fyrirsætan í sviðsettum verkunum. Samkvæmt Artfacts er
Sherman sjötti áhrifamesti myndlistarmaður samtímans.
Einn áhrifamesti
listamaður samtímans