SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 9
25. apríl 2010 9 Á hrif farsímanotkunar á heilsu fólks verða nú rannsökuð ofan í kjölinn í stærstu rannsókn sinnar tegundar sem breskir vísindamenn hrintu af stokkunum á fimmtudag. Í rannsókninni verður fylgst grannt með heilsu a.m.k. 250 þúsund farsímanotenda næstu 20-30 árin. Rannsóknin, sem kallast Cos- mos (Cohort Study on Mobile Communications), mun kosta margar milljónir punda og vona sérfræðingar að með henni verði hægt að slá því föstu hvort far- símanotkun sé skaðleg heilsu manna eða ekki, að því er fer fram kemur í vefútgáfu Lund- únablaðsins Times. Í fyrri rannsóknum hefur þurft að treysta á frásagnir sjúklinga af farsímanotkun sinni en í Cos- mos-rannsókninni verða sjúk- dómseinkenni skráð og rann- sökuð jafn óðum og þau koma í ljós. Þetta leiðir til mun ná- kvæmari niðurstaðna sem ekki eru háðar misgóðu minni þeirra sem í hlut eiga. Breytingar á heilsu þátttak- enda í rannsókninni verða svo bornar saman við farsímanotkun þeirra þar sem tekið verður tillit til fjölda símtala, lengd þeirra og staðsetningu símtólsins. Þátt- takendur verða á aldrinum 18- 69 ára og koma langflestir, eða 90-100 þúsund manns, frá Bret- landi. Aðrir þátttakendur koma frá Finnlandi, Hollandi, Svíþjóð og Danmörku. Tilkynningar gefnar út við sláandi uppgötvanir Gert er ráð fyrir að fyrstu fimm ár rannsóknarinnar kosti á bilinu 5-7 milljónir punda, eða 1-1,4 milljarða króna, en fjámagnið kemur bæði af ríkisfé og frá fyr- irtækjum. Að sögn eins forsvars- manns rannsóknarinnar hafa fyrri rannsóknir náð yfir styttri tíma en tíu ár og aðallega skoðað gögn aftur í tímann. Þá hafi þær fyrst og fremst snúist um heila- æxli. Cosmos-rannsóknin mun hins vegar ekki aðeins taka fyrir höfuðæxli, heldur einnig æxli í hálsi, mænusigg og tauga- sjúkdóma á borð við alzheimers, parkinsons og MND auk heila- blóðfalla og hjartasjúkdóma. Þá verður skoðað hvort far- símanotkun geti leitt til vægari vandamála á borð við svefntrufl- anir, höfuðverki, eyrnasuð og þunglyndi. Niðurstöður verða kynntar með jöfnu millibili og tilkynn- ingar gefnar út ef rannsóknin leiðir til sláandi uppgötvana sem varða heilbrigði almennings. Gert er ráð fyrir að skýrsla um farsímanotkun og krabbamein verði birt eftir tíu ár. Ekki liggja fyrir öruggar sann- anir fyrir því hvort far- símanotkun hefur áhrif á heil- brigði og heilsu til langs tíma. Í maí 2000 komst hópur vísinda- manna undir stjórn Sir Williams Stewarts að þeirri niðurstöðu að engar öruggar vísbendingar væru um að farsímabylgjur hefðu skaðleg áhrif á heilsu manna. Í niðurstöðunum kom hins vegar fram að þörf væri á frekari rannsóknum til að skera úr um vísindalega óvissu í mál- inu. Hópurinn mælti því með því að takmarka bæri farsímanotkun hjá börnum, sem gætu verið við- kvæmari fyrir farsímabylgjunum en fullorðnir. Eftir Stewart-rannsóknina var sérstök stofnun sett á laggirnar í Bretlandi, The Mobile Tele- communications and Health Research (MTHR), sem stýrir fjárveitingum hins opinbera til rannsókna á skaðsemi farsíma. Talsmaður stofnunarinnar segir að þó að engar vísbendingar séu um að farsímanotkun valdi krabbameini sé ekki hægt að úti- loka að hún geri það í framtíð- inni og því styrki stofnunin Cos- mos-rannsóknina. Fæstir hafi átt farsíma lengur en í tíu eða tólf ár, þar sem sprenging varð í far- símaeign á tíunda áratugnum. Flest ungt fólk hafi notað farsíma skemur, en margar tegundir krabbameins taki 10-20 ár að þróast, og jafnvel lengur. Heilsa Farið í saumana á farsímanotkun Bretar ætla að rannsaka ítarlega áhrif farsímanotkunar á heilsu fólks. Reuters Þarft þú að ná utan um stórt verkefni? Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. Inntökuskilyrði: B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu Reynsla við verkefnavinnu æskileg Umsóknarfrestur er til 17. maí Vor í íslenskri verkefnastjórnun Við vekjum einnig athygli á ráðstefnu um verkefna- stjórnun sem fram fer á Hótel Sögu föstudaginn 21. maí kl. 13–17. Nánari upplýsingar um MPM-námið færðu á mpm.is Meistaranám í verkefnastjórnun Kynningarfundur miðvikudaginn 28. apríl kl. 17 í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7 www.mpm.is PI PA R \T B W A \ SÍ A 1 0 0 9 8 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.