SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 22
22 25. apríl 2010 B jartsýnin er það mikilvægasta eftir nátt- úruhamfarir, segir Óskar Hlíðberg Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð. „Það sem mestu máli skiptir er auðvitað að fólk sleppi,“ segir eiginkona hans, Rósa María Tryggvadóttir, en tekur undir með manni sínum að næsta skref sé að horfa fram á veginn – með bjartsýni að leiðarljósi. Fólk sakaði ekki en mikið eignatjón varð í Grænuhlíð þegar aurskriður ruddu burt útihúsi og bragga og skemmdu íbúðarhúsið töluvert 20. desember árið 2006. Hjónin voru heima ásamt yngsta syni sínum þegar fyrsta skriðan féll eldsnemma morguns en komust burt við illan leik. Skriðan gjöreyðilagði gamalt fjós og bragga. Fimmtán kálfar drápust en tveir sluppu; annar var kvíga sem nú er kýr í fjósinu við bæinn og ber nafnið Hetja. Nýtt fjós var risið í Grænuhlíð tæpu ári eftir hamfar- irnar. Gríðarleg vinna var þá að baki við hreinsun og upp- byggingu og margir hjálpuðu þeim Óskari og Rósu Maríu. Óskar segir það einmitt lykilatriði. Samstaðan mikilvæg „Fólk verður að standa saman og miklu máli skiptir að þeim sem lenda í svona ósköpum sé hjálpað. Það er ekki eins eða fárra manna verk að hreinsa til og byggja upp á ný,“ sagði Óskar þegar Morgunblaðið leit inn hjá þeim hjónum í vikunni. „Við hefðum aldrei getað gert þetta ein. Þetta var miklu meiri vinna en með nokkru móti var hægt að gera sér grein fyrir,“ sagði bóndinn við Morgunblaðið ári eftir hamfarirnar. Þess má geta að alls voru fjarlægðir um 12 þúsund rúmmetrar af leðju og miklu þurfti að handmoka – t.d. úr haughúsinu. Fyrst var reynt að nota stóra haugsugu en hún rétt náði efsta laginu, sagði Óskar. Múgur og margmenni kom til hjálpar strax að morgni, þar á meðal félagar í björgunarsveitinni Dalbjörg, og ein kýrin í fjósi Óskars og Rósu Maríu nú heitir einmitt eftir sveitinni. Í fjósinu eru líka Skriða og Hamför. „Menn verða að vera þolinmóðir og ekki missa trúna. Það verður að standa í fæturna og halda áfram, sé þess einhver kostur,“ segir Rósa María. Óskar bóndi vaknaði eldsnemma morguns 20. desem- ber og tók skömmu síðar eftir því að smávegis vatn hafði lekið inn í forstofuna þeim megin í húsinu sem veit að Hólsfjalli, og þegar hann leit út blasti við honum aurskriða úr fjallinu sem staðnæmst hafði rétt við íbúðarhúsið. Degi síðar féll önnur aurskriða á húsið. Vegna þess að þá var búið að hreinsa vel til á svæðinu eftir þá fyrri fór betur en á horfðist í seinna skiptið. Annars er næsta víst að húsið hefði eyðilagst. En aðkoman var svo sem nógu slæm; allt á kafi í drullu. „Gárungarnir segja að ég hafi beðið Guð um aur en hann misskilið mig,“ segir Óskar þegar hann hugsar til baka. Honum var ekki hlátur í huga þá, en segir ágætt ef menn geti gert að gamni sínu. Hjónin segja bæði að það sem gerðist hjá þeim sé lítið miðað við það sem gengið hefur á í sveitinni í grennd við Eyjafjallajökul en þau geti samt sett sig í spor fólksins. Rósa María segir vitaskuld erfiðast við svona hamfarir þegar einhver lætur lífið. „Þess vegna hugsaði ég með mér á sínum tíma að ekki þyrfti að vorkenna mér, því ég þekki persónulega konur sem hafa misst börn í slysi. Það sem við lentum í er ekkert hjá því.“ En hún skilur að fólki líði illa fyrir sunnan. „Það hlýtur að vera erfitt að sjá varla út úr augum dag eftir dag. Það er eins og að vera lokaður inni í myrkri en þó verra að því leyti að askan fylgir með.“ Óskar segir þó að alltaf sé bjart framundan, þótt enginn viti raunar hve langt sé í birtuna. „Nú er tímabil næturinnar hjá þeim en það á eftir að birta, einhvern tíma. Það kemur alltaf dagur eftir nótt,“ segir hann. Óvissan er vond Á sínum tíma fannst hjónunum óvissan verst, því eftir að þeim var gert að flytja að heiman liðu rúmlega tveir mán- uðir þar til ákveðið var að þau gætu haldið áfram búskap í Grænuhlíð. Það var fjarri því sjálfgefið. „Undanfarnir dagar hafa verið öðruvísi en við erum vön og hugurinn hjá fólkinu sem hefur verið að berjast við slæmar aðstæður á öskufallssvæðinu kringum Eyjafjalla- jökul. Það verður óhjákvæmilega til þess að það sem hér gerðist rifjast upp,“ segir Rósa María. Um ástandið á sínum tíma segir hún: „Eftir að hafa mjólkað kýr tvö mál og þurft að hlaupa út vegna þess að skriður voru að koma niður fjallið fann ég að það væri ekki hægt að leggja á nokkurn mann að mjólka við þessar að- stæður í desembermyrkrinu,“ segir hún. „Það var mikið lán fyrir okkur að hjónin í Hvammi tóku mjólkurkýrnar og höfðu þær fram í maíbyrjun. Geldneytin fóru í Gull- brekku og kindurnar í Æsustaði; það voru allir boðnir og búnir að hjálpa og við fengum mikinn stuðning. Sjálf fengum við inni í íbúðarhúsi hér skammt frá og þar leið okkur vel.“ Margir komu í heimsókn og studdu við þau eins og hægt var. „Meðal annarra kom til mín vinur minn, þá 10 ára, faðmaði mig og sagði: Ég er eins og 200 vinir þínir, Maja! Ég gat rétt svarað að hann væri nú að minnsta kosti eins og 250 vinir,“ segir hún nú. Hreinsun heima í Grænuhlíð hófst af alvöru um mán- aðamótin mars-apríl, eftir að hættuástandi var aflétt. Margir komu að því verki og það gekk ótrúlega vel, að sögn hjónanna. „Aprílmánuður fór að mestu í það að laga til úti og svo var sáð í kringum húsið,“ segir Rósa María. Mánuðina eftir að þau fluttu heim var íbúðarhúsið lagað. Séð yfir að bænum Grænuhlíð eftir að aurskriðurnar féllu í desember árið 2006. Hjónin úti í fjósi. Kýrin lengst til hægri er Hetja, annar tveggja kálfa sem lifði af skriðurnar. Óskar og Rósa María í vikunni á sama stað og Rósa á stóru myndinni lengst til hægri. Það kemur alltaf dagur eftir nótt Stórar aurskriður féllu á bæinn Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit rétt fyrir jólin 2006. Bændurnir þar, Óskar og Rósa María, hafa verið með hugann hjá fólkinu undir Eyjafjöllum síðustu daga og hvetja bændur þar til bjart- sýni þrátt fyrir að á móti blási. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.